22.6.2010 | 23:43
Dagur er að kvöldi komin.
Ég tel að öllum sé það ljóst að dagur sé að kvöldi komin hjá þessari ríkisstjórn og fátt annað eftir fyrir hana en að leggjast örþreytta til svefns. Starfsliðið er orðið örþreytt og talar orðið út og suður.
Það er rétt hjá félagmálaráðherra að dómurinn skapaði ekki raunverulega peninga en eru þau verðmæti sem að þessi dómur skapaði eitthvað óraunverulegri heldur en þau verðmæti sem að hrunið skapaði fyrir suma ímynduð verðmæti sem að nú eru innheimt af fullri hörku sem raunveruleg væru..
Frá mínum bæjardyrum séð skapaði hrunið ímynduð gerviverðmæti mynduð við aðstæður sem að leikstjórar hrunsins sköpuðu sjálfir þessi gervi verðmæti vilja stjórnvöld að ég borgi af fullum þunga en gerviverðmæti sköpuð með dómi Hæstaréttar eiga að vera áfram gervi verðmæti. Er það vegna þess að þau verðmæti lenda hjá Jóni og Gunnu en ekki séra Jóni og hans fjölskyldu.
En þau gervi verðmæti sem að hrunið skapaði vilja stjórnvöld og bankastofnanir innheimta sem raunveruleg verðmæti af baki mínu og annarra.
Það kann að vera það er ótímabært, það skiptir máli, við þurfum að setja upp, ég sé ekki að þetta breyti neinu, skipuð hefur verið nefnd eru orð sem eru búin að hljóma í eyrum okkar nú í tvö ár og velflestir landsmenn eru búnir að fá upp í kok af að heyra. Það er það eina sem hefur verið gert er að tala að mati okkar sem að ekki álíta tilsjónarmenn og lengingu á snörunni aðgerðir.
Ég er einn af þeim heppnu ef svo skildi segja þannig að ég tóri en það breytir því ekki að ég get á engan hátt sætt mig við að búa við það óleiðrétt að einhverjir geti hirt ævi vinnu mína með aðgerðum sínum og komist upp með það. Það bara gengur ekki upp.
Ég er sammála Árna um að það þurfi að taka eitt skref í einu en mikið vildi ég að Jóhönnustjórnin væri byrjuð að labba en ég er þeirrar skoðunar að hún sé ekki en búin að taka eitt skref í átt að réttlæti í þjóðfélaginu.
Ég mæli með að stjórnin skelli sér bara í háttin og láti öðrum eftir þrifin hún er ekki fær um þau.
![]() |
Dómurinn skapar ekki peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2010 | 19:28
Að endurhanna lögbrot.
Það getur ekki annað en flogið um hug minn þessa stundina þegar ég les greinar og ummæli margra að sú fjárfesting sem að fjármálafyrirtæki lögðu í í prófkjörum sé að margborga sig núna og kannski það hafi alltaf verið planið því að fátt hefur breyst síðan að bóndi mælti "Komdu hérna Kiðhús minn kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn".
Mér finnst Þór ásamt örfáum öðrum mæla af einhverri skynsemi í þessu máli sem er í raun sáraeinfalt það voru framin lögbrot og það er búið að dæma í því. Mér finnst grátlegt hvað margir af þeim sem að eiga að vera sverð og skjöldur landsmanna virðast nú eiða allri sinni orku í að endurhanna kerfið svo að lögbrotið verði löglegt en það verður aldrei löglegt eina sem að bætist við verknaðinn með þessum aðgerðum ef gerðar verða er siðleysi en það virðist vera jafnalgengt og hrossapestin þessa dagana.
Mér finnst vanta í umræðuna hvað á að gera við lögbrjótana því að það hljóta að vera viðurlög við því að fremja lögbrot alla vega var í einni frétt í dag sagt frá kjötlærisþjófi sem féll 18 mánuði, hann var jú síbrota maður en hvað eru 44.000 ólöglegir samningar (séu tölur í fréttum réttar) annað en síbrot ég bara spyr. Hvað fengi sami maður fyrir að stela 44000 lærum.
Það er þessi vöntun sem að mér finnst athyglisverð það talar engin um viðurlög við glæpnum en allir tala um hvernig sé hægt að níðast betur á þolandanum svona eins og að löggimann komi að þjófi og segi honum að það sé ólöglegt að fara inn um stofugluggann en hann skuli nú hjálpa honum að finna klósettgluggann þar geti hann farið löglega inn því að það taki lengri tíma að bera út dótið þá leiðinni og kannski hafi íbúinn eignast eitthvað meira í millitíðinni sem mætti þá taka líka.
Nei þeir sem að bjuggu til þessa lánapakka þeir sem að vissu að þeir voru ólöglegir og gerðu ekki neitt þeir eiga þegar að segja af sér eða vera reknir ella og ég tel að þeir eigi að mæta fyrir dómi lögbrot er refsivert. Síðan þarf að taka þá skóla sem að virðast hafa menntað það fólk sem að hefur stjórnað þessum málum hér og setja upp siðferðisbraut við þá. Við þá braut á ekki að ráða kennara menntaða við sömu menntastofnanir heldur sækja kennara á Grund og Hrafnistu fólk sem að enn man hin gömlu gildi sem að gerðu Ísland sérstakt.
En ég get ekki varist því eins og ég sagði hér að ofan að mér finnst fjármálastofnanir hafa fjárfest vel í fortíðinni og eins og Mikligarður auglýsti "mikið fyrir lítið". Hvers vegna segi ég það Jú það hefur tekið 2 ár að reisa skjaldborg um heimilin 2 ár og ekkert skeð það tekur ekki 2 daga að kalla ríkisbatteríið saman til að reisa skjaldborg um fjármálafyrirtækin og smíðin er þegar byrjuð. Af hverju eru þeim bara ekki settir tilsjónarmenn eins og almúganum. Ég skil það ekki.
Nú ættum við Íslendingar það er þeir okkar sem er annt um landið og nágranna okkar að muna það að 24 Júní kemur Alþingi saman við gátum mætt þar vegna umræðu um áfengissölu í matvöruverslunum eigum við ekki að sýna það að við getum líka mætt þar þegar þörf er á því eins og núna. Það spáir vel og við erum mörg í sumarfríi ekki satt og mörg eiga ekki fyrir bensíni út úr bænum en fyrir strætó niðri í bæ er bara ekki tilvalið að skreppa í bæinn þann 24 og fá sér ís.
![]() |
Hættulegt aðgerðaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2010 | 16:19
Eru svona ferðir gagnlegar.
Þingmaðurinn telur það. Er það gagnlegt að tala niður forsetan ekki er ég fylgismaður hans en það verður að viðurkennast að hann gerði okkur meira gagn með því að synja ólögunum heldur en ríkistjórnin hefur gert allan valdatímann. Þannig að ég tel ekki gagnlegt að fara sérstakar ferðir til að gera lítið úr þeim vilja þjóðarinnar sem kom fram í atkvæðagreiðlunni um ólögin.
Síðan kemur fram að þingmennirnir verði utan í fjóra daga það væri gaman að vita hvort þeir verði komnir heim fyrir þingfund þann 24 eða hvort þeim þykir meira áríðandi að fullvissa erlend þjóðríki um greiðsluvilja sinn því að hér er um að ræða greiðsluvilja þeirra ekki minn.
Ég tel enn að mér beri engin skilda til að borga skuldir einkafyrirtækis og en síður einkafyrirtækis sem uppvíst hefur orðið að því að dótturfélög þess hafi brotið lög á Íslenskum neytendum.
Íslenskir neytendur og þegnar virðast ekki skipta þingmenn okkar miklu máli þessa dagana að mínu mati og það er grátlegt að sjá hvað þeir sem kosnir voru í forsvar fyrir okkur eru lélegir til starfans.
Það er síðan skrítið að fólk i opinberageiranum virðist ekki geta skipts á þekkingu nema augliti til auglitis við í einkageiranum notum síma og tölvupóst óspart til þess.
![]() |
Bætir skaða forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 20:56
Ég spyr
Er viðkomandi þingmaður ekki í meðlimur í þeim flokkum sem að ráða hér og annar þeirra réði hér fyrir hrun líka. Það eru því hæg heimatökin til góðverka þeim musterum réttlætis og jafnaðarmennsku sem að hér ríkja þessa dagana. En mér hefur fundist vanta upp á viljan til aðgerða.
Ég spyr því hvað tefur ágætan þingmann og flokksfélaga hana í því að hefja nú góðu verkin skildi það vera útsýnið til Brussel sem að öllu á að bjarga. Það útsýni er hins vegar af sama toga og hillingar eru þyrstum manni í Sahara það er hillingar og ekkert annað og sé of lengi stefnt í átt að þeim geispar viðkomandi golunni af þorsta. Það er betra að leita bjargar þar sem að maður er staddur og með það sem er í hendi heldur en í hillingum fjarskans.
Það á að læra af verkum fortíðar og vinna að draumum framtíðar þó menn greini á um hverjir þeir eiga að vera. En það eru verkin í núinu sem að skipta máli í dag.
Fortíðin er liðin og framtíðin óskrifað blað.
![]() |
Endurmeti húsnæðislánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 15:19
Sátt um hvað
Mér finnst vanta í umræðu um það hvernig á að bregðast við gagnvart þeim sem að bjuggu til þessi lán og lánuðu þau hvöttu jafnvel til þess að þau voru tekin. Þarf ekki að ræða það hvort að það fólk sé rétta fólkið til að starfa áfram við fjármálagjörninga það er þau sem að það gera. Ég spyr sjálfan mig að því. Ég hef enga trú á því að Íslendingar séu svo illa af Guði gerðir að þeir vilji heldur að allir sökkvi í dýið heldur en að una nágranna sínum þess að fá réttlæti. Það féll hér dómur um að ákveðin hluti samnings væri ólöglegur samningunum var ekki rift að öðru leiti eftir því sem að ég skil best. Þetta verðum við hin bara að sætta okkur við og sækja sjálf réttlæti okkur til handa í stað þess að einbeita okkur að því að koma óréttlætinu aftur á bak nágranna okkar. Ég vil trúa að við höfum þroska til þess en látum ekki afvegaleiða okkur í umræðunni. Hvaða sáttaleiðir hafa þessi fyrirtæki og stjórnvöld boðið viðkomandi einstaklingum? Jú lengri snöru og tilsjónarmenn og svo eru menn hissa á að það sjóði í pottinum nógu lengi er búið að kynda án þess að taka lokið af.
![]() |
Skapi þjóðarsátt um lánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 12:10
Ég vil leggja orð í belg.
Ég er alveg bit á málflutningi fólks um þessar mundir og þá ekkert frekar því sem kemur fram í þessari grein heldur en öðrum, það sem er viðrað hér hefur í einu eða öðru formi komið fram hjá fólki úr öllum flokkum
Ég vil taka það fram að ég er einn af þeim sem er með verðtryggð lán þannig að það sem á eftir fer er ekki vegna neinna hagsmuna í mína þágu nema síður sé.
"Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr á heimasíðu sinni í dag hvað verði um þá Íslendinga sem eru með verðtryggð lán nú þegar útlit er fyrir að lánaskuldbindingar þeirra sem tóku gengistryggð lán eigi eftir að minnka verulega."
Svo mælir háttvirtur þingmaður já hvað verður um okkur hina er það ekki einmitt starf hans og annarra sem að sitja á Alþingi að gæta þess að við njótum sanngirnis og réttlætis í þessu þjóðfélagi einnig þeir sem eru með verðtrygg lán
Það er nefnilega svo að þeir sem tóku erlend lán leituðu til dómstóla lánin eru ólögleg þannig að á þeim var framin glæpur það hefur ekkert með okkur sem að erum með verðtryggð lán að gera og okkar staða er ekkert betri eða skuldbindingar lægri þó lögbrotið sé látið standa.
Ennfremur segir.
"Ýmsir og það sennilega þeir gætnustu tóku verðtryggð lán. Hvers eiga þeir að gjalda? Staða þeirra verður sýnilega miklu lakari en þeirra sem tóku gengisbundnu lánin. Þetta á klárlega við um bílalánin og væntanlega líka um önnur lán sem voru bundin sams konar skilmálum. Það gæti til dæmis átt við um íbúðalán; sum að minnsta kosti, skrifar Einar."
Ég er búin að velta þessari algengu mýtu fyrir mér og tel hana alranga Þeir sem mest pældu í hvaða lán væru best og unnu þannig heimavinnuna sína tóku erlendu lánin því að þeir voru að reyna að vinna sér og sínum í haginn.
Við sem tókum ekki erlend lán gerðum það sennilega flest vegna þess að við erum eldri og lífið hefur kennt okkur að það er ekkert að marka þá sem að sitja niður við Austurvöll og þeim ber als ekki að treysta ekki heldur fjármálafyrirtækjunum. Að treysta þessum aðilum var ógæfa unga fólksins.
Einstaklingarnir við Austurvöll ættu líka að velta sjálfum sér fyrir sér og þeirri staðreynd að stærstur hluti þjóðarinnar treystir þeim ekki og mín skoðun er sú að ótrúlegur fjöldi fólks hreinlega alt að þvi fyrirlíti þá. Skoðun fólks á fjármálageiranum og þeim sem þar starfa er síðan ekki prenthæf
"Einar segir ljóst að dómur Hæstaréttar muni greiða úr vanda margra sem sé vel en um leið muni hann magna upp gríðarlega reiði, ef sá hluti almennings sem er að sligast undan verðtryggingunni, fær ekki ámóta leiðréttingu. Þá fyrst munum við sjá reiði almennings brjótast út. Það sem við höfum séð af slíku hingað til, verður hreinn barnaleikur í samanburðinum.
Ég vona að háttvirtur þingmaður beiti sér fyrir leiðréttingu en bið hann að fyrirgefa mér trúleysi mitt á því að hann geri það. Trúleysið byggi ég meðal annars á hlustun minni á samflokksmanns hans Pétur Blöndal (fé án hirðis) aðrir starfsmenn við völlinn virðast líka vera getulausir til þessara verka og verða það eitt úr verki að tala og það mikið um lítið. Háttvirtum þingmönnum er einmitt í lófa lagið að laga þetta þeir hafa völdin þeir hafa tækin en getuna virðist vanta.
Það sem að ergir mig mest í þessu er eftirfarandi.
Maður eftir mann kemur og blandar saman óskildum málum og það versta er að það sem verið er að gera og það viljandi að mínu mati er að etja saman þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar og rökin eru þau að það sé betra að allir búi við óréttlæti heldur en að einhverjir nái fram réttlæti. Mál fólks með vertryggð óréttlát lán eru önnur en mál fólks með ólögleg lán.
Þetta er eins og að einhver kæmi að hópi drukknandi fólks svo vill til að það er smá spýta sem að getur bjargað helming hópsins Það er rifist um hvort að það eigi að henda henni út í eða ekki þangað til hluti hópsins er sokkin undir yfirborðið þá nær einhver að krafla sig í spýtuna og koma þá hefjast umræður um hvort að eigi ekki að taka spýtuna af fólkinu því það sé jú óréttlátt gagnvart þeim sem að spýtan nær ekki til að bjarga þeim sem hún nær til. Um þetta er karpað þangað til allir eru sokknir nokkurskonar Titanic.
Þó að ég fái enga leiðréttingu samgleðst ég þeim löndum mínum sem að réttlætið nær til og vina að sem flestir fái einhverja úrlausn á sínum vanda.
Ég lít höfði til að votta þeim virðingu sem hafa misst allar sínar veraldlegu eigur vegna viljaleysis þeirra sem að fyrir löngu áttu að vera búnir að leysa þennan vanda og við skulum ekki gleyma því að margir hafa glatað meiru en veraldlegum verðmætum.
Sé það síðan rétt sem að sagt er að ekki hafi alltaf verið farið lögformlegar leiðir í vörslu og eignasviptingum þá er það annað og alvarlegra mál og ekki um annað að ræða en að sækja þau mál af fullri hörku.
Fyrr en einhvert réttlæti nær fram að ganga verður Ísland aldrei samt og sama hvaða súpa er soðin úr því hráefni til að búa til eitthvað nýtt Ísland verður hún alltaf óæt.
