Að greina grínið

"Fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, að fasteignaverð sé aðeins lægra í þremur öðrum evrópskum höfuðborgum: Búdapest í Rúmeníu, Skopje í Makedóníu og Chisinouv í Moldavíu."

Greiningardeild mín segir það að ástæðan fyrir afar lágu verði fasteigna í Reykjavík þannig að það jafnast á við fasteignaverð í löndum Austur Evrópu er röng greining annarra greiningardeilda eins og þeirrar sem hér greinir að ofan. Þessar greiningardeildir greindu ekki frá innherjaviðskiptum, fjármagnsflutningum, uppdiktuðu verði hlutabréfa og annarri óáran sem endaði með því að landið steyptist fyrir björg. Lágt fasteignaverð hér sem gefur erlendum kaupendum tækifæri á að eignast afrakstur hins vinnandi Íslendings á útsöluprís  er því að mínu mati að hluta til jafnvel öllu í boði ofangreindrar greiningardeildar sem nú greinir málin á nyrri kennitölu þó að innviðirnir séu þeir sömu bara umbúðirnar breyttar.

Er þetta ekki bara jókur svo segir greiningadeild mín mér.


mbl.is Ódýrar fasteignir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband