Dagur er að kvöldi komin.

Ég tel að öllum sé það ljóst að dagur sé að kvöldi komin hjá þessari ríkisstjórn og fátt annað eftir fyrir hana en að leggjast örþreytta til svefns. Starfsliðið er orðið örþreytt og talar orðið út og suður.

Það er rétt hjá félagmálaráðherra að dómurinn skapaði ekki raunverulega peninga en eru þau verðmæti sem að þessi dómur skapaði eitthvað óraunverulegri heldur en þau verðmæti sem að hrunið skapaði fyrir suma ímynduð verðmæti sem að nú eru innheimt af fullri hörku sem raunveruleg væru..

Frá mínum bæjardyrum séð skapaði hrunið ímynduð gerviverðmæti mynduð við aðstæður sem að leikstjórar hrunsins sköpuðu sjálfir þessi gervi verðmæti vilja stjórnvöld að ég borgi af fullum þunga en gerviverðmæti sköpuð með dómi Hæstaréttar eiga að vera áfram gervi verðmæti. Er það vegna þess að þau verðmæti lenda hjá Jóni og Gunnu en ekki séra Jóni og hans fjölskyldu.

En þau gervi verðmæti sem að hrunið skapaði vilja stjórnvöld og bankastofnanir innheimta sem raunveruleg verðmæti af baki mínu og annarra.

Það kann að vera það er ótímabært, það skiptir máli, við þurfum að setja upp, ég sé ekki að þetta breyti neinu, skipuð hefur verið nefnd eru orð sem eru búin að hljóma í eyrum okkar nú í tvö ár og velflestir landsmenn eru búnir að fá upp í kok af að heyra. Það er það eina sem hefur verið gert er að tala að mati okkar sem að ekki álíta tilsjónarmenn og lengingu á snörunni aðgerðir.

Ég er einn af þeim heppnu ef svo skildi segja þannig að ég tóri en það breytir því ekki að ég get á engan hátt sætt mig við að búa við það óleiðrétt að einhverjir geti hirt ævi vinnu mína með aðgerðum sínum og komist upp með það. Það bara gengur ekki upp.

Ég er sammála Árna um að það þurfi að taka eitt skref í einu en mikið vildi ég að Jóhönnustjórnin væri byrjuð að labba en ég er þeirrar skoðunar að hún sé ekki en búin að taka eitt skref í átt að réttlæti í þjóðfélaginu.

Ég mæli með að stjórnin skelli sér bara í háttin og láti öðrum eftir þrifin hún er ekki fær um þau.

 


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband