Enginn önnur leið.

„Ég svara þessu nú þannig að þegar staðan er orðin þannig að fjöldi fólks á ekki í sig og á og þak yfir höfuðið að þá þurfum við að stíga skref sem leiða til meiri jöfnuðar í samfélaginu. Eina leiðin er að skattaleggja þá sem eiga meira en aðrir til að standa undir velferðinni. Ég sé enga aðra leið.“

Svo mælist fulltrúanum hann ætti að hafa í huga að svo er komið undir stjórn flokks hans hann´í fréttum í dag kemur líka fram hagnaður VG og upphæð framlaga til flokksins úr sjóðum fólksins það er ekki minnst á að draga úr því heldur fagnað góðri afkomu sem lítil vandi er að ná þegar má seilast í vasa ekkjunnar.

Ég er ekki mikill fylgismaður VG hélt þó alltaf að þar færi heilsteyptur flokkur með hroðalega stefnuskrá að mínu mati en málefni sem eiga rétt á sér eins og önnur. Nú er berlega komið í ljós að því er mér finnst að þessi flokkur hefur slegið ny met í því að ganga á bak orða sinna og snúa frá því sem var lofað. Svo sem ekki furða að lítið sé ályktað um Evrópumál á þessu fundi en meir um skatta en það virðist vera það eina sem að þessu fólki dettur í hug. Það má ekki framkvæma það má ekkert gera bara hækka skatta hvenær uppgötva þau það að ef engin er innkoma þá verður enginn skattur og það er ekki hægt að mjólka kýrnar á klukkutíma fresti og ætla að fá 24 sinnum meiri mjólk og það án fóðurbætis .

Kvartað er líka yfir því að húaleiga og allt hækki er það ekki stjórnvalda að ráðast af afli á verðbólguna og afnema verðtrygginuna ææææ ég gleymdi því það er ekki hægt að gera nema í Evrópusambandinu  með Evru sem að meiri og meiri líkur eru á að ekki verði til bráðlega . Held að ályktun VG ætti frekar að vera hvernig stendur á því að það er allt í steik þegar þeir ráða  öllu.

Ég er orðin á því að VG þurfi vegakort þeir virðast bara fara í hring og alltaf sömu leiðina


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar athugasemdir Jón og hjartanlega sammála.

Það er ekki tauti við þetta fólk komandi, skilur ekki og vill ekki skilja.

Ég væri þó alveg til í 30% fjármagnstekjuskatt eins og er í Svíþjóð (sem vitnað er í) en höfum þá skattinn 30% á raunvexti !

Það væri þá lækkun frá núverandi 20% fjármagnstekjuskatti !

Það gleymist að í núverandi verðbólgu þá hefur fjármagnstekjuskattur þau áhrif að verðtryggðir innlánsreikningar eru neikvæðir þegar búið er að draga frá fjármagnstekjuskatt.

Það er með öllu óþolandi að þetta lopapeysulið sé að hafa skoðanir á fjármálum sem það hefur ekki hundsvit á !

Neytandi (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 19:34

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er aðeins ein spurning sem á að spyrja að.

Ef að við erum að fara í Evru svæðið og verðtryggingin verði þá afnumin af hverju má þá ekki ganga í að afnema hana STRAX?

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 00:49

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spur mig hins sama Óskar það vantar ekkert nema viljan

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.8.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband