Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

40 störf 50 MW

Það þarf meira en megawatt á hvert starf Og hvað skilar það í gjaldeyrir ?

50MW eru hálf Reykjanesvirkjun og síðan þarf að leggja ljósleiðara til Ameríku er þetta hagkvæmt eða umhverfisvænt allavega skilar hvert MW ekki mörgum störfum


mbl.is Viljayfirlýsing um byggingu gagnavers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf nýtt afl.

Það er greinilegt að ef flokkar gefa eftir hver af öðrum í von um skamtíma vinsældir og setja ESB á stefnuskránna meira að segja Steingrímur er farin að tala um kosti og galla. Ef þeir allir gefa eftir er ekki orðið um annað að ræða en að stofna hér flokk sem að hefur sjálfstæði og jafnræði á sinni stefnuskrá einskonar Þjóðernisjafnaðarmannaflokk með kapitalisku ívafi.
Hér eru nokkurrar spurningar frá mér sem mér þætti vænt um komment á.

Ef við göngum í ESB ætti þá ekki að fækka þingmönnum um helming ESB sér hvort sem er um setningu laga og reglugerða hér væri nóg að hafa faxtæki og einhvern sem tekur föxin úr því og sendir í lögbirtingarblaðið.

ESB vill sameiginlega utanríkisstefnu þýðir það að sendiráð og utanríkisþjónusta á Íslandi verði lögð niður.

Þetta er það fyrsta sem að mér langar til að vita og tel kannski kost við að ganga i batteríið.


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur fær prik

Ég vil hrósa Steingrími fyrir að fara ekki niður á rekum Davíð planið jafnvel þó að Egill hafi margreynt að koma honum þangað. Og ágætis mál að skoða samstarf við Norge það skildi þó ekki vera að hluti af þessari kreppu sé vegna yfirráða í norðri. Það er athyglisvert að við höfum ekki fengið stuðning frá neinum nema Færeyingum en við fengum fullt af mótmælum gegn láni frá Rússum. Það skildi þó ekki vera planið að mýkja okkur svolítið upp áður en við verðum gleypt af evrubatteríinu sem hluti af plani um yfirráð yfir norðurhöfum. Evrópusambandið á ekki svo að ég viti aðgang þangað nema í gegnum nýlendukúgun Danmerkur á Grænlandi sem myndi enda ef sjálfstæðissinnum á Grænlandi yxi fiskur um hrygg. Kannski að málið snúist bara um landvinninga þegar upp er staðið. Ég hef ákveðnar efasemdir gagnvart ESB. Ég veit ekki betur en að Eystrasaltslöndin, Pólland og Ungverjaland séu komin inn í það anddyri sem að á að bjarga öllu fyrir okkur og er svo ekki Rúmenía þar líka. En hversvegna eru þá þúsundir manna hér á landi í vinnu frá þessum löndum ef að allt á að bjarga okkur með því einu að ganga ínn í ESB og það eru ekki allir þessir einstaklingar á leið heim. Þar sem að ég vinn vinna einnig erlendir starfmenn sem ekki eru á leiðinni heim afhverju ekki jú vegna þess að ástandið þar er ekkert betra okkur er bara ekki sagt frá því því það hentar ekki og ég er ekki að tala um Austur Evrópuland heldur Suður Evrópu.

Getur einhver því svarað fyrir mig hvernig innganga í ESB á að bjarga okkur þannig að héðan flytjist ekki fólk þegar við sjáum þessa miklu fólksflutninga frá ESB landi til ESS lands.

Það er sagt að hér á landi séu 16000 erlendir starfsmenn ef að allt er svona betra í ESB fer þetta starfsfólk það þýðir að 16000 störf losna eða eru lögð niður. Því samkvæmt fullyrðingum um draumaheiminn í ESB þá drífur þessi vinnukraftur sig nú heim. Þá losna hér störf fyrir þá sem missa vinnuna og atvinnuleysi kemur þess vegna ekki til með að verða eins mikið og af er látið. Aftur á móti verður fólk að sætta sigð við að fá sigg á hendurnar í einhvern tíma og vinna störf sem að það hefur ekki talið sér samboðið og hver veit nema að það hafi bara gott af því og útkoman verði betra þjóðfélag með aukinni samhygð.

 

 

 

 


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkinginn vogunarsjóður

Ég bara spyr því að mér finnst hún hafa tekið skortstöðu gegn mér og landinu mínu. Og gerir nú allt hvað hún getur til að reyna að auka hagnaðinn svona rétt eins og aðrir vogunarsjóðir með alskyns upphrópunum og látum. Það versta er að hún er langt komin með að tortíma öllum möguleikum Íslendinga með að ná viðunandi lendingu í okkar málum með sundrungarstefnu sinni Bretar bíða bara rólegir meðan við tortímum öllu innan frá.  Ég vil minna Samfylkingarfólk á að skoðanakannanir eru ekki kosningar og það fylgi sem að nú er í könnunum þarf ekki að skila sér ofan í kjörkassana. Svo farið að ákveða hvort þið eruð í stjórn eða stjórnarandstöðu það eru aðrir sem að eru tilbúnir að draga vagninn ef þið hrökkvið frá borði það er ekkert gefið að það verði kosið sem væri enda hið mesta óráð núna meðan að allt er á heljarþröm.
mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfa aðeins um öxl

Nú þegar þeir einu sem telja sig til réttsýnna Íslendinga fara hamförum og vita flest betur en aðrir ættu þeir að líta til baka. Skoða til dæmis hvort að Seðlabankinn hafi ekki komið með varnaðar orð.

Hér er frétt úr Vísi þann 11 apríl http://www.visir.is/article/20080411/FRETTIR01/517932573
Fasteignamarkaður Seðlabankinn spáir kollsteypu á fasteignamarkaði
Hver voru viðbrögðin já elsku landar rifjið upp hvað þið sögðuð þegar þessi frétt birtist.

"Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur spá Seðlabankans of svartsýna"
"Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ekki von á sömu þróun á fasteignamarkaði og víða erlendis"
Fleiri lögðu orð i belg og margir bloggarar töldu þetta fásinnu. Tek þetta sem dæmi um að það komu aðvaranir frá bankanum það hlustaði bara enginn enda ekki gott að heyra mitt í veislunni.

Aðalvandamálið við þessi mótmæli er þó að það eru engar lausnir boðaðar bara reka reka reka en ekki orð um hvaða aðgerðir skuli grípa til til að laga. Bara ráða einhverja fagmenn og þá heyrast oft nöfn þeirra sem verðlaunuðu útsjónarsemi Landsbankans. Kannski að Jon B eigi töfrasprota og geti bara töfrað vandamálin í burt.
Jú ein aðgerð er boðuð sem algjört trúboð það er að skríða á hnjánum til ESB sama hvað bara please takið okkur undir pilsfaldinn og þar fer forusta verkalýðsins fremst í flokki með umboð um 200 einstaklinga sem að eftir því sem að ég veit best hafa ekki leitað leyfis hjá umbjóðendum sínum til að krefjast inngöngu í ESB er þetta kannski lýðræði mótmælaendana í hnotskurn. ASI gleymdi þó ekki að árétta við fólk að mikið lægi við að halda áfram að greiða félagsgjöldin þó af atvinnuleysisbótum væri. Það kemur sennilega ekki til greina að gera undanþágu til þess að atvinnulausir haldi réttindum sínum í félögunum í einhvern tíma án þess að greiða til þeirra þó að þeir missi vinnuna þetta er jafnvel fólk sem að hefur greitt félagsgjöld til verkalýðsfélaga árum saman. 
Svo sé ég að Sturla er komin á pall væri gaman að sjá hvað þeir bloggarar sem nú vilja sem mest mótmæla skrifuðu um hans aðgerðir fyrr á árinu þær ógnuðu þjóðaröryggi og hann og hans menn áttu skilið að vera gasaðir að mati margra. Nú væri gaman að fara yfir málin og athuga hvort enn er samhljómur í málflutningnum.
Mér finnst bara gott að fólk mótmælir það er réttur þess en það á að koma með lausnir á vandamálinu um leið annað er bara múgæsing að mínu mati.

Hvernig haldið þið síðan að samningsaðstaða þeirra sem eru að reyna að semja um málin fyrir okkar hönd þegar ljóst er að nóg er að bíða eftir því að við tortímum sjálfum okkur það reyndist erlendu valdi vel á 12 öld og hætt við að það verði eins nú og hvað sem að fólk trúir í raun þá er hinn bitri sannleikur að það kemur ekki til með að vora fyrr eða hafa áhrif á hvernig tíðarfar í vetur er þá að fólki takist að flæma einn seðlabankastjóra burt.


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt viðbrögð

Þarna sjást dæmi um rétt viðbrögð við samdrætti menn verða síða bara að muna að pakka saman þegar samdrætti er lokið og safna fyrir næstu niðursveiflu. Þetta er kallað að sveiflujafna.
mbl.is Reykjavík íhugar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver skaðar

Hvort skildi ekki einnig skaða málstað okkar þessa dagana en það eru stjórnmálamenn sem að í stað þess að snúa sér að því að leysa vandann og láta síðan þjóðina dæma um störf sin í lögmætum kosningum láta eins og þeir séu eiginlega ekki vissir um hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef að það fólki tekst að koma seðlabankastjóra frá hvern ætla þeir að holdgera sem sökudólg næst. Geir H til dæmis eitt er víst að það þarf að finna annan sökudólg því rétt eins og að brenna eina norn kallaði a bruna annarrar vegna þess að veður skánaði ekki og nyt kúa lagaðist ekki. Rétt eins og það þá myndi brottför Davíðs kalla á næsta fórnalamb því að það verður að vera norn í sögunni til að hægt sé að siga pöpulnum á eitthvað, því á meðan er hann ekki að rótast í því sem að skiptir máli.
mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn bitri sannleikur.

Það er að mínu mati að koma betur og betur í ljós að í raun stöndum við vinafáir í hinum stóra heimi og það að allir viðhlæjendur eru ekki vinir í raun. Það er orðið nokkuð ljóst að við erum eins og korter fyrir þrjú gæi að þeytast um heiminn í leit að láni sem að engin vill láta okkur fá. Það er hin bitri sannleikur sem að Geir vill ekki leggja á þjóð sína. Steingrímur skellti sér til Noregs og ætlaði heldur betur að redda málunum hvað sagði hann þegar ferðinni var lokið í raun sagði hann að það væri ekkert annað í gangi en málfundir umræður til að draga ferlið á langinn. Við erum búin að fara víða og við lítinn árangur mín greiningardeild segir að ákveðið hafi verið úti í löndum að bíða rólegir vegna þess að við munum sundra okkur sjálf og síðan selja sál okkar fyrir slikk ESB eða bara einhverjum. Hvort sem að verið er að refsa okur fyrir hroka eða nota okkur í pólitískum leik (Danir og Bretar) þá skiptir það ekki öllu máli eftir sem áður hafa þessir aðilar þá tauma í höndunum sem að geta gert okkur lífið leitt um all langa framtíð. Meira að segja fyrirtæki sem að hafa ætlað að byggja hér upp eru að draga saman þó að allt segi að rétti tíminn til að byggja og fjárfesta sé í samdrætti til að ná sem bestri hagkvæmni. Á meðan eyðum við öllum okkar tíma í að reyna að afhausa einhverja í stað þess ættum við að snúa vörn í sókn fá óháð erlent fyrirtæki til að gera útekt á því hvað fór úrskeiðis og gefa út skýrslu þar sem það væri rakið. Við eigum að kalla útrásarvíkingana heim og setja þá undir strangt regluverk og láta þá vinna að uppbyggingu landsins án þess að vera prókúruhafar á auðæfum þess. Þeir hafa þekkinguna og það er fjarri því að við eigum að hætta við að byggja upp fjármálaveldi þó að illa hafi farið í fyrstu tilraun. Róm var ekki byggð á einum degi og hvað ætli leið fjármálavelda sögunnar sé vörðuð af mörgum gjaldþrota bönkum. Við eigum ekki að gefast upp og hlaupa undir pilsfald ESB við sjáum nú valdbeitingu IMF valdbeiting ESB yrði ekkert betri þegar upp er staðið. En förum að gera okkur grein fyrir að kannski verðum við að bjarga okkur sjálf með smá aðstoð frá Færeyjum sem hafa synt sig í að vera okkar besta vinaþjóð og það ekki í fyrsta skipti. Umfram allt höldum áfram að vera sjálfstæðir Íslendingar og látum ekki kúga okkur til hlýðni.

 


Væri fróðlegt að vita.

Get ekki að því gert að gaman væri að vita hverjir eigendur Senu væru kannski að manni komi það ekki við en hefði gefið fréttinni öflugra yfirbragð. Held að mér sé farið eins og fleiri landsmönnum að hér eftir langi manni til að vita hvort að í fyrirtækjasölum séu menn að selja sjálfum sér. Þá getur maður gert sér grein fyrir eignarhaldi hinna ýmsu fyrirtækja.
mbl.is Sena kaupir Skífuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband