Naglar eða ekki naglar

Nagladekk ekki nagladekk svifryk vegna dekkja eða vegna opinna svæða um alla borg salt austur sem að skemmir bíla allt þetta er árstíðabundið tuð sem skellur á okkur á hverjum haustmánuði. Andstæðingar nagladekkja vilja banna þau þá spara borgin en kemur það bara ekki fram í slysum ég sá hér á blogg hjá Einari Sveinbjörnssyni að 17 % allra óhappa og slysa þar sem einkabílar komu við sögu var vegna þess að bílar voru á sumardekkjum.  Þetta er Norsk könnun

Ég sá á vef FÍB  www.fib.is grein um vetrar og sumardekk og ætlaði að vísa í hana en hvernig sem að ég leita finn ég hana ekki og leyfi mér því að birta hana hér i heild sinni og vona að engin fyrtist við því að efnið á erindi til fólks.

Eftirfarandi er tekið af síðu FÍB þann 13 Október

Vetrardekk á veturna, sumardekk á sumrin segir Michelin Nordic.
Það er beinlínis háskalegt að aka á sumardekkjunum  að vetrarlagi. Ef dekkin undir bílnum hafa ekki viðunandi veggrip er háski á ferðum. Sumardekkin hafa minna veggrip kuldum vegna þess að slitflötur þeirra harðnar, auk þess sem mynstrið  hæfir ekki vetraraðstæðum og vetrarfæri. Þetta segir framleiðslustjóri hjá Michelin Nordic við norræna fjölmiðla.

Michelin Nordic hefur fengið könnunarfyrirtæki til að rannsaka hversu stór hluti bifreiðaeigenda skipta ekki yfir á vetrardekk heldur halda áfram að aka á sumardekkjunum. Í ljós kemur að 19 prósent danskra bíleigenda skiptir ekki yfir á vetrardekk heldur ekur áfram á sumardekkjunum. Könnunin leiðir einnig í ljós að 21 prósent danskra bílstjóra aka allt árið á svokölluðum heilsársdekkjum og standa í þeirri trú að þeir séu öruggir á þeim í vetrarfærinu.

Framleiðslustjórinn, Bernt Wahlberg, segir þetta misskilning og varar við honum og segir að í norðlægum löndum sé ekkert vit í svokölluðum heilsársdekkjum. Mjög mikill munur er á hitafari sumars og vetrar og á vegyfirborðinu sjálfu. „Heilsárdekkin“ séu í raun grófmynstruð sumardekk. Gúmmíblandan í slitfleti þeirra sé svipuð og í sumardekkjum og hún harðni mjög í kuldum og við það dragi mjög úr veggripinu. Heilsársdekkin auki því á áhættu fólks í umferðinni.

Þá séu hin svonefndu heilsársdekk yfirleitt ekki eins slitþolin og hefðbundin sumardekk og slitni hraðar í sumarfær inu og séu því oftar en ekki orðin of slitin þegar vetur gengur í garð og af þeim sökum háskalegri en ella. Þegar heildardæmið er gert upp sé því „heilsársdekkjaakstur“ allt árið einfaldlega dýrari þegar upp er staðið en að skipta yfir á vetrardekk á haustin og á sumardekk á vorin.
Tilvitnun endar

Ekki veit ég hvort þetta er hinn eiginlegi sannleikur í þessum málum en hitt veit ég að þegar að kólnar og verkurinn í mjöðminni og dofinn í lærinu kvelur mig. Vel ég ágætan heitan rigningardag og keyri í sveitina og set nagladekk Já nagladekk undir minn slyddu wrangler og keyri síðan á þeim til vors og hósta glaður svifrykinu. Af hverju jú vegna þess að þann eina vetur á ævinni sem að ég hef keyrt án nagladekkja ávann ég mér verkinn í mjöðmina og dofann í löppina á þeirri örskotsstund sem að tekur Íslenskt veðurfar að fara úr rigningu og 4 stiga hita í 4 stiga frost og flughálku. Og meðan ég hugsaði málið þar sem að sá hluti bifreiðarinnar sem áður snéri fram snéri nú aftur og ógnvekjandi ljósastaur nálgaðist í baksýnisspeglinum sem að nú var í raun akstursstefnu spegill lofaði ég mér því að ég skildi keyra á nagladekkjum að vetrarlagi til æviloka.

Og þar sem að mjög fljótlega mun spretta hér upp hin árvissa nagladekkja umræða þá vil ég biðja menn að hugsa til allra þeirra sem að daglega keyra Hellisheiði eða Kjalarnes til vinnu í Reykjavik eða á leið til vinnu frá Reykjavík. Ísland er nefnilega stærra heldur enn saltborinn Miklabrautin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband