Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
10.10.2008 | 23:20
Afhverju
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 22:07
Sorglegt
Hálf sorgleg tilraun til að skapa smá múgæsingu 200 manns af heilli þjóð við hinir bítum á jaxlinn og bíðum veðrið af okkur. Það er svo barnalegt að halda áfram þessu Dabba voli ef þið viljið mótmæla safnist saman fyrir framan heimili útrásarvíkinganna sem að voru hinir sönnu ræningjar. Eða safnist saman fyrir utan Breska sendiráðið. Gefið stjórnvöldum vinnufrið við fáum að dæma gerðir þeirra í kosningum seinna ef þið aðhyllist IMF lesið ykkur til um þá og það sem að þeir hafa gert ef þið eruð á móti Rússum vaknið og lesið söguna og sjáið að þeir hafa oft áður hjálpað okkur og hættið að taka út peningana ykkar ef eitthvað getur valdið hruni er það sú aðgerð. Þið eruð búin að tapa þvi sem að þið tapið annað er tryggt með sífeldum úttektum tefjið þið fyrir batanum og gerið sjálf ykkur fátækari ef fólk heldur ró sinni næst jafnvel þó nokkuð upp í tapið. Erlendar stofnanir eru til dæmis farnar að sína áhuga á að kaupa þá hluta bankana sem að eru úti. ANDA MEÐ NEFINU góðir landar. Áfram Ísland
![]() |
Mótmæli á Arnarhóli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 16:02
Bull
![]() |
Aleigan í 2 Bónuspokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 12:48
Spurningin er
![]() |
Segir sig úr bankaráði Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:36
Gott mál
![]() |
Fréttablaðið og Árvakur saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 22:44
ufff
Vorkenni farþegunum þvi ef einhverstaðar er vont að vera er það fremst í skipi sem að siglir á móti þungri öldu varð alltaf fársjóveikur fram í stafni þrátt fyrir mörg ár á sjó.
![]() |
St. Ola fékk á sig brotsjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 22:29
Nei takk
![]() |
Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 22:08
Þú líka sonur minn Brútus
9.10.2008 | 21:21
Stjórnar Davið þar ?
Hlutabréf hrynja enn á Wall Street og ég held að það sé ekki hægt að kenna Davíð og Árna um það. Þrengingar leiða fram það besta og það versta í fólki og það er auðvelt að gagnrýna og enn auðveldara að vera vitur eftir á eins og margir virðast vera núna, ef menn spá kreppu í 10 ár samfellt hér er ljóst að þeir hafa að lokum rétt fyrir sér. Ég er enginn fylgismaður þeirra sem okkur stjórna nú um stundir en ég skil að þeir þurfi vinnufrið. Þeir sem að nú gagnrýna þá sem hæst eru í raun guðs lifandi fegnir að vera aftursætisbílstjórar og geta rifið kjaft. Steingrímur J óx þó í áliti hjá mér í kvöld því að hann heldur sinni stillingu nokkuð vel. Breskir virðast þó vera að fara á límingunum og hafa fundið blóraböggul í okkur. En hrunið heldur áfram sama hvað miklum peningum er dælt í maskínuna peningamennirnir halda að sér höndum og bankar gera ekki neitt ekkert traust ríkir þannig að það er óhjákvæmilegt að bæði Evrópa og Bandaríkin eigi eftir að feta í fótspor okkar og þjóðnýta bankakerfið. Það er ekki til neins að dæla peningum í maskínuna lengur það verður einfaldlega að taka hana í sundur og smyrja gangverkið. Við Íslendingar þurfum síðan að athuga hvort að það voru samantekin ráð hjá Bretum Evrópu og USA að henda okkur fram af hyldýpinu og hvers vegna. Var það kannski til að við yrðum að koma skríðandi til EB og afsala okkur fiskimiðunum í staðin fyrir hjálp ekki veit ég. Sumir fara hér offörum og vilja meina að baki láns frá Rússum liggi annarlegar hvatir ekki veit ég það en ég spyr mig þá til baka ef að Rússar lána okkur ekki án einhverja annarlegra hvata hverjar voru þá hvatir bandamanna okkar svokallaðra að neita okkur og hverjar voru hvatirnar að loka Kaupþing. Hér virðast allir halda að okkar ráðamenn hafi gert mistök en hvað ef að þeir gerðu engin mistök heldur gerðu Bretar þetta að yfirlögðu ráði til að koma okkur á kné. Hvers vegna ættu þeir að vilja það, jú hvað er dýrmætara í nýjum heimi en vistvæn orka og gjöful fiskimið held að við ættum að skoða þetta frá því sjónarhorni áður en við sláum því föstu að ráðamenn okkar hafi klúðrað málum. Rússar björguðu okkur þegar Bretar settu löndunarbann á okkur og við erum enn ekki Rússnesk nýlenda þannig að ég hef litlar áhyggjur af þeim ég hef meiri áhyggjur af bandamönnum sem að yfir gefa særðan félaga. Að lokum skulum við ekki heldur gleyma því að Bretland er annað heimili útrásarvíkinganna sem nú sleikja sár sín og finnst skiljanlega að sér vegið.
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 23:34
Traust
![]() |
Takið ykkur tak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |