Traust

Ekki er ég hagfræðingur því síður mannfræðingur eða sagnfræðingur en finnst merkilegt að við lærum aldrei neitt. Er það sem er að ske núna ekki bara endurtekning a hruninu mikla græðgin ber fólk ofurliði þegar græðgin er komin út í öfgar hverfur traustið þannig að nú sitja þeir sem eiga peninga á þeim eins og hýenur á hræi og hvæsa á allt og alla. Með þessu stöðva þeir hringrás peninganna og valda aukinni kreppu sem að veldur því að þeir hvæsa enn meira. Ef að þeir settu peningana i umferð aftur myndi kreppan hverfa. Peningar sem eru ekki í umferð eru ekkert annað en skeini pappír þannig að þeir sem eru að taka út peningana sína og stinga þeim í hólf hér og þar eru í raun að stuðla að aukinni kreppu. Þetta er allt vitað en hjarðhegðunin er merkilegt fyrirbyggði. Svo finnst mér hjákátlegt hvernig allir gagnrýna alla blöðin gagnrýna Davið og Geir fyrir að segja of mikið eða of lítið meðan sumt sem að kemur þar fram er ekki beint til bóta dregnir eru upp hinir og þessir hagfræðingar sem að hljóma eins og veðurspámenn á vetrakvöldi. Nei góðir landar öndum með nefinu slökkvum á kassanum og útvarpinu brennum blöðin áður en við lesum þau og höldum áfram að lifa eins og Íslendingar. Það hefur hingað til aldrei snjóað svo mikið að ekki hafi stytt upp aftur og ég held að nágrannar okkar sem að eru að safna fyrir okkur ættu að hafa í huga að sá hlær best sem síðast hlær kannski verður okkur til gæfu að sjóbúa fyrstir óveðrinu hefur ekki slotað enn það er langt í frá.  
mbl.is Takið ykkur tak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er allt gott og gilt, mæli sérstaklega með því að slökkva á sjónvarpinu, en það eina sem við ættum að gera, er að passa stjórnmálamennina, láta þá ekki gefa auðlindirnar okkar, einkavæða hægri vinstri, framselja okkur til alþjóðlegu bankamannanna, sem Alþjóðabankinn og IMF eru frontar fyrir.

Á þingi eru þeir sveittir við að halda áfram með góbalíseringuna, þó hún hafi beðið skipsbrot, okkur til mikils tjóns,

  1. frumvarp um innflutning á hráu kjöti
  2. einkavæðing íbúðalánasjóðs
  3. einkavæðing hermálastofnunnar...

þetta er alveg ga ga

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband