Icesafe til þjóðarinar.

Skora á sem flesta að skrifa undir bæði þá sem eru með og þá sem eru á móti einfaldlega vegna þess að þá ræður þjóðin. Þeir sem vilja borga þetta hljóta að fagna því að fá að lýsa því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu og við hinir sem höfum þá skoðun að við borgum það sem okkur ber en ekki annað getum líka sagt okkar skoðun og síðan ræður einfaldur meirihluti og sátt verður um málið.

Ég persónulega segi nei ég er á móti því að borga einhverja óskilgreinda upphæð í formi óútfylls víxils sem að ég borga síðan ekki í raun heldur börn mín og barnabörn. Þá vil ég heldur að þar til bærir dómstólar dæmi um málið og syni fram á það hvernig hægt er að velta skuldum misheppnaðra einkafyrirtækja yfir á þjóðir.


mbl.is Á fjórtánda þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa aftur.

Það verður að kjósa aftur eigi á anað borð að halda vitleysunni áfram. Best væri að geyma þetta til betri tíma.

Að ætla sér að setja fram ráðgefandi atriði um stjórnarskrá á þingi sem kosið hefur verið í kosningum sem dæmdar hafa verið ólöglegar á ekki að geta skeð, ekki einu sinni á Íslandi þó að þar geti ýmislegt skeð og flest allt sem skeður sé talið Davíð að kenna.

Minnir orðið óskaplega á barnaheimili þar sem að óvitar benda hver á annan og kyrja í einum kór það er ekki mér að kenna heldur honum hann sagði mér að gera svona.

Það er komin tími á breytingar, breytt stjórnarfar, ábyrgð og ráðdeild og þá á að byrja á sjálfum sér ekki ætlast alltaf til þess af öllum öðrum.

Nei við stjórnlagaþingi Nei við Icesafe og nýja stjórn takk fyrir og þá kannski verður lífvænlegt hér aftur.


mbl.is Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum nú saman

Stöndum nú saman og bjóðum Mubarak endilega hæli hér ég get ekki gert að því að mér finnst karlinn hafa verið hálf Íslenskur í stjórnaháttum og eiga hér heima auk þess væru auðæfi hans góð inspsýting í Íslenskt efnhagslíf og það væri tilbreytni að einhver kæmi hingað með fé heldur en það sem við höfum átt að venjast að allir stingi af með það.

Allir saman nú og skorum á Alþingi "Mubarak heim"


mbl.is Í hrossakaupum við furstadæmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að greina grínið

"Fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, að fasteignaverð sé aðeins lægra í þremur öðrum evrópskum höfuðborgum: Búdapest í Rúmeníu, Skopje í Makedóníu og Chisinouv í Moldavíu."

Greiningardeild mín segir það að ástæðan fyrir afar lágu verði fasteigna í Reykjavík þannig að það jafnast á við fasteignaverð í löndum Austur Evrópu er röng greining annarra greiningardeilda eins og þeirrar sem hér greinir að ofan. Þessar greiningardeildir greindu ekki frá innherjaviðskiptum, fjármagnsflutningum, uppdiktuðu verði hlutabréfa og annarri óáran sem endaði með því að landið steyptist fyrir björg. Lágt fasteignaverð hér sem gefur erlendum kaupendum tækifæri á að eignast afrakstur hins vinnandi Íslendings á útsöluprís  er því að mínu mati að hluta til jafnvel öllu í boði ofangreindrar greiningardeildar sem nú greinir málin á nyrri kennitölu þó að innviðirnir séu þeir sömu bara umbúðirnar breyttar.

Er þetta ekki bara jókur svo segir greiningadeild mín mér.


mbl.is Ódýrar fasteignir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil framför

Það er mikil framför að þessum viðmiðum nú veit stór hluti þjóðarinnar að hún er undir fátæktarmörkum.

Eitt er svolítið kómískt í þessu finnst mér. Um jólin var allt að því gerður aðsúgur að konu einni sem að fólki fannst hafa of mikið fé í bætur ef ég man rétt þá hefur umræddur einstaklingur tekjur sem eru nálægt neysluviðmiði hennar. Það hvernig umræðan varð gegn þessum einstaklingi ætti kannski að fá okkur til að hugsa hve nytsamir sakleysingjar við erum það þarf svo lítið til að fá okkur til að stökkva til og gjamma á aðra í hópnum.

Það er aðalvandamál okkar Íslendinga við níðum frekar skóinn af hvor öðrum en að standa saman og bylta óstjórninni af okkur.


mbl.is Viðmiðin styrki velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsyfirlýsing frá Bretum

Ég er búin að fá nóg af svokallaðri pólitík bæði til heimanota og annarra. Sjálfsagt segir nú utanríkisráðherra vor að þetta sé nú bara til heimanota. Mér er bara alveg sama pólitík er orðið í dag eitt af lítilsigldustu lífsformum mannskepnunnar það virðist vera allt í lagi að ljúga hafa rangt við blekkja ganga á bak orða sinna  ef það er gert undir formerkjum svokallaðrar pólitíkur.

Samkvæmt nútíma pólitík er allt í lagi að láta kúga sig til að borga eitthvað sem  maður á ekki að borga sem sagt skuldir einkabanka.
Þegar ég ólst upp var slíkt ólöglegt féll undir fjárkúgun og ég veit ekki nema að það sé ólöglegt enn. Það er kannski spurning um hvort ekki sé hægt að kæra Breta og Evrópusambandið fyrir fjárkúgun.

En sína þeir einbeittan brotavilja og vilja ráða því hvað við veiðum í okkar eigin landhelgi og ef við gerum ekki eins og þeir segja þá er hótað og hótað aftur.

Ég er orðin leiður á svona ríkjum sem í skjóli stærðarmunar og undir verndarvæng  stærri ríkja. Breska ljónið hefur sofið tannlaust áratugum saman undir væng ameriska arnarins, svona ríkja sem  ekkert geta nema hótað og valtað yfir aðra á skítugum skónum og velja sér þá minnstu andstæðingana.

Nú er komið nóg. Breska sendiherrann heim  við líðum Bretum ekki endalaust að sparka í okkur.
Og samkvæmt frétinni hafa Bretar lýst yfir stríði á hendur Íslandi.
Siðan krefst ég að  aðildarviðræðum við kúgarana verði slitið nú þegar ég vil ekki vera bendlaður við svona ríki..

 

 


mbl.is Styður frestun aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn

Svo bregðast nú krosstré sem aðrir raftar.

Ég hef staðið í þeirri meiningu að það að vera Sjálfstæður þýddi að maður léti ekki kúga sig léti ekki beita sig rangindum að maður þyrði að fara á móti straumnum og ég hélt að stefna Sjálfstæðisflokks væri í þessa veru. En sennilega hef ég haft rangt fyrir mér eða þá að þingmönnum hans ofbýður hið vaxandi kjörfylgi og vilja gera eitthvað í málunum strax.

Ég vil ekki borga skuldir einkafyrirtækis ég hef aldrei viljað borga þær og ég kem til með að styðja hvern þann sem að er mér samstíga í því. Menn láta ekki undan rangindum þó að það sé erfiðaðra en að standa á móti straumnum.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velheppnað útboð

Þetta er greinilega enn ein velheppnuð aðgerðin í boði gæfulausra og illa heppnaðra stjórnvalda sem að virðast ekki geta eitt einum degi án þess að auka velferð sina einhverstaðar.
Eða hafa skötuhjúin ekki verið að tala um velheppnað skattkerfi, velheppaðar aðgerðir fyrir skuldug heimili, velhepnaða velferð og fleira, meðan staðreyndin er sú að eina sem þeim hefur tekist er að verja þá sem eiga fé og standa þeim nær.
Hinum almenna íslendingi hefur verið réttur fingurinn æ ofaní æ

Það sér hver maður að það er eitthvað skrýtið ef að hægt er að bjóða 60 % af kostnaðarmati í verk sem byggt er á launum að mestu leiti og við skulum athuga að þetta kostnaðarmat er sennilega unnið upp úr eldra tilboði sem að þá hefur líka verið undir kostnaðarmati það þarf að hafa það á bak við eyrað að hafi síðast verið boðið 50 % undir kostnaðarmati nota tilboðsaðilar oft síðasta tilboð sem viðmiðun ef það er gert þá er tilboðið í dag orðið - 50%  - 60% frá kostnaðarmati sem að gilti meðan fólk gat enn lifað af þessari vinnu.

Verkalýðshreyfingin mun síðan ekki gera neitt eins og venjulega nema að furða sig á að aldrei mæti neinn á fundi hjá þeim.
Það skildi þó ekki vera að eigi að vinna rekin með ferðamönnum eins og hefur tíðkast í sumum geirum.

Mig langar að vita

Hver eru síðan laun þerra sem að starfa í þessum geira.
Hvað er stórt hlutfall þeirra erlendir ríkisborgara
Bera stjórnvöld ábyrgð ef að dauðsföllum fjölgar vegna verri þrifa.´


mbl.is Tóku tilboði sem er 60% af kostnaðarmati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið

Og Drottningin leit út um gluggann snéri sér að þernu sinni og sagði. "afhverju borða þau bara ekki kökur"

Þessi orð hafa oft verið notuð sem dæmi um sambandsleysi við þegna sína eða innilokun í eigin heima eða algjöra vannþekkingu á lífi hins almenna borgara.

Ég get ekki gert að því þegar ég les fréttir af starfi Alþingis og stjórnvalda þessa daganna að það sé greinilegt að sagan fer alltaf í hring og ekkert breytist.


mbl.is Skyldur höfuðborgar verði skilgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin sækir framm.

"Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hélt á lofti mikilvægi félagslegs réttlætis, og benti á það að skattar á 3.500 tekjuhæstu Íslendingana skiluðu hærri fjárhæð en sem þyrfti til þess að reka sjúkrahúsið á Akureyri. Mikilvægt sé að halda áfram í þeirri sókn."

Ég verð nú að segja að ekki finnst mér nú mikið réttlætið ef að þetta er það allt  hvað um hina 300.000 sem skattpindir eru út yfir gröf og dauða og sé þetta öll sóknin sem að hægt er að hreykja sér af þá er það enn sorglegra. Verst er það þó að til þess að ná þessum árangri hefur stjórnin farið langt með að ganga frá hinum hluta landsmanna það er þeim hluta sem húnhefur ekki hrakið úr landi. 

Síðan þarf sennilega ekki að skattleggja nema einn fljótlega til að reka sjúkrahúsið á Akureyri með sama niðurskurði verður ekkert rekið þar né annarstaðar á landsbyggðinni en sparpera í útiljósinu.

Græn skattheimta er fínt orð yfir skattheimtu þar sem að níðst er af enn þá meiri þunga á þeim sem að þessi stjórnar ómynd þykist vera að hlífa meðan hún lækkar verð á lúxusvörum þeirra sem að nutu peningabjörgunar stjórnvalda í hruninu.
Þeirra sem að stjórnin er í raun að vinna fyrir en heldur að engin sjái það og lifir í þeim draumi að einhver trúi þeim. Það eru allir löngu búin að sjá beinaberar kjúkur hina berrössuðu íslensku keisara það skrýtnasta er að við erum svo arfaslöpp einhvern vegin að við gerum ekkert í því. Skrýtið

En hafi tilgangur skattkerfisbreytingarinnar verið að níðast á þeim sem minna mega sín hefur það tekist vel.
Dæmi Þeir sem að hafa orðið að taka út séreignarsparnað sinn til að lifa af njóta þess nú að barnabætur þeirra eru skertar vegna þess greinilega velheppnuð skattkerfisbreyting sem að nýtist sérstaklega til að létta þeim efnaminni lífið eða hvað.


mbl.is Skattkerfisbreytingar tekist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband