Ég vil leggja orð í belg.

Ég er alveg bit á málflutningi fólks um þessar mundir og þá ekkert frekar því sem kemur fram í þessari grein heldur en öðrum, það sem er viðrað hér hefur í einu eða öðru formi komið fram hjá fólki úr öllum flokkum
Ég vil taka það fram að ég er einn af þeim sem er með verðtryggð lán þannig að það sem á eftir fer er ekki vegna neinna hagsmuna í mína þágu nema síður sé.

"Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr á heimasíðu sinni í dag hvað verði um þá Íslendinga sem eru með verðtryggð lán nú þegar útlit er fyrir að lánaskuldbindingar þeirra sem tóku gengistryggð lán eigi eftir að minnka verulega."

Svo mælir háttvirtur þingmaður já hvað verður um okkur hina er það ekki einmitt starf hans og annarra sem að sitja á Alþingi að gæta þess að við njótum sanngirnis og réttlætis í þessu þjóðfélagi einnig þeir sem eru með verðtrygg lán
Það er nefnilega svo að þeir sem tóku erlend lán leituðu til dómstóla lánin eru ólögleg þannig að á þeim var framin glæpur það hefur ekkert með okkur sem að erum með verðtryggð lán að gera og okkar staða er ekkert betri eða skuldbindingar lægri þó lögbrotið sé látið standa.

Ennfremur segir.
"Ýmsir – og það sennilega þeir gætnustu – tóku verðtryggð lán. Hvers eiga þeir að gjalda? Staða þeirra verður sýnilega miklu lakari en þeirra sem tóku gengisbundnu lánin. Þetta á klárlega við um bílalánin og væntanlega líka um önnur lán sem voru bundin sams konar skilmálum. Það gæti til dæmis átt við um íbúðalán; sum að minnsta kosti,“ skrifar Einar."
Ég er búin að velta þessari algengu mýtu fyrir mér og tel hana alranga Þeir sem mest pældu í hvaða lán væru best og unnu þannig heimavinnuna sína tóku erlendu lánin því að þeir voru að reyna að vinna sér og sínum í haginn.
Við sem tókum ekki erlend lán gerðum það sennilega flest vegna þess að við erum eldri og lífið hefur kennt okkur að það er ekkert að marka þá sem að sitja niður við Austurvöll og þeim ber als ekki að treysta ekki heldur fjármálafyrirtækjunum. Að treysta þessum aðilum var ógæfa unga fólksins.

Einstaklingarnir við Austurvöll ættu líka að velta sjálfum sér fyrir sér og þeirri staðreynd að stærstur hluti þjóðarinnar treystir þeim ekki og mín skoðun er sú að ótrúlegur fjöldi fólks hreinlega alt að þvi fyrirlíti þá.  Skoðun fólks á fjármálageiranum og þeim sem þar starfa er síðan ekki prenthæf

"Einar segir ljóst að dómur Hæstaréttar muni greiða úr vanda margra sem sé vel en um leið muni hann „magna upp gríðarlega reiði, ef sá hluti almennings sem er að sligast undan verðtryggingunni, fær ekki ámóta leiðréttingu. Þá fyrst munum við sjá reiði almennings brjótast út. Það sem við höfum séð af slíku hingað til, verður hreinn barnaleikur í samanburðinum.“
Ég vona að háttvirtur þingmaður beiti sér fyrir leiðréttingu en bið hann að fyrirgefa mér trúleysi mitt á því að hann geri það. Trúleysið byggi ég meðal annars á hlustun minni á samflokksmanns hans Pétur Blöndal (fé án hirðis) aðrir starfsmenn við völlinn virðast líka vera getulausir til þessara verka og verða það eitt úr verki að tala og það mikið um lítið. Háttvirtum þingmönnum er einmitt í lófa lagið að laga þetta þeir hafa völdin þeir hafa tækin en getuna virðist vanta.

Það sem að ergir mig mest í þessu er eftirfarandi.
Maður eftir mann kemur og blandar saman óskildum málum og það versta er að það sem verið er að gera og það viljandi að mínu mati er að etja saman þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar og rökin eru þau að það sé betra að allir búi við óréttlæti heldur en að einhverjir nái fram réttlæti. Mál fólks með vertryggð óréttlát lán eru önnur en mál fólks með ólögleg lán.

Þetta er eins og að einhver kæmi að hópi drukknandi fólks svo vill til að það er smá spýta sem að getur bjargað helming hópsins Það er rifist um hvort að það eigi að henda henni út í eða ekki þangað til hluti hópsins er sokkin undir yfirborðið þá nær einhver að krafla sig í spýtuna og koma  þá hefjast umræður um hvort að eigi ekki að taka spýtuna af fólkinu því það sé jú óréttlátt gagnvart þeim sem að spýtan nær ekki til að bjarga þeim sem hún nær til. Um þetta er karpað þangað til allir eru sokknir nokkurskonar Titanic.

Þó að ég fái enga leiðréttingu samgleðst ég þeim löndum mínum sem að réttlætið nær til og vina að sem flestir fái einhverja úrlausn á sínum vanda.
Ég lít höfði til að votta þeim virðingu sem hafa misst allar sínar veraldlegu eigur vegna viljaleysis þeirra sem að fyrir löngu áttu að vera búnir að leysa þennan vanda og við skulum ekki gleyma því að margir hafa glatað meiru en veraldlegum verðmætum.
Sé það síðan rétt sem að sagt er að ekki hafi alltaf verið farið lögformlegar leiðir í vörslu og eignasviptingum þá er það annað og alvarlegra mál  og ekki um annað að ræða en að sækja þau mál af fullri hörku.

Fyrr en einhvert réttlæti nær fram að ganga verður Ísland aldrei samt og sama hvaða súpa er soðin úr því hráefni til að búa til eitthvað nýtt Ísland verður hún  alltaf óæt.

 

 


mbl.is „Hvað með fólkið með verðtrygginguna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Vel orðað hjá þér.

Loksins segir einhver eitthvað með viti.

Ég skil ekki hvað þingmaður er að blása og mása, hann er fyrir mér að reyna að auka á kergju sem þarf ekki að vera til staðar.

A.L.F, 21.6.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Heyr, heyr. Nú þurfa allir skuldarar þessa lands að krefjast líka leiðréttingar á verðtryggingunni því að hún er mjög óréttlát og þar eru forsendubrestirnir algjörir líka. Ótrúlegt að skjaldborgin fræga hafi orðið að gjaldborg hræddrar Ríkisstjórnar sem hefur leyft vísitölunni að telja eitthvað allt annað en henni var upphaflega ætlað. Gengishrun en ekki eignaaukningu og hún þannig breytt í eina tegund gengistryggingar til hagsbótar fyrir bankana sem plottuðu til þess að keyra hana upp.

Einnig sammála því að rangt sé að telja alla sem hafa tekið erlend lán áhættufíkla. ÉG tók erlend lán því mér fannst verðtryggðu Íslensku lánin beinlínis heimskuleg og vera jafn tengd gengisáhættu með allan ágóða hjá lánveitendum. Engin vissi afturámóti að lánveitendur væru upp til hópa glæpamenn að ræna þjóðina.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.6.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Í tveimur orðum sagt: frábær pistill!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.6.2010 kl. 13:25

4 identicon

Frábær pistill, takk fyrir mig.

Lárus (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:46

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn það sem fer mest í skapið á mér núna eins og sést er hin þunga alda sem vinnur að því að etja fólki saman í þeirri von að við sem erum með vertryggð lán völdum þvi að réttlæti nái ekki framm að ganga hjá hinum hópnum. Ég vona að við berum kjark í brjósti til að vera það heilsteipt að við gleðjumst með hinum og vinnum að því að öðlast okkar réttlæti þegar tímar líða.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.6.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband