Stjórnar Davið þar ?

Hlutabréf hrynja enn á Wall Street og ég held að það sé ekki hægt að kenna Davíð og Árna um það. Þrengingar leiða fram það besta og það versta í fólki og það er auðvelt að gagnrýna og enn auðveldara að vera vitur eftir á eins og margir virðast vera núna, ef menn spá kreppu í 10 ár samfellt hér er ljóst að þeir hafa að lokum rétt fyrir sér. Ég er enginn fylgismaður þeirra sem okkur stjórna nú um stundir en ég skil að þeir þurfi vinnufrið. Þeir sem að nú gagnrýna þá sem hæst eru í raun guðs lifandi fegnir að vera aftursætisbílstjórar og geta rifið kjaft. Steingrímur J óx þó í áliti hjá mér í kvöld því að hann heldur sinni stillingu nokkuð vel. Breskir virðast þó vera að fara á límingunum og hafa fundið blóraböggul í okkur. En hrunið heldur áfram sama hvað miklum peningum er dælt í maskínuna peningamennirnir halda að sér höndum og bankar gera ekki neitt ekkert traust ríkir þannig að það er óhjákvæmilegt að bæði Evrópa og Bandaríkin eigi eftir að feta í fótspor okkar og þjóðnýta bankakerfið. Það er ekki til neins að dæla peningum í maskínuna lengur það verður einfaldlega að taka hana í sundur og smyrja gangverkið. Við Íslendingar þurfum síðan að athuga hvort að það voru samantekin ráð hjá Bretum Evrópu og USA að henda okkur fram af hyldýpinu og hvers vegna. Var það kannski til að við yrðum að koma skríðandi til EB og afsala okkur fiskimiðunum í staðin fyrir hjálp ekki veit ég. Sumir fara hér offörum og vilja meina að baki láns frá Rússum liggi annarlegar hvatir ekki veit ég það en ég spyr mig þá til baka ef að Rússar lána okkur ekki án einhverja annarlegra hvata hverjar voru þá hvatir bandamanna okkar svokallaðra að neita okkur og hverjar voru hvatirnar að loka Kaupþing. Hér virðast allir halda að okkar ráðamenn hafi gert mistök en hvað ef að þeir gerðu engin mistök heldur gerðu Bretar þetta að yfirlögðu ráði til að koma okkur á kné. Hvers vegna ættu þeir að vilja það, jú hvað er dýrmætara í nýjum heimi en vistvæn orka og gjöful fiskimið held að við ættum að skoða þetta frá því sjónarhorni áður en við sláum því föstu að ráðamenn okkar hafi klúðrað málum. Rússar björguðu okkur þegar Bretar settu löndunarbann á okkur og við erum enn ekki Rússnesk nýlenda þannig að ég hef litlar áhyggjur af þeim ég hef meiri áhyggjur af bandamönnum sem að yfir gefa særðan félaga. Að lokum skulum við ekki heldur gleyma því að Bretland er annað heimili útrásarvíkinganna sem nú sleikja sár sín og finnst skiljanlega að sér vegið.


mbl.is Hrun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Calvín

Já, hvað skyldi Davíð hafa sagt um Wall Street?

Calvín, 9.10.2008 kl. 21:22

2 identicon

Ha  , hvað , Davið  ...oh  já Dabbi ...já hann ber ábyrggð á hrun íslenska hagkerfið  , annað erum að reyna að laga sem Dabbi búinn að rústa .

Hann er skemmdaverkamaður en ekki slokkviliðsmaður eins og hann vilt vera .

Ari (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:31

3 identicon

Takk fyrir mjög athyglisverðan pistil.

Sérstaklega finnst mér umhugsunarvert sem þú segir, að ekki sé til neins fyrir Bandaríkin og Evrópu að dæla peningum inn í kerfið til að bjarga því.

Þetta gæti verið rétt hjá þér. Þá er mikið hrun ennþá eftir.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Calvin :) eg er eiginlega viss um að hann er saklaus af öllu svoleiðis  Ari hann á sinn hluta af öllu þessu en ekki gleyma að við eigum það líka sjálf og víkingarnir líka með krosseignatengslum skortsölum skuldsettum yfirtökum og hvað sem þetta heitir allt. Sveinn því miður held ég að ég hafi rétt fyrir mér tortrygnin er orðin svo mikil að kerfið tortímir sjálfu sér og það er ekkert sem getur stoppað það. Sparifjáreigandi fer og tekur allt sitt út jafnvel þó hann viti að það fellir bankann. Hann vonast bara til að vera nógu snemma svo að hann sleppi. Þetta er sins og sjávarháski þar sem hver klifrar upp á bakið á öðrum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.10.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband