Velheppnað útboð

Þetta er greinilega enn ein velheppnuð aðgerðin í boði gæfulausra og illa heppnaðra stjórnvalda sem að virðast ekki geta eitt einum degi án þess að auka velferð sina einhverstaðar.
Eða hafa skötuhjúin ekki verið að tala um velheppnað skattkerfi, velheppaðar aðgerðir fyrir skuldug heimili, velhepnaða velferð og fleira, meðan staðreyndin er sú að eina sem þeim hefur tekist er að verja þá sem eiga fé og standa þeim nær.
Hinum almenna íslendingi hefur verið réttur fingurinn æ ofaní æ

Það sér hver maður að það er eitthvað skrýtið ef að hægt er að bjóða 60 % af kostnaðarmati í verk sem byggt er á launum að mestu leiti og við skulum athuga að þetta kostnaðarmat er sennilega unnið upp úr eldra tilboði sem að þá hefur líka verið undir kostnaðarmati það þarf að hafa það á bak við eyrað að hafi síðast verið boðið 50 % undir kostnaðarmati nota tilboðsaðilar oft síðasta tilboð sem viðmiðun ef það er gert þá er tilboðið í dag orðið - 50%  - 60% frá kostnaðarmati sem að gilti meðan fólk gat enn lifað af þessari vinnu.

Verkalýðshreyfingin mun síðan ekki gera neitt eins og venjulega nema að furða sig á að aldrei mæti neinn á fundi hjá þeim.
Það skildi þó ekki vera að eigi að vinna rekin með ferðamönnum eins og hefur tíðkast í sumum geirum.

Mig langar að vita

Hver eru síðan laun þerra sem að starfa í þessum geira.
Hvað er stórt hlutfall þeirra erlendir ríkisborgara
Bera stjórnvöld ábyrgð ef að dauðsföllum fjölgar vegna verri þrifa.´


mbl.is Tóku tilboði sem er 60% af kostnaðarmati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband