Þú líka sonur minn Brútus

Svo mælti Cesar og af virðingu við minn gamla latínu kennara voga ég mér ekki að reyna að rita þetta á latínu. En hvers vegna dettur mér þetta í hug jú það er að frétta að Bandaríkjamenn hafi í tvígang sent okkur bónleiða til búðar finnst mér í dag lítið koma til þess lífsmottó sem að þeir sýna okkur í Holuhæða myndum sínum er mikilúðlegir hershöfðingjar segja We leave noone behind. Enn verra er að heyra að það gæti verið að þjóðir sem að við höfum talið til vina okkar hafi haft hönd í bagga með ráðahag þessum. Ef allt þetta er rétt er um all mikil tíðindi að ræða. Við erum snögg að stökkva á ráðamenn okkar fullviss um að þeir hafi klúðrað málum þeir hafi ekkert gert þeir hafi sagt tóma vitleysu en já en ef að svo var ekki. Það skildi þó ekki vera að þetta sé skipulagt plott.  Ofsóknaræði í mér segið þið en pælið í einu eitt er að loka banka eitt er að hóta málsókn en Brown sagði líka já takið eftir hann sagði Ísland er gjaldþrota svona segja forsætis ráðherra ekki nema að yfirlögðu ráði og til að valda sem mestu tjóni. En spurningin er hvers vegna, það er ástæða fyrir öllu vilja menn auðlindir okkar það skildi þó ekki vera allavega er ég viss um að maður eins og Brown segir ekki svona nema að yfirlögðu ráði um það snýst pólitík. Ég eiginlega vona að þetta sé okkar mönnum að kenna frekar en hitt. Ef ekki þá er spurninginn hversvegna vilja bandamenn okkar knésetja okkur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband