Fresta en hætta ekki

Dæmt hefur verið að eitthvað athæfi sé ólöglegt og þeir sem framkvæmdu verknaðinn ætla að gera hlé á honum það er ekki hógværðinni fyrir að fara á þessum bæjunum eða þá iðrun. Hvað ætla þessar stofnanir að gera gagnvart þeim sem hafa glatað öllu sínu eða þeim sem mistu vonina og gripu til örþrifaráða ekkert sennilega. Þeir hætta ekki að senda út greiðsluseðla vegna ólöglegra lána bara fresta því og ekki stendur til að gefa neitt eftir eins og segir í fréttinni.

"Fram kemur í tilkynningu að þetta kunni að hafa í för með sér leigutími gengistryggðra bílalána og bílasamninga lengist um einn mánuð".

Ég tek þetta svo að það eigi bara að bæta frestuðu greiðslunni aftanvið þegar stjórnvöld hafa reddað vinum sínum sem verður að mínu mati kl 14 00 þann 24 júní. Þegar sett verða lög sem ógilda dóm Hæstaréttar eða bæta stöðu lánastofnanna á annan hátt.

"Jafnframt hefur Íslandsbanki tímabundið hætt öllum innheimtuaðgerðum vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga".  Þó það nú væri eða hvað


mbl.is Fresta útsendingu greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Jón.  Ríkisstjórnin gerir ekkert.  Hún einfaldlega getur það ekki.  Hún hefur ekki vald til þess að breyta dómi hæstaréttar.  Her gildir þrískipting valdsins.  Auk þess yrði uppreisn í landinu.

Það vekur athygli mína að bankastjórinn lætur eins og hér sé eingöngu um bílalán að ræða.  Auðvitað skiptir engu máli hvaða veð er að baki ólöglegri verðtryggingu.  Þetta gildir náttúrulega öll myntkörfulán bankans til einstaklinga og fyrirtækja. 

Svo er einhver annar bankastjóri sem heldur að nú eigi bara að hækka vextina í staðinn fyrir að missa ólöglegu verðtrygginguna. 

Hvað fá svona asnar eignlega í kaup?

gg (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband