Gagnrýni fjölmiðla

Fjölmiðlar eru iðnir við að draga fram hagspekinga þessa dagana.

Einn þessara spekinga er  Edda Rós Karlsdóttir sem að 23 september hafði framsögu á morgunverðarfundi Greiningardeildar Landsbankans á hótel Nordica undir fyrirsögninni "Öfundsverðar Langtímahorfur" 
Þetta var 23 september árið 2008 fyrir innan við 60 dögum. Spá hennar í sjónvarpinu í kvöld var allt annars eðlis eða eru þær framtíðar horfur sem að hún spáði í kvöld einnig öfundsverðar.
En af hverju spyrja fréttamenn ekki þessa spekinga betur út í það af hverju spár þeirra hafi tilhneigingu til að standast ekki og hvers vegna þeir eru eitthvað trúverðugri í dag en í gær.
Þetta er ekki gagnrýni á umrædda konu hún var bara í viðtali í sjónvarpinu í kvöld með einn en vísdóminn þannig að hún er í skammtíma minninu hjá mér. Fleiri mætti týna til enda eru svona viðtöl uppistaða flest allra frétta og viðtalstíma. Sýnist í fljótu bragði að þetta séu óáreiðanlegri vísindi en veðurspá.

Svo er mér mikið léttara eftir að Björk er farin að sjá um utanríkismál Íslands miðað við þá fjölmiðlaumfjöllun sem að hún fær í hvert sinn sem að hún segir frá skoðun sinni á því hvernig eigi að stjórna landinu sem að henni hugnast þó ekki að búa á ég myndi gjarnan vilja að hún beitti áhrifum sínum í búsetu landinu til að fella niður hryðjuverkalögin. En er það kannski hættulegri leikur en það að hafa vit fyrir Íslensku þjóðinni sem í dag getur hvort sem er ekki barið frá sér.
Ég vona innilega að ef við þurfum að leita aðstoðar Kínverja þá muni Kínverskir ráðamenn ekki eftir orðum Bjarkar á tónleikunum í Kína.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband