Samdráttur vegna ?

Okkur hefur verið talið trú um að vantað hafi lambakjöt í lok sumars. Átakanlegar myndir úr kjötborðum og upptalning læra í frystum verslana áttu að sannfæra okkur um neyðina. Ég tók eftir því helgina á eftir að allir frystar þessara sömu verslana voru fullir af frosnum lærum ekki kjötskortur þá helgina og sláturtíð svo nýhafinn að ekki hefur verið komið frost í skrokkana.

Ætli ástæðan fyrir samdrættinum sé í öllu kjöti nema hrossakjöti sé ekki öllu einfaldari.

Ástæðan að mínu mati er okur og það er einnig mín skoðun að aðalástæðan fyrir vilja til innflutnings á þessari vöru sé sú að menn vilji geta okrað meira á sínum eigin landmönnum. Lambakjöt er einfaldlega orðið of dýrt að ekki sé minnst á kjötið af haughoppurum. Ég skoðaði nú verð á bringum af erlendum hoppurum og ekki eru þær nú gefins enda audda Útlenskar og rekja ættir sínar til ESB sem að eykur gildi þeirra sennilega


mbl.is 15,5% minni sala í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Ragnheiður er sannspá

Ásta Ragnheiður er sannspá að mínu mati þegar hún segir "að stutt sé til 140. löggjafarþings, sem muni marka skil í starfsháttum Alþingis"

Ég tel þetta rétt vera ðg 140 þingsins verði minnst sem þingsins sem rofið var þegar að þjóðin sagði þingmönnum upp í beinni.

Sjáumst sem flest við þingsetninguna.


mbl.is Þingi slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Ráðherra

Kæri Guðbjartur Það segir að samanburður sýni að húsnæðiskostnaður á Íslandi sé svipaður og í Noregi og Svíþjóð og það getur verið að gott sé að miða við prósentu af ráðstöfunartekjum. En hefur það verið borði saman að á Íslandi borgar fólk og borgar og lánin lækka ekki neitt er því ekki nær að bera saman húsnæðiskostnað sem hlutfall af ævitekjum.

Ég spyr því hæstvirtan ráðherra eða þá þingmenn hver er staða Íslands varðandi húsnæðiskostnað sem prósentu af ævitekjum miðað við önnur lönd. Ef samanburðurinn er okkur óhagstæður þá frábið ég mér svarið að lausnin sé að ganga í Evrópu sambandið. EN það virðist vera svar við öllu þessa dagana.


mbl.is Húsnæðiskostnaður ekki yfir 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er þrotin þolinmæðin.

Svo er nú ástatt fyrir mér að langlundargeð mitt gagnvart Alþingismönnum Íslendinga er gjörsamlega brostið.

Eða hvernig er hægt að verða vitni að þessu án þess að hreinlega verða miður sín. 
Svona pex myndi maður kannski heyra  í sandkössum leikskóla og þá hjá þeim allra yngstu og það er eiginlega skömm af mér að ætla leikskólabörnum svona óþroskað pex.

Dæmi úr fréttinni:
"Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða bera ábyrgð á þessu"
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að kenna mætti þvermóðsku stjórnarandstöðunnar um"
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mótmælti þessu og sagði að forsætisráðherra hefði ein krafist þess að tvö umdeildustu málin, um Stjórnarráðið og gjaldeyrislög, yrðu kláruð á þessu þingi"

Og svo framvegis og svo framvegis.
Það er meira að segja rifist um hvers vegna er verið að rífast um þá hluti sem verið er að rífast um að rifist sé yfir.

Landsmenn sem þraukað hafa Þorrann og Góuna eftir Íslenska útrásarsumarið og haustið eru búnir að fá algjörlega nóg af þessu endemis bulli og er mál að linni.

Því er algjör nauðsyn að vér mætum á Austurvöll í byrjun Október og gerum alþingismönnum og konum ljóst, öllum engin undanskilin að starfskrafta þeirra er ekki lengur óskað og að þeim sé sagt upp störfum nú þegar.

Einnig að við höfum enga áætlun um að senda þau á skóla bekk á okkar kostnað hvorki í lærdómi um siðferði ná samfélagslega ábyrgð því hvorugt virðist finnast á umræddum vinnustað.

Hyggja mætti hins vegar að því að senda þennan hóp í endurmenntun á hin almenna vinnumarkað þar sem vinnuframlags er krafist og bæta við aukafagi sem að héti lifað af lágmarkslaunum.

Krafan í Október á að vera einföld rjúfa þing og undanþingstjórn strax stjórn fámens hóps manna og kvenna með það eina markmið að rifa skútuna úr öldunni áhöfnin til hagsbóta og engum öðrum.

Mér er farið líkt og Kiðhús forðum þegar að bóndi og kerling komu en einu sinni til að krefjast launa fyrir greiðan. Mér er einfaldlega nóg boðið.


mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa ekki trú á verkefninu.

Ég er þeirrar skoðunar eftir dvöl á vinnumarkaði í óratíma að eitt af því nauðsynlegasta sem einstaklingur þarf að hafa til að geta sinnt verkefni sínu er trú á því.

Verkefni alþingismanna og kvenna starfsmanna okkar er fyrirtækið Ísland  og allt sem því fylgir fólk og fé.
Ég er orðin langþreyttur á starfsmönnum mínum sem að sjá ekkert annað til lausnar en að gefa allt frá sér og láta aðra um það að stjórna málum hér.
Ég er orðin þreyttur á þeim starfmönnum mínum sem að ekki hafa trú á verkefninu og því mælist ég til þess að þeir segi starfi sínu lausu og fái sér starfa þar sem að þeir hafa trú á verkefninu. Annars er komið að þeim tíma punkti að það þarf að segja þeim upp fari þeir eki af sjálfsdáðum.

Ég bið þá um að láta vera að hafa þann nýja starfa Háskólanám á minn kostnað þó að í siðfræði sé.


mbl.is Evran sterkari en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem býður best.

Þetta skildi þó ekki vera aþjóðlegt vandamál og orsök margs þess sem að maður getur engan vegið skilið. Það skildi þó ekki vera að það sé hálfgert mansal innan stjórnmálastéttar heimsins þar sem að það kostar svo mikið orðið að ná völdum að til þess þurfa menn og konur að selja sálu sína hæstbjóðanda. Sé svo útskyrir það hvers vegna að almúginn á orðið svona erfitt með að ná réttlætis málum fram. Sé svo synir það líka orðið getu leysi fjórðavaldsins til að sína það aðhald sem það þykist þó vera að veita. Ástæðan gæti verið sú sama fjórðavaldið hefur orðið fórnarlamb mansals líka og er löngu komið í eign peningaaflanna.

Hver er lausnin. Hún gæti verið sú að almúginn hefði landssöfnun og keypti sér stjórnmálamenn á hinum frjálsa markaði ef almúginn sýnir styrk sinn ætti hann að geta keypt nokkuð góða leikmenn. Það virðist vera eina lausnin í þessu máli.


mbl.is Fjármögnuðu kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæg heimatökin.

Þorleifur hefur komið að húsnæðisstefni VG hann æti að hafa áhrif innan VG og því ætti þetta ekki að vera svona.

Er vandamálið kannski að það er talað og malað en ekkert gert og það er að mínu viti einfaldlega borðlegjandi staðreynd að þessi svokallaða "ömurlega staðreynd " er algjörlega í boði háttvirtrar ríksistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem samanstendur af Samfylkingunni og ef Þorleifur veit það ekki flokki sem kallaður er Vinstri Græn eða VG í daglegu tali.

Eftir því sem ég veit best er umræddur Þorleifur einn af innstu koppum þar í búri og því ættu að vera hægt heimatökin fyrir hann í þessu máli að kippa þessu í liðin eða þá að VG slíti samstarfinu. En völdin eru víst sætari en ummhyggjan fyrir þegnum landsins.


mbl.is Vogunarsjóðir fá heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn önnur leið.

„Ég svara þessu nú þannig að þegar staðan er orðin þannig að fjöldi fólks á ekki í sig og á og þak yfir höfuðið að þá þurfum við að stíga skref sem leiða til meiri jöfnuðar í samfélaginu. Eina leiðin er að skattaleggja þá sem eiga meira en aðrir til að standa undir velferðinni. Ég sé enga aðra leið.“

Svo mælist fulltrúanum hann ætti að hafa í huga að svo er komið undir stjórn flokks hans hann´í fréttum í dag kemur líka fram hagnaður VG og upphæð framlaga til flokksins úr sjóðum fólksins það er ekki minnst á að draga úr því heldur fagnað góðri afkomu sem lítil vandi er að ná þegar má seilast í vasa ekkjunnar.

Ég er ekki mikill fylgismaður VG hélt þó alltaf að þar færi heilsteyptur flokkur með hroðalega stefnuskrá að mínu mati en málefni sem eiga rétt á sér eins og önnur. Nú er berlega komið í ljós að því er mér finnst að þessi flokkur hefur slegið ny met í því að ganga á bak orða sinna og snúa frá því sem var lofað. Svo sem ekki furða að lítið sé ályktað um Evrópumál á þessu fundi en meir um skatta en það virðist vera það eina sem að þessu fólki dettur í hug. Það má ekki framkvæma það má ekkert gera bara hækka skatta hvenær uppgötva þau það að ef engin er innkoma þá verður enginn skattur og það er ekki hægt að mjólka kýrnar á klukkutíma fresti og ætla að fá 24 sinnum meiri mjólk og það án fóðurbætis .

Kvartað er líka yfir því að húaleiga og allt hækki er það ekki stjórnvalda að ráðast af afli á verðbólguna og afnema verðtrygginuna ææææ ég gleymdi því það er ekki hægt að gera nema í Evrópusambandinu  með Evru sem að meiri og meiri líkur eru á að ekki verði til bráðlega . Held að ályktun VG ætti frekar að vera hvernig stendur á því að það er allt í steik þegar þeir ráða  öllu.

Ég er orðin á því að VG þurfi vegakort þeir virðast bara fara í hring og alltaf sömu leiðina


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin.

Þriðja leiðin er að spara í stjórnsyslunni skera niður þóþarfa nefndir og bitlinga sendiráð og tilgangslaus ferðalög á enþá tilganglausari fundi erlendis það er búið að finna upp Skype og tölvupóst þannig að endalausra nefnda og rástefnu setur sem ekkert kemur út úr eru gagnslausar. Síðan þurfa VG liðar að kveikja á því að til að geta hirt aura af liðinu þarf liðið að framleiða verðmæti en að standa gegn því virðist vera eitt aðalbaráttumál VG. Kannski þarf ekkert að skera níður eða hækka skatta Kannski er til þriðja leiðin og svo auðveldasta það er sú leið að losna við þá ríkisstjórn sem hér situr núna. Hef trú á að það væri ein öflugasta efnahagsaðgerð sem hægt væri að framkvæma.
mbl.is Betra að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég efast

Get ekki að því gert en ég efast um að það sé rétt að hagsmunir neytenda séu í einhverju húfi í þessu máli. Það er nóg að rölta um veraldarvefinn og skoða verð á hinum ýmsu vörutegundum eða þá að fara í ferð til útlanda og kaupa sér vöru þar til að verða efins um að hagsmunir neytenda og verslunar hér á landi fari saman.

Ég get ekki annað en opinberað þá skoðun mína að hér á Íslandi markist verslun og þjónusta af fákeppni og því sem að ég vil kalla okri að viðbættri oft á tíðum arfalélegri þjónustu sem að sennilega kemur til af hinni sömu fákeppni.

Þetta veldur því að ég efast um að hagsmunir verslunar og almennings hér á landi fari saman.


mbl.is SVÞ: Stenst ekki ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband