Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
9.11.2008 | 00:44
Erum við í striði við Bónus?
![]() |
Greint frá mótmælunum erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 16:03
Skammist ykkar
ja flott að draga a hún fana eins utrasarvikingana sem komu okkur á hausinn Ég segi nú bara sveiattan og ef að slys verða eða mannslát ætla þá skipuleggjendur að axla ábrgð það hlýtur að vera þeir sem standa fyrir mótmælunum hljóta að bera ábyrgð
Darling og Brown geta sofnað með bros á vör i kvöld vitandi það að með sama áframhaldi vinna þér þetta létt.
![]() |
Eggjum kastað í Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 15:10
Þetta lufsast einhvernvegin
Kannski ef að krónan fer í gang að Edda sjái þá hina öfundsverðu framtíð sem að hún boðaði svo vel á Hótel Nordica í september.
Ég verð nú bara að segja það að mér finnst ósköp lítið til þessara spámanna og spekinga koma, allra þeirra. Ég er orðin þeirrar skoðunar að það eigi að masa minna og gera meira.
fræðingar virðast vera sammála um að við eigum að fara i ESB ok förum i ESB en leggjum niður allar þessar fræðingastöður í leiðinni hagfræði svið ESB ætti að geta sinnt okkar málum án þess að þurfa að bæta við manskap og ekki hafa allir þessir spekingar forðað neinu. Það má síðan nýta þetta fólk í gjaldeyrisskapandi störf hér heima. Það er líka spurning um að setja kvóta á nám til að stýra fólki í námsgreinar sem að nýtast betur en aðrar til að byggja upp þjóðfélagið hraðar en ella. Þetta má gera með styrkjum og öðrum aðgerðum.
En nánari útfærsla síðar ætla að eiða helgina við að passa barnabarnið mitt en ekki að reyta hár mitt sem litið er orðið yfir þjóðfélagsástandinu.
![]() |
Koma krónulufsunni" í gang á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 12:55
Hvern á að reka núna
Þetta virðist geta verið eitthvað fréttaskúbb . Fjölmiðlar og aðrir sem vit þykjast hafa á málum hér hafa farið hamförum undanfarið og krafist afsagna hægri vinstri þessi frétt ef röng reynist er alls ekkert smá mistök. Getur verið að menn séu farnir að fara offari í að smíða og hanna atburðarásina
En ég vil nú bara segja það að mér finnst vinnubrögð fjölmiðla og endalausar tilraunir þeirra til að stýra atburðarrásinni í stað þess að skýra hana orðin ansi þreytandi. Kannski að fjórða valdið þurfi líka að taka til hjá sér.þ
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 23:36
Hver trúði 30%

![]() |
Spá 40% lækkun íbúðaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 23:03
Gagnrýni fjölmiðla
Fjölmiðlar eru iðnir við að draga fram hagspekinga þessa dagana.
Einn þessara spekinga er Edda Rós Karlsdóttir sem að 23 september hafði framsögu á morgunverðarfundi Greiningardeildar Landsbankans á hótel Nordica undir fyrirsögninni "Öfundsverðar Langtímahorfur"
Þetta var 23 september árið 2008 fyrir innan við 60 dögum. Spá hennar í sjónvarpinu í kvöld var allt annars eðlis eða eru þær framtíðar horfur sem að hún spáði í kvöld einnig öfundsverðar.
En af hverju spyrja fréttamenn ekki þessa spekinga betur út í það af hverju spár þeirra hafi tilhneigingu til að standast ekki og hvers vegna þeir eru eitthvað trúverðugri í dag en í gær.
Þetta er ekki gagnrýni á umrædda konu hún var bara í viðtali í sjónvarpinu í kvöld með einn en vísdóminn þannig að hún er í skammtíma minninu hjá mér. Fleiri mætti týna til enda eru svona viðtöl uppistaða flest allra frétta og viðtalstíma. Sýnist í fljótu bragði að þetta séu óáreiðanlegri vísindi en veðurspá.
Svo er mér mikið léttara eftir að Björk er farin að sjá um utanríkismál Íslands miðað við þá fjölmiðlaumfjöllun sem að hún fær í hvert sinn sem að hún segir frá skoðun sinni á því hvernig eigi að stjórna landinu sem að henni hugnast þó ekki að búa á ég myndi gjarnan vilja að hún beitti áhrifum sínum í búsetu landinu til að fella niður hryðjuverkalögin. En er það kannski hættulegri leikur en það að hafa vit fyrir Íslensku þjóðinni sem í dag getur hvort sem er ekki barið frá sér.
Ég vona innilega að ef við þurfum að leita aðstoðar Kínverja þá muni Kínverskir ráðamenn ekki eftir orðum Bjarkar á tónleikunum í Kína.
6.11.2008 | 19:32
Snúum á Bretana
Á öldum áður kom fyrir að menn fengu sér kóngn Nú stofnum við einveldi hér fáum Vilhjálm prins til að vera kóng og skiljum Bretana eftir með Kalla.
![]() |
Samskipti við IMF í hnút |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 16:35
Spara
Innilegar þakkir til samtakana fyrir að minna á sig hér má örugglega skera niður í ríkisútgjöldum
Ef einhver frá samtökunum les þetta endilega benda mér á tengil þar sem ég get nálgast upplýsingar um félagið og hvort og hve mikil framlög það fær frá ríkinu.
Ég hef ekkert á móti náttúruvernd en hef því miður lágmarksþolinmæði þessa dagana til að hlusta á umhverfis allatoya sem að eru á launum hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að vegna lánsfjárkreppu og gjörónýtts traust á Íslandi eyðilögðu af nýsköpun fjármálaútrásar verður ekkert framkvæmt næstu 10 til 12 árin hér á landi. Svo að þetta tuð gegn þó þeim iðnaði sem að hangir enn á löppunum hér á minna en engan rétt á sér. Þannig að ég bið ykkur endilega þið sem eruð í forsvari fyrir þessum samtökum að jarðtengja aðeins næstu misserin of hlífa okkur burðardýrunum við þessu helv tuði. Í augnablikinu hafa flestir meiri áhyggjur af því hvort þeir hafi vinnu um næstu mánaðamót heldur en mosaþembum og fallvötnum.
![]() |
Krefja Alcoa um svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 23:35
Naglar eða ekki naglar
Nagladekk ekki nagladekk svifryk vegna dekkja eða vegna opinna svæða um alla borg salt austur sem að skemmir bíla allt þetta er árstíðabundið tuð sem skellur á okkur á hverjum haustmánuði. Andstæðingar nagladekkja vilja banna þau þá spara borgin en kemur það bara ekki fram í slysum ég sá hér á blogg hjá Einari Sveinbjörnssyni að 17 % allra óhappa og slysa þar sem einkabílar komu við sögu var vegna þess að bílar voru á sumardekkjum. Þetta er Norsk könnun
Ég sá á vef FÍB www.fib.is grein um vetrar og sumardekk og ætlaði að vísa í hana en hvernig sem að ég leita finn ég hana ekki og leyfi mér því að birta hana hér i heild sinni og vona að engin fyrtist við því að efnið á erindi til fólks.
Eftirfarandi er tekið af síðu FÍB þann 13 Október
Vetrardekk á veturna, sumardekk á sumrin segir Michelin Nordic.
Það er beinlínis háskalegt að aka á sumardekkjunum að vetrarlagi. Ef dekkin undir bílnum hafa ekki viðunandi veggrip er háski á ferðum. Sumardekkin hafa minna veggrip kuldum vegna þess að slitflötur þeirra harðnar, auk þess sem mynstrið hæfir ekki vetraraðstæðum og vetrarfæri. Þetta segir framleiðslustjóri hjá Michelin Nordic við norræna fjölmiðla.
Michelin Nordic hefur fengið könnunarfyrirtæki til að rannsaka hversu stór hluti bifreiðaeigenda skipta ekki yfir á vetrardekk heldur halda áfram að aka á sumardekkjunum. Í ljós kemur að 19 prósent danskra bíleigenda skiptir ekki yfir á vetrardekk heldur ekur áfram á sumardekkjunum. Könnunin leiðir einnig í ljós að 21 prósent danskra bílstjóra aka allt árið á svokölluðum heilsársdekkjum og standa í þeirri trú að þeir séu öruggir á þeim í vetrarfærinu.
Framleiðslustjórinn, Bernt Wahlberg, segir þetta misskilning og varar við honum og segir að í norðlægum löndum sé ekkert vit í svokölluðum heilsársdekkjum. Mjög mikill munur er á hitafari sumars og vetrar og á vegyfirborðinu sjálfu. Heilsárdekkin séu í raun grófmynstruð sumardekk. Gúmmíblandan í slitfleti þeirra sé svipuð og í sumardekkjum og hún harðni mjög í kuldum og við það dragi mjög úr veggripinu. Heilsársdekkin auki því á áhættu fólks í umferðinni.
Þá séu hin svonefndu heilsársdekk yfirleitt ekki eins slitþolin og hefðbundin sumardekk og slitni hraðar í sumarfær inu og séu því oftar en ekki orðin of slitin þegar vetur gengur í garð og af þeim sökum háskalegri en ella. Þegar heildardæmið er gert upp sé því heilsársdekkjaakstur allt árið einfaldlega dýrari þegar upp er staðið en að skipta yfir á vetrardekk á haustin og á sumardekk á vorin.
Tilvitnun endar
Ekki veit ég hvort þetta er hinn eiginlegi sannleikur í þessum málum en hitt veit ég að þegar að kólnar og verkurinn í mjöðminni og dofinn í lærinu kvelur mig. Vel ég ágætan heitan rigningardag og keyri í sveitina og set nagladekk Já nagladekk undir minn slyddu wrangler og keyri síðan á þeim til vors og hósta glaður svifrykinu. Af hverju jú vegna þess að þann eina vetur á ævinni sem að ég hef keyrt án nagladekkja ávann ég mér verkinn í mjöðmina og dofann í löppina á þeirri örskotsstund sem að tekur Íslenskt veðurfar að fara úr rigningu og 4 stiga hita í 4 stiga frost og flughálku. Og meðan ég hugsaði málið þar sem að sá hluti bifreiðarinnar sem áður snéri fram snéri nú aftur og ógnvekjandi ljósastaur nálgaðist í baksýnisspeglinum sem að nú var í raun akstursstefnu spegill lofaði ég mér því að ég skildi keyra á nagladekkjum að vetrarlagi til æviloka.
Og þar sem að mjög fljótlega mun spretta hér upp hin árvissa nagladekkja umræða þá vil ég biðja menn að hugsa til allra þeirra sem að daglega keyra Hellisheiði eða Kjalarnes til vinnu í Reykjavik eða á leið til vinnu frá Reykjavík. Ísland er nefnilega stærra heldur enn saltborinn Miklabrautin.
4.11.2008 | 22:06
Hreinn bjargar oss
"Það verða að vera til frjálsir fjölmiðlar hér á landi og ég hef fullan hug að á sjá til þess að svo verði." Samkvæmt Vísi.is
Hreinn er stjórnarmaður í Baugi og á félag hans Bagu 10% hlut í Baugi þannig að nú er langt í frá að það sé einhver tenging milli hinna einkareknu fjölmiðla og þeir alfrjálsir.
Halda menn að maður sé bjáni?