![]() |
Hvað með fólkið með verðtrygginguna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2010 | 23:44
Fresta en hætta ekki
Dæmt hefur verið að eitthvað athæfi sé ólöglegt og þeir sem framkvæmdu verknaðinn ætla að gera hlé á honum það er ekki hógværðinni fyrir að fara á þessum bæjunum eða þá iðrun. Hvað ætla þessar stofnanir að gera gagnvart þeim sem hafa glatað öllu sínu eða þeim sem mistu vonina og gripu til örþrifaráða ekkert sennilega. Þeir hætta ekki að senda út greiðsluseðla vegna ólöglegra lána bara fresta því og ekki stendur til að gefa neitt eftir eins og segir í fréttinni.
"Fram kemur í tilkynningu að þetta kunni að hafa í för með sér leigutími gengistryggðra bílalána og bílasamninga lengist um einn mánuð".
Ég tek þetta svo að það eigi bara að bæta frestuðu greiðslunni aftanvið þegar stjórnvöld hafa reddað vinum sínum sem verður að mínu mati kl 14 00 þann 24 júní. Þegar sett verða lög sem ógilda dóm Hæstaréttar eða bæta stöðu lánastofnanna á annan hátt.
"Jafnframt hefur Íslandsbanki tímabundið hætt öllum innheimtuaðgerðum vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga". Þó það nú væri eða hvað
![]() |
Fresta útsendingu greiðsluseðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2010 | 16:10
HAHAHHAHAHHAHHAHAHHAHAH
"Það voru stjórnmálamennirnir sem brugðust, ekki markaðurinn, sagði Lars Chrisensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank, þegar hann skýrði bankahrunið á Íslandi haustið 2008."
Þetta er eins og að álíta að það væri lásasmiðnum að kenna að þjófurinn komst inn.
![]() |
Viðbrögð stjórnvalda hafi gert illt verra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2010 | 13:07
Jóhanna sjálfri sér lík.
Jóhanna vitnar í Ólaf bónda hans blessun er þó að hann berst eingöngu við náttúruöflin ríkisstjórnin getur ekki enn komið í veg fyrir að gróður spretti en myndi sennilega gera það ef hún gæti.
Jóhanna vitnar í styrkingu krónunnar styrkingu þeirrar sömu krónu og átti að sökkva til heljar ef Icesave yrði ekki samþykkt.
Jóhanna vill enn hjálpa einhverjum en er bara ekki búin að ákveða hverjum hún ætlar að veita þann heiður að setja tilsjónarmenn Jóhanna og stjórnaliðar sér ekki að allir þurfa réttlæti.
"Ráðherrann gerði eldgosið í Eyjafjallajökli einnig að umtalsefni og þau miklu áhrif sem það hafði á ferðaþjónustu heima og heiman. Í stað þess að draga saman seglin hefðu stjórnvöld og fyrirtæki í greininni efnt til herferðar til að kynna kosti Íslands sem ferðamannalands og virtist það starf vera strax farið að bera þann ávöst sem að var stefnt"
Að ofan kemur fram að stjórnvöld efndu til herferðar í þágu ferðaþjónustu menn þustu einnig til ábúendum til aðstoðar. Ég leyfi mér að spyrja hvernig er með skjaldborgina um heimilin og hvernig er með réttlætið í garð þeirra sem að voru rændir stórum hluta ævisparnað síns í bankaráninu er engin herferð fyrir þá eða eru þeir ásættanlegur fórnarkostnaður í þágu vinavæðingar og ESB aðildar. Það eru ekki dregin saman seglin í þeim málum þau segl eru bara als ekki til.
Ég óska landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar á degi þegar eins víst er að í kvöldfréttum verði það aðalfréttin að ESB hafi tekið beiðni Samfylkingarinnar um að Ísland verði innlimað í stórríkið til athugunar.
Jóhanna og Steingrímur gerið þennan dag nú gleðilegan fyrir mig og þá sem líkt hugsa og rjúfið þing og efnið til kosninga fjölmargir landsmenn ykkar myndu minnast ykkar með hlýhug fyrir það og fyrirgefa ykkur strákapör undanfarinna mánaða.
Fyrir tveimur árum síðan sögðuð þið að þáverandi stjórn væri umboðslaus vegna lítils fylgis. Þið eruð orðin það líka einungis það að 58% landsmanna er á móti ESB daðri ykkar sýnir það.
![]() |
Hagvöxtur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2010 | 21:49
Hvað eiga stjórnvöld að gera
![]() |
Fylgjast með hinu opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |