8.12.2013 | 19:35
Laun kjörinna fulltrúa.
Þetta vandamál er örugglega víða og það er aldrei sátt um þessar hækkanir. Eiginlega ótrúlegt að ekki skuli vera búið að þróa launastiga sem leysir þetta vandamál. Ég er þeirra skoðunar að það ætti að innleiða launauppbyggingu eins og tíðkast á sjó. Þá eru lægst launuðu stéttirnar með stuðulinn einn og við getum sagt að hæst launuðu séu með stuðulinn 4 ég held að fjórföld lágmarkslaun séu bara ágæt fyrir efri stéttir. Síðan mætti aðlaga skattþrepin þessu og hafa þau 4 líka og það fyrsta skattlaust. Þetta myndi spara fé og auka einingu hægt væri að leggja niður kjararáð og nefndir og allt launakerfi yrði einfaldara. Auðvitað myndu einhverjir telja það að þeir séu svo verðmætir og beri mikla ábyrgð að þeim beri meiri laun en þetta. Þeim rökum var alla vega beitt til að réttlæta ábyrgð framsækinna útrásarmanna fyrir hið svokallaða hrun. Það er varla hægt að banna það en innleiða mætti 5 skattþrepið á laun umfram fjórföld laun. Þetta myndi losa fólk við þetta eilífa þras um laun þingmanna og samsvarandi stétta og að mínu mati er enginn einstaklingur fjórum sinnum verðmætari en annar.
11% launahækkun breskra þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2013 | 15:35
Er komin tími til að staldra við.
Er ekki aðeins komin tími til að staldra við og spyrja okkur hvort þessi stöðuga aukning sé endilega af hinu góða. Erum við ekki enn einu sinni að falla í gryfju veiðimannagensins í okkur að fyllast kappsemi fara yfir strikið og uppskera síðan timburmenn af verstu svort. Ég er ekki frá því að svo gæti verið.
EasyJet stórhuga um Íslandsferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2013 | 19:57
En bankarnir
2% af íbúðum landsins í eigu ÍLS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2013 | 14:05
Aulinn sem borgar.
Það er orðin nokkurskonar getspá á þessu heimili að glugga í útsendingar Íbúðalánasjóðs á reikningum hvers mánaðar og skoða lækkun eða hækkun hvers mánaðar. Ef það er útsala þá lækkar ef ekki þá hækkar samt finnst mér skrítið að ef gallabuxur lækka um 1000 kall þá lækkar lánið mitt um 1/2 X en þegar útsalan er búin og þær kosta aftur það sama sé ég ekki betur en lánið mitt hækki um X þannig að þessi aðferðarfræði virðist vera hönnuð til að fara upp á við en aldrei niður svo einhverju nemi.
Ég hef komist að því að eins og margir í þessu þjóðfélagi skortir mig greind til að sína ábyrgð og þetta er allt mér að kenna. Ég fór offari á árum áður keypti mér íbúð og bíl meira segja mat stundum jafnvel of mikinn mat en tel mér þó til tekna að ég keypti ekki oft nautalund. Hvað með það þó að eiginfjárhlutfall í íbúðinni hafi verið vel yfir 60% nú eða að bíllinn árgerð 1991 það er um það bil að verða fornbíll. Þetta var samt allt mér að kenna það segja alla vega fræðimenn.
Ekki hef ég síðan bætt ráð mitt svo neinu nemi því enn er ég að borga jafnvel þó mætur maður hafi sagt svo eftir væri tekið á miðlum landsins að það væri ábyrgðarleysi að borga skuld, samt hef ég ekki bætt ráð mitt og borga enn ég er því varla á vetur setjandi.
Það sem mér kannski svíður mest er að vera kallaður ábyrgðarlaus fjárglæframaður trekk í trekk af misvitrum spekingum sem margir hverjir hafa menntað sig á þeim skattpeningum sem ég hef greitt til samfélagsins og hafa framfæri sitt af því að gefa ráð sem aldrei virka og spár sem aldrei rætast.
Til að auka hugarró og sættast við ábyrgðarleysi sjálfs míns hef ég tekið upp á því að rækta úreltann skrokkinn það verður að sína þá ábyrgð að halda peningasköpunarvél ríkisvaldsins í nothæfu ástandi svo hún geti greitt í að minnsta kosti 20 ár í viðbót.
Á þeim stundum þegar verið er að efla líkamann synir hugurinn oft einhverja virkni líka og í morgun fattaði ég allt í einu að það má skilgreina hluta af því sem að ég er að borga sem útfararkostnað.
Hvernig tel ég að ég sé að borga útfararkostnað fyrir aðra. Sú skoðun er byggð á öðru atriði sem kom fram í miðlum þessa lands þegar einstaklingur var spurður út í afskriftir og sagði eitthvað á leið að þetta hefði allt verið froða og nú væri froðan farinn og spurður hvað hefði orðið um froðuna þá ef ég man rétt var einhvernvegin komist þannig að orði að hún hefði farið til peningahimna.
Hafi þessir aurar allir sem hurfu úr Íslensku samfélagi farið til peningahimna þá má líkum leiða að Íslenska hrunið hafi verið andlát peningastefnu þeirrar sem rekin var og uppgjörið jarðarför hennar. Venjan hefur verið að aðstandendur sjái um útfarir sem að þeim snúa en í þessu tilfelli finnst mér eins og að reikningurinn fyrir erfisdrykkjunni hafi verið sendur til mín og annarra landsmanna um leið og okkur er talið trú um að það sé skilda okkar að sjá um útförina og erfisdrykkjuna vegna þess að andlátið sé okkur að kenna okkur beri því siðferðileg skilda vegna misgjörða okkar til að greiða.
Kannski er það svo kannski er ég ábyrgðarlaus millistéttar auli kannski var þetta allt mér að kenna og kannski er bara sjálfsagt að ég borgi þetta.
Samt er eitt sem að mér finnst falskt í þessu öllu ég þekkti viðkomandi ekki neitt hitti viðkomandi aldrei átti enga samleið með viðkomandi var aldrei boðið í afmæli brúðkaup eða viðburði þar sem borðað var gull og kavíar slett um gólf.
Ég lifði bara mínu lífi og setti kókosmjöl á kökur á afmælisdögum stundum skrautsykur þegar mikið var borist á, grýtti aldrei kavíar kannski einni og einni kjúku þegar ég var sem reiðastur og mér var heldur ekki boðið þegar verið var að skipta arfinum eða í erfisdrykkjuna sjálfa.
Þess vegna er mér í dag illa misboðið og hugsa þeim þegjandi þörfina sem kallað hafa mig og mína líka ábyrgðarlausa og senda okkur endalaust nýja gíróseðla fyrir útförinni rétt eins og kerlingin í Kiðhús.
27 apríl er dagurinn sem að ég segi álit mitt fræði og ráðamenn gleymdu nefnilega einu Millistéttaraular geta hugsað og nú hugsum við þessum aðilum þegjandi þörfina eins og skoðanakannanir sína.
2.3.2013 | 23:32
Steinrunnin andlit. (helgar hugvekja)
Ég var í venjubundnum helgarinnkaupum þegar mér í örskotsstund fannst sem ég hefði fallið gegnum margvítt rúm tímans og hafnað í framhaldsþættinum, Gangandi Dauðir eða Walking dead á frummálinu en þar ráfa sviplaus lík um götur borga og bæja í Ameríku.
Ég var staddur í búð með fjölda fólks það heyrðist ekki neitt það var hvergi bros bara lágvært muldur og tuð glamur í innkaupakerrum og skrjáf í pappír rofið af taktföstu pípi kassana. Fólkið i röðinni var með samanbitnar varir ansaði varla þegar kassadaman bauð góðan daginn og renndi vörunum í gegnum skannann á andlitunum var kvíða og kvalasvipur meðan beðið var eftir lokatölunum, ég sá að fólk beið með að setja restina í poka ef svo skildi fara að ekki væri til peningur fyrir öllu.
Ekki langt frá togaðist eldri kona á við son sinn um pakka með kjöti "settu þetta bara með mínu mamma sagið hann" sú gamla hélt nú að hún gæti bara borgað sitt sjálf en sonurinn vann á endanum enda hefur raunveruleikinn sennilega verið sá að með því gæti hún sennilega staðið undir lyfjakaupum sínum út að minnsta kosti hálfan mánuðinn.
Skelfilegast fannst mér að sjá hvergi bros eiginlega frekar hægt að finna blæ reiði og það mikillar reiði nær undantekningalaust mátti lesa á andlit fólks þegar það sá kassastrimlana "Getur þetta verið" þegar ég svo kom út á hlað taldi ég 5 fjölskyldur sem stóðu fyrir aftan bíla sína og voru að fara yfir miðana með undrunarsvip.
Of þetta var lágvöruverslun.
Íslensk verslun er skipulögð og hönnuð eins og sláturréttir þar sem passað er að hafa flæðið hratt svo að engin hafi tíma til að skoða miðann sinn eða gera athugasemd.
Þú ert ekki búin að setja í poka áður en búið er að ryðja næsta kúnna yfir vörurnar þínar.
Þetta er engin tilviljun næsti kúnni er farin að urra á þig þannig að þú vilt ekki tefja og ferð þó þú vitir að þetta gat ekki kostað svona mikið.
Síðan þegar borið er saman þá sést að hillu og kassaverð stemmir ekki en oftar en ekki nennir fólk ekki til baka að kvarta.
Þessu hefur undirritaður margoft lent í.
Hvers vegna var þetta svona í morgun þetta fólk virtist flest vera að kaupa venjulegar vörur skyr safa jógúrt mjólk abmjólk kex bara venjulegar fjölskylduvörur, hvað olli þessu eiginleg, lægð yfir landinu eða fór fólk almennt vitlaust fram úr.
Í raun var ástandið þannig að ekki hefði þurft mikið til að einhver hreinlega missti sig yfir einhverju smáatriði og myndi atyrða afgreiðslufólkið.
Það sem að ég held að hafi valdið þessu er hinn svokallaði sykurskattur fólki krossbrá þegar það sá hækkunina á sínum venjubundnu helgar innkaupum.
Þessi skattur er eitt af því alvitlausasta sem þessi stjórn hefur gert og er þó ekki af fáu að taka ég hreinlega skil ekki stundum hvað þjóðin hefur gert þessu fólki, að það skuli hata okkur fólkið í landinu svona mikið eins og virðist vera, að það noti hver tækifæri til að gera líf okkar hér verra en það þarf að vera.
Það sem er verst að þessi skattur hefur verið prufaður og hann virkaði ekki og það var hætt við hann. Hvers vegna þurfa stjórnmálamenn okkar að taka upp alt sem ekki virkar en hafna því sem virkar. Ég bara skil það ekki.
Mér finnst síðan blóðugt að vita að svona misheppnaðir stjórnvitringar,ég undanskil ekki vitringa úr neinum flokki, vitringar sem hafa valdið fólkinu stórtjóni og óhamingju njóti tryggra eftirlauna á kostnað sama fólks og þarf að borga alla vitleysuna. Það finnst mér frekar súrt.
Ég skil að fólk brosi ekki hér frekar en í Norður Kóreu en kannski verða sett lög sem skilda fólk til að brosa annars yrði það sett í betrunarvist eins og var um þá sem ekki brostu við innsetningu þjóðhöfðingja Norður Kóreu.
Stjórn sem ætlar að klára stjórnaskrá, lög um fiskveiðar, og 70 önnur mál á þeim ca 7 dögum sem eftir lifir þings ásamt því að banna klám sem Norður Kórea hefur jú gert líka.
Stjórn með þetta starfsþrek og afl verður ekki skotaskuld úr því að skikka þjóð til að brosa svo hægt sé að segja að hér sé sko allt í lagi það séu allir brosandi út að eyrum.
Samt skrýtið að þrátt fyrir mörg loforð og fyrirheitt hefur þessi stjórn á 4 x 365 dögum ekki náð því að verja heimilin í landinu, skrítið ekki satt.
Ég er sko ekki sáttur við ástandið eins og það er en nú líður að mínum tíma það er kosningum ég mun reyna að vanda val mitt og kjósa þá sem að ég tel líklegast að geri eitthvað fyrir fólkið ekki þá sem að segjast ætla að gera það heldur þá sem að ég tel líklegast að standi við það.
Góða helgi
2.3.2013 | 22:19
Neytendavernd
Það er neytendavernd að hætta að formerkja vörur svo nú finnur maður ekki skanna nema á stangli oft virka þeir ekki og útköman var sú að nú hefur maður ekki hugmynd um hvað vara kostar og ég hef fulla t´ru á að þetta hafi valdið verðhækkunum.
Formaðurinn segir að honum hafi aldrei verið stefnt er það hrós eða ekki er það vegna mikils árangurs við neytendavernd eða vegna þess að samtökin eru svo máttlaus að þau hafa aldrei tekið á af alvöru fyrir neytendur.
Ég gekk í þessi samtök og var félagi í þeim en verð að segja að þau ollu mér miklum vonbrigðum og ég sagði mig úr þeim.
Þóra hefur rétt fyrir sér við búum í okurlandi en það er ekki eingöngu vegna vörugjalda það er líka og ekki síður vegna álagningar sem er allt upp í hundruð prósenta hvað eru verslanir að leggja á sem að geta síðan gefið útvöldum hópum 25% afslátt.
Hvað hefur til dæmis miklum sektum verði beitt vegna engrar og ónograr verðmerkinga sem eru regla frekar en undantekningar.
Kannski má segja að um sé að kenna lélegum neitendum hvað verndin er slöpp en alla vega má líka segja að ekki hafa samtökin verið með miklar herkvaðningar að mínu mati.
svo er nú það
Framsóknarmenn ræddu neytendamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2013 | 22:34
Frjáls eins og fuglinn.
Næstum flogið ég gæti stendur síðan í textanum sem vitnað er í hér að ofan.
Magnús hlytur að meina með orðum sínum að Samfylkinginn sé þá eni kostur frjalslyndra.
Samfylkingin sem að sér ekki neitt nema Evru sem lausn á öllu og það sem leysist ekki með evru leysist með ESB Ég hef alltaf haldið að frjálslyndi væri fólgið í þvi að festa sig ekki í einni hugmynd heldur vera opin fyrir öllum lausnum það er mín skoðun á frjálslyndi.
Því mun eg ekki geta kosið Samfó því hún er óralangt frá því að vera frjálslyndur flokkur ég verð líka að viðurkenna að stefna og landsfundur Sjálfstæðismanna hafa eiginlega gert mig að heimilislausum hægri manni sé átt við flokka athvarf.
En þá er það alltaf Framsókn maddam hefur oft reyns oss vel sennilega jafnoft og illa og er 50/50 nokkuð svo slæmt
Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2013 | 14:16
Verðtrygging eða ekki.
Ég hef sagt það áður og segi það bara aftur að frá mínum bæjardyrum séð er verðtryggingin ekki aðalmálið. Ég tel að allnokkrir séu líka sama sinnis þó verðtrygging verði afnumin þá koma í staðin vextir og þeir verða ekkert í lægri kantinum því það vandamál sem er tilhneiging þeirra sem fjármagn eiga til að stunda vaxtaokur breytist ekkert þó verðtrygging verði afnumin.
Það sem aftur á móti hefur gert mig afhuga verðtryggingu og einnig algjöran talsmann þess að leiðréttur verði sá forsendubrestur sem varð hér í október 2008 er það að þessi verðtrygging skuli mæla mistök lánveitenda klúður þeirra og bruðl og bæta því ofan á lánin mín.
Ef ASI hefði ekki fellt þá hugmynd að setja þak á verðbólguaukninguna meðan skellurinn hefði gengið yfir þá myndi ég glaður borga það sem mér ber. Þeir gerðu það hinsvegar ekki og að mínu viti verður það flokkað með meiriháttar stjórnunarmistökum sem gerð hafa verið í lýðræðisríkjum. Þetta hefur skapað úlfúð og misvægi það er afskrifað hægri vinstri af sumum en á öðrum hækkuðu bara lánin. Seinni hópurinn missis sitt fyrri hópurinn fær klæði sín aftur þvegin hreinsuð og nýpressuð. Þetta er að mínu mati það sem allt snýst um frekar en verðtrygginguna sjálfa það er framkvæmd hennar sem að hefur ekkert með hana að gera heldur þá sem að stjórna framkvæmdinni. Þá staðreynd er síðan reynd að fela með því að tala út og suður um vertryggingu sem verður alltaf til í einu eða öðru formi.
Ef ég lít til baka þá er það mín skoðun að hefðu þær leiðir sem að Framsókn og Lilja Móses lögðu til verið farnar í upphafi þá væri hér orðin friður og uppbygging gengi betur. En það er aldrei of seint að iðrast og lengi má böl bæta. Því miður þykir mér sem íhaldsmanni þær aðgerðir sem boðaðar eru á landsfundinum þunnar og langt í frá trúverðugar og mun ég en um sinn bíða og sjá hvernig málefni leggjast og á meðan heyra orð um mig og mína líka eins og óráðssíu fólk nú eða þá jólasveinar við hljótum að vera það ef það þarf jólasveina aðgerðir til að við fáum það réttlæti sem okkur ber.
Hafa skildi þó í huga að þessi hópur er sá hópur sem að heldur þjóðfélaginu uppi sem stendur þó í raðir hans hafi verið höggvin stór skörð. Það er það fólk sem tilheyrir millistéttinni og enn stendur í skilum með greiðslur sínar og nytir sífellt minnkandi tekjur til að kaupa aðföng til heimila sinna það er hópurinn sem að stjórnmál dagsins þurfa að fara að umgangast á annan hátt en með uppnefnum eða smáskammalækningum.
Skora á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2013 | 20:47
Eg er á móti og með verðtryggingu.
Þetta er skrítinn fyrirsögn og krefst smáútskýringa af minni hálfu.
Ég leyni ekki að ég vil leiðréttingu á breytingum sem urðu á lánum mínum vegna hrunsins. Ég krefst ekki að fá allt leiðrétt en krefst þess að tekið verði tillit til mín og minna líkra.
Við erum fólkið sem fór eftir þeim grunngildum sem að giltu í þjóðfélaginu eða sem að við héldum að giltu og tókum lán og byggðum okkar líf miðað við þær forsendur sem að gefnar voru út að réttar væru af þeim sem réðu hér málum.
Ég krefst þess að standa jafnfætis þeim sem að settu sparnað sinn í peninga og innistæður í bönkum til að fá vexti sem voru úr öllu samhengi við raunveruleikan og mér sé ekki refsað fyrir að leggja sparnað minn í áþreifanleg verðmæti en ekki froðu.
Ég er hinsvegar til í að falla frá þessari kröfu ef að þeir sem fengu innistæður sínar bættar verða krafðir um endurgreiðslu á því sem umfram var lögbundna innistæðu tryggingu enda er þá jafnræði á milli okkar á ny.
Með þeirri tryggingu og síðan að halda ekki hrunáfallinu utan við vísitöluhækkanir lána var þegnum þessa lands gróflega mismunað þannig að aldrei mun um heilt gróa meðan ekki er leiðrétt.
Þessi mismunun er undirrót öldunnar í þjóðfélaginu ekki hatur á verðtryggingunni að mínu mati.
Flestir Íslendingar vita allt um verðtryggingu þegar undirritaður tók sitt verðtryggða húsnæðislán þá var ekki tekið mark á einhverri lánaáætlun frá fjármálastofnun það var reiknuð verðbólga síðustu ára og bætt í til að hafa borð fyrir báru.
Það gerðu líka margir aðrir einmitt þeir sem eru nú eins og áður að greiða af skuldum sínu.
Þetta eru þeir sem skildir voru eftir.
Þetta eru þeir sem kallaðir eru óráðsíufólk sem að ekki vill borga skuldir sínar.
Þetta eru þeir sem fjárfestu í áþreifanlegum verðmætum eins og eigin húsnæði.
Þetta eru síðan þeir sem eiga að bera skaðann og borga hrunið.
Það er það sem að ég mótmæli ekki verðtryggingunni, hún sjálf er ágæt til síns brúks því það er bara eðlilegur hlutur að fólk borgi það til baka sem það fær lánað með eðlilegum rentum.
En að til sé kerfi sem að mælir afglöp lánveitenda og lætur lánþega bæta það það er bara of súrt til að kyngja jafnvel fyrir kerfishollan mann eins og undirritaðan en það er ekki kerfinu sjálfu að kenna. ´
Sökin er þeirra sem stjórna kerfinu.
Þannig að eg hef ekkert á móti verðtryggingu ég er meira að segja fylgjandi henni því yfir langan tíma jafnar hún út greiðslubyrði.
Ég tel líka að neytendum sé treystandi til að ákveða sjálfir hvort þeir taki þannig lán eða ekki.
Vandamálið er hinsvegar það sem að gert var og ekki gert í árslok 2008 og það hefur ekkert með verðtryggingu að gera aðeins misvitra einstaklinga eiginhagmunasemi og mistök að mínu mati.
Það er síðan eitt en sem að gæti fengið mig til að falla frá því að þær verðbætur sem féllu á lán mín við hrunið yrðu leiðréttar. Það væri það að þeir sem að taldir eru bera ábyrgð á hruninu myndu vinna þegnskylduvinnu fyrir 'íslenska þjóð jafnlengi og ég er að greiða niður verðbæturnar.
það sem er í gangi í dag en pólitíkusar skilja ekki er það sem að Þorgeir Ljósvetningagoði vildi forðast forðum. það er að lögin hafa verið slitin sundur og þá er friðurinn farinn líka og hann næst ekki aftur fyrr en sárin hafa verið grædd.
Krefjast fundar um verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2013 | 20:00
Þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur skattur
I fréttinni segir
"Þetta er dýrt þangað til lífeyrissjóðirnir taka verulega stóran hluta af kostnaðinum eftir því sem frá líður. Við erum að skoða að breyta frumvarpinu þannig að það verði ekki eins þungt í greiðslum.
Hvet fólk líka til að lesa þetta og það sem þar er sagt um að lífeyrissjóðir munu taka yfir greiðslur Trygginarstofnunar hægt og rólega http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/17/skerdingar_laekkadar_a_4_arum/
Ég sé ekki betur en að hér komi fram alveg svart á hvítu að Lífeyrissjóðirnir séu að axla byrðar ríkissjóðs lifeyrisgreiðslur eru því ekkert annað en skattur og eiga þegar að flokkast sem slíkur í samanburði við önnur lönd og þá er samanburðurinn dálítið öðruvísi en hefur verið í fréttum.
Ný hugsun í almannatryggingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |