Skrítnar aðgerðir

Fyrir þá sem að nenna að lesa annað en það sem er matreitt ofan í okkur verða þessar refsiaðgerðir skrítnari og skrítnari.
Bandaríkjamenn sögðu strax að þeir hefðu sannannir, þær hafa ekki verið sýndar enn.
Rússar komu með myndir sem hafa fengið ótrúlega litla umfjöllun en þær benda á aðra atburðarrás en vestræðnir fjölmiðlar dæla ofan í okkur. Andstuttir fréttamenn gefa í skyn að illa sé farið með líkin möguleiki sé á að svörtu kassarnir séu skemmdir og margt annað sem síðan er hrakið í litlum undirmáls fréttum, en engar sannannir höfum við séð enn. Síðast sagði USA að þeir hefðu sannanir um að Rússar hefðu ætlað að selja aðskilnaðarsinnum vopn en af hverju sína þeir þá ekki eitthvað af öllum þessum sönnunum.
Þetta er eiginlega farið að bera keim af einhverju allt öðru en mannkærleika og réttlætis ást og orðið jafn pínlegt á að horfa og leitina að efnavopnum Saddams sem aldrei hafa fundist og því innrásin í Írak byggð á lygum og þeim vestrænum. 
Það er ótrúlegur tvískinnungur finnst mér að hin sömu ríki og hafa skilgreint aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem  hóp sem ekki má styðja vegna þess að hann er eitthvað mikið verri en allir aðrir andspyrnu hópar, þau hin sömu ríki studdu hið svokallaða vor og sendu vopn í allar áttir vor sem að breyttist í vetur og síðan selja þau öllum sem vilja bylta Assad vopn sem flest lenda sennilega hjá ISIS samtökunum.
Nefnum svo ekki hverjir styðja hvað á Gasa. Verst af öllu er þó undirspil og einhliða fréttaflutningur metnaðarlausra fjölmiðla.

Ég hef hingað til verið talin frekar hallur undir kapítalisma og vestrið en það er óðum að breytast eftir því sem að maður fylgist betur með og verður  meira bit á hvað í raun stór hluti heimsins flytur með. Fyrir mörgum árum ekkert svo fjarri þessum tíma árs héldu gagnrýnislausir fjölmiðlar þess tíma trúir stjórnvöldum því fram að ríki eitt væri sífellt með skærur á landamærum annars að lokum var það nóg ástæða til að rúlla yfir landamærin og heimstyrjöld var hafin. Erum við virkilega gjörneydd langtíma minni ég eiginlega held það.

En ég tel að allir þar á meðal fölmiðlar og misfærir pólitíkusar ættu bara að bíða rólegir þangað til að rannsókn er lokið. Það þarf ekki lengi að leita á netinu til að finna blaðamanna fund sem að Rússar heldu þar sem kemur fram að Úkraínsk orrustuflugvél hafi verið skammt frá vélinni um það leiti sem að þessi atburður varð. Ekki er ég sérfróður en ég sé ekki betur en að á myndum af flakinu séu skotgöt og þau inna á við en eins og ég segi þá er ég ekki sérfóður um svona mál en tel að það eigi að bíða hlutlausrar rannsóknar á því hvað skeði í raun en ekki að nota þennan atburð í pólitískum tilgangi.  


mbl.is Rússar beittir refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki fjölmiðla.

Þetta sorglega mál hefur leitt í ljós að mínu mati tilvistar vanda nútíma fjölmiðlunar sem að miklu leiti virðist vera fólgin í því í dag að reyna að skapa söguna í stað þess að segja frá henni og greina hana. Það væri til dæmis verðugt verkefni fyrir fjölmiðlun að fræða okkur á því hvaða sérþekkingu eftirlitsnefnd ÖSE hefur um flugslys og greiningu þeirra.

Hægt væri að benda á dæmi um þetta í fréttum af þessum hörmungar atburði en viðkomandi er þeirrar skoðunar að það eigi að biða niðurstöðu færustu sérfræðinga áður en nokkur dómur er felldur og að svona atburði eigi að umgangast með hógværð og virðingu. 


mbl.is Segja skrokk MH17 götóttan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsið og sambandið

 

Það má greinilega ekki segja allt í löndum ESB þetta eru þó sennilega afmarkaðar skoðanir, ennþá

„Auðvitað má fólk segja það sem það vill en ég vil að það sé al­veg ljóst að fólk sem breiðir út þessi viðhorf er ekki vel­komið í land sem er hluti af Evr­ópu­sam­band­inu,“ sagði Rinkvics enn­frem­ur


mbl.is Bannað að koma fram í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að syna fordæmi.

Cameron segir.

"Hann segir að ef það verði staðfest að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi skotið hana niður beri rússnesk stjórnvöld ábyrgðina"

Það er alveg rétt hjá Cameron en hann ætti að hafa í huga að á sama hátt bera þá vestræn stjórnvöld  ábyrgð á dauða Palestínumanna sem að falla á Gasa, uppgangi  Isis samtakana og mörgu öðru sem er síst betra og jafnvel verra en Úkraína og þau hafa stutt svikalaust. Telji menn að ég hafi rangt fyrir mér með ISIS samtökin þá hef ég bjargfasta trú á að vopn þeirra séu komin frá stuðningi vesturveldanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi og sé svo þá bera vesturveldin ábyrgð á morðum þeim sem ISIS hafa framið samkvæmt því sem Cameron segir sjálfur. 

Síðan en ekki síst þá er það mitt álit að vestrænir leiðtogar hafi verið ansi duglegir við að efla þessi átök sem eru farin að minna á aðdraganda fyrri heimstyrjalda. Því miður held ég að ástæða þess sé ekki mannkærleikur heldur eitthvað annað.

En horfi maður framhjá þessum hörmulegu atburðum og bara á fréttaflutning af þeim, er umhugsunarvert hvað orðið hryðjuverkamaður er orðið fréttamönnum tamt það er allt orðið hryðjuverk.
Sá sem að ver börnin sín lífskoðanir og fjölskyldu en er ekki sammála því sem að stórveldi vestursins vilja viðskiptalega og stjórnmálalega hann er umsvifalaust flokkaður sem hryðjuverkamaður af vestrænum fjölmiðlum og pólitíkusum án nokkrar greiningar á málinu.

Ef Cameron og aðrir vestrænir leiðtogar vilja að aðrir sýni ábyrgð ættu þeir að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta afskiptum af öðrum ríkjum sjálfir, þá yrði heimurinn skjótt aldingarðurinn Eden á ný. 

Við höfum nefnilega ekki verið neinir eftirbátar annarra í að skipta okkur af stjórnarfari og breyta því í öðrum ríkjum en skýrum það gjarnan nöfnum með tilvísun í eitthvað eins og vor, þó það þíði í raun hálfgerðan frostavetur fyrir íbúana eftir að við höfum lokið okkar afskiptum af stjórnarfarinu.


mbl.is Vill herða refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin er.

Hver keypti hlutinn, það er stóra spurninginn. Einhvernvegin grunar mér að svarið sé Lífeyrissjóðir því miður.
mbl.is Framtakssjóðurinn selur allt sitt í N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðrembudyrið

Ég verð að viðurkenna það að þessi grein veldur mér vonbrigðum hefði átt von á henni af hendi annarra Íslenskra fjölmiðla en mbl, ekki vegna pólitíkur heldur vegna vandvirkni. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar.

Það er fjallað um hatursáróður Rússneskra fjölmiðla

" og hatursáróðri um hræðilega glæpi úkraínskra fasista gegn saklausum borgurum sem eiga sér rússnesku að móðurmáli"

Hvað með vestræna fjölmiðla  vestrænir fjölmiðlar virðast í raun vera í hlutverki sögumanns Úkraínskra og vestrænna stjórnvalda í þessu máli að mínu mati.
Ekkert er fjallað um þá fullyrðingu að skothríðin á torginu hafi í raun verið á vegum núverandi stjórnvalda ekkert fjallað um það að lokað hafi verið fyrir vatn og í hvert sinn sem að einhver úr röðum núverandi andspyrnu er myrtur er ekki um Úkraínubúa að ræða heldur aðskilnaðarsinna sérstaklega notað sennilega til að reyna að mynda ekki tenginu við að það sé verið að skjóta fólk.

Í raun er sem mbl hafi stígið til baka aftur til 68 með þessari frétt, ég i fáfræði minni átti von á dypri greiningu máls sem að gæti í raun verið undanfari þriðju heimstyrjaldarinnar.

Ef kenninginn er síðan rétt að Pútín þurfi á þessu að halda til að hressa efnahaginn þá skulum við muna að Obama leiðir ríki sem er sennilega meir á hausnum en Rússar og þarf þá líklega á stríði að halda til að rétta við fjárhaginn og það er svolítið merkilegt að Nato erbúið að senda herlið til Póllands og Balkanlanda.  S&P fellir samt seint lánshæfismat USA vegna tengsla. Enda myndi stríð bæta hag þess og eg er nokkuð viss um að hergagnaframleiðendur eru ekki mótfallnir stríði. 

 

 


mbl.is Á baki þjóðrembudýrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velta í öldrunarþjónustu.

Mér eins og fleirum þykir vont að heyra að verið sé að fjötra niður fólk á elli og hjúkrunarheimilum sumir segja vegna manneklu aðrir að það sé svo fólk fari sér ekki að voða svo er sagt að þetta sé gert með samþykki aðstandenda. Ég hef ekki þekkingu til að leggja dóm á hvað er rétt eða rangt og hvað skal gera í svona málum en tvímælalaust á að rannsaka þetta ekki með einhverjum stýrihóp sem tekur sér kjörtímabil í rannsóknina heldur hóp sem afgreiðir málið á skömmum tíma ekki ætti heldur að vanta löglærða sem vilja gæta velferðar Íslenskra gamlingja miðað við fréttir af manngæsku þeirra fyrir hönd þeirra sem minna mega sín undanfarið og saksóknari hlýtur að líta á þetta mál.

Það er þó einkum tvennt sem að ég hegg eftir í þessari frétt það eru eftirfarandi málsgreinar.

„Það má leiða að því líkur að fólk sem kemur á hjúkrunarheimili er alltaf veikara og veikara, það er staðreynd. Þegar ég kom hingað 2006 var meðallegutími á hjúkrunarheimili þrjú ár, nú er það rétt rúmlega tvö,“ 

Hefur verið skoðað hvort að þetta er vegna þess að fólk er veikara eða einfaldlega meira um dauðsföll vegna verri þjónustu.

"Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í lok síðasta árs kom fram að 90 af 200 heimilismönnum hjúkrunarheimilisins Grundar hafi látist á einu ári, sem bendir til að svipuð velta sé á fleiri hjúkrunarheimilum"

Er farið að líta á eldri borgara sem hagstærð í veltu einkarekinna dvalarheimila eru þeir bara orðnir mánaðarlegir tékkar sem gerð er krafa um arðsemi allt að 20 % sem hefur verið nefnt sem ásættanleg ávöxtun á fjármagni. Ég spyr því þetta er í fyrsta sinn sem að ég sé fráfall eldra fólks flokkað sem veltu í rekstri.


mbl.is „Fjötrum“ beitt í öryggisskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvers vegna eru lög og regla"

Var það ekki einhvern veginn svona sem Bubbi söng ef ég man rétt. Sumir segja að þetta sá bráðnauðsynlegt bann kanill drepi, aðrir segja að þetta sé bull og vitleysa til að deyja úr kanil eitrun þurfi að éta fjall af kanil. En af hverju er þá ekki kanill bara bannaður það hlýtur að vera jafn hættulegt að setja kanil sykur út á grjónagrautinn og jú lög og regla eiga að vernda okkur er það ekki.

Ein er þó sú spurning sem leitar á mig og hún er.
Hvers vegna er heimurinn ekki orðin fullkominn ?

Hann ætti að vera það fræðingar eru búnir að bjarga öllu með því að  banna og setja reglur um allt sem þeir telja valda skaða.
En heimurinn hefur ekkert breyst er það af því reglurnar virka ekki, bönnin eru bull eða ástæðan fyrir þeim, ekki veit ég það enda bara svokallaður millistéttarauli og als ekki H-menntaður.

Eitt er þó verndað út yfir gröf og dauða bæði frá bönnum og regluverki en það er fjármagnið og eigendur þess, gangvart því kikna hné reglugerðapésana og þeirra H-menntuðu eins og væru ungmeyjar á rokktónleikum fjármagnið veldur þá mannfólkinu og heiminum meiri skaða en kanill held ég.

Ég sjálfur ætla að setja kanil sem fyrr út á grjónagrautinn og verði kanilsnúðar bannaðir þá baka ég þá sjálfur ef mig langar í þá.

Það er nefnilega að mínu mati ekki spurning um að lifa heldur hvernig maður lifir og hvort maður hefur gaman af því og standi spurningin um 70 skemmtileg ár með kanil eða 90 leiðinleg ár án kanils þá held ég að svarið sé augljóst.

Er ekki foræðishyggjan orðin svo mikil að hún er farin að snúast upp í andhverfu sína eftir því sem óframkvæmanlegum boðum og bönnum fjölgar svo dregur úr virðingu fyrir þeim og þar með einnig þeim framkvæmanlegu og nauðsynlegu og þannig hnignar þjóðfélögum.

 


mbl.is Kanilsnúðarnir í hættu í Danmörku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir nyju launagreiðendur

"Stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau séu tilbúin til að gera breytingar á skattþrepum til að boðuð skattalækkun nýtist betur þeim sem eru með lægstu launin."

Í þessari setningu kristallast að mínu mati algjörlega nýr fáránleiki í hinu Íslenska þjóðarleikriti, atvinnurekendum og ASI hefur í kjarasamningum um langan tíma tekist að snúa málunum þannig  að samningar hafa snúist að mestu leiti um hvað ríkið ætlar að gera. Núna hafa þeir fundið alveg nyjan flöt á samningum það er að sækja launahækkanir í vasa annars launafólks.

Gylfi sagði sjálfur í gær að það gæti liðkað fyrir samningum að smá kjarabót sem millistéttin fékk í formi skattalækkunar yrði tekinn af henni og færð þeim lægst launuðu. Það er þá opinber staðreynd að ASI er ekki fulltrúi millitekjufólks í landinu og millitekjufólk þarf að gera sér grein fyrir því. 

Samningar snúast um að taka þær litlu skattalækkanir sem millitekjufólk fékk og nýta þær til að hækka laun lægst launuðu þó að þetta sé ekki mikil upphæð á fólk í lægri skala millitekjufólks þá munar um hverja krónu og eins fyrir láglaunafólk en þeirra kjarabót á að koma frá atvinnurekendum en ekki öðru launafólki.

Ég spyr mig hvers vegna stjórnvöldum ASI og atvinnurekendum er svona illa við millitekjufólk því þeim er er það annað er ekki að sjá.
Það má ekki viðurkenna að það hafi í raun verið stolið af þeim með því að leiðrétta stökkbreytt lán alla vega ekki þeim sem enn ná að borga
Það má ekki lækka skattþrep um örprósentu til að rétta hlut þess og það er fleira hver silkihúfan kemur nú fram og sefi að þetta sé ekkert sem fólki munar um en samt er þetta upphæð sem á að bjarga öllu allt frá fjárlögum til kjarasamninga,

Það er komin tími á að millistéttin stofni sitt eigið afl það er enginn sem að ver hagsmuni þessa hóps

 

 

 


mbl.is Umræða um fjárlög hefst kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt spurning

þessi spurning er í raun alveg réttmæt því það eru ekkert allir sem að njóta þessarar uppbótar þar sem hún er tengd vinnutíma og öðrum atriðum. Þannig að það má alveg spyrja þessarar spurningar. En er ekki aðalspurningin um framfærsluviðmið hvort að þau eru ekki of lág þannig að til að friða samviskuna um jólin sé borguð desemberuppbót til að þeir sem ekki þurfa að lifa við þessa innkomu geti skóflað í sig sínum eigin jólamat fullvissir um eigin góðsemi.

Síðan er það spurningin og fullyrðingin um að atvinnuleysi sé í raun orðin atvinna margra vegna góðrar innkomu í stéttinni þannig að fólk sé almennt hætt að vilja launavinnu. Leiðir það okkur ekki að aðalspurningunni eru lægstu laun á Íslandi ekki skammarlega lág og það í alþjóðasamhengi þriðji heimurinn meðtalinn.

Í raun eiga allar þessar spurningar rétt á sér svör eru síðan sennilega jafnmörg og svarendur.


mbl.is Desemberuppbót fyrir unnin störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband