Hæg heimatökin.

Þorleifur hefur komið að húsnæðisstefni VG hann æti að hafa áhrif innan VG og því ætti þetta ekki að vera svona.

Er vandamálið kannski að það er talað og malað en ekkert gert og það er að mínu viti einfaldlega borðlegjandi staðreynd að þessi svokallaða "ömurlega staðreynd " er algjörlega í boði háttvirtrar ríksistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem samanstendur af Samfylkingunni og ef Þorleifur veit það ekki flokki sem kallaður er Vinstri Græn eða VG í daglegu tali.

Eftir því sem ég veit best er umræddur Þorleifur einn af innstu koppum þar í búri og því ættu að vera hægt heimatökin fyrir hann í þessu máli að kippa þessu í liðin eða þá að VG slíti samstarfinu. En völdin eru víst sætari en ummhyggjan fyrir þegnum landsins.


mbl.is Vogunarsjóðir fá heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu og mikið er ég sammála þér með Þorleif, það er ekki eins og það hafi ekki mátt sjá þetta koma þegar það var ákveðið að færa þessum nýju bönkum Húsnæðislánasafnið...

Ég vil að þessi Ríkisstjórn komi sér frá hið snarasta vegna þess að það er ekki möguleiki á að gera eitt eða neitt með hana innanborðs áfram. Ríkisstjórnin verður að fara að viðurkenna fyrir sjálfri sér að verkefni hennar til að endurreisa Þjóðfélagið hefur gjörsamlega misfarist, Þjóðin er allavega búin að sjá það og er að upplifa það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.9.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem borgarfulltrúi VG hefur Þorleifur komið að húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Það hefur ekkert með meinta "skjaldborg" Jóhönnustjórnarinnar að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 21:06

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hann er flokksmaður VG Guðmundur og ætti því að hafa möguleika á að koma að stefnu hans í landsmálum ekki satt bæði á landsfundum og öðrum stöðum og ætti að vera all nokkur þungaviktarmaður þar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.9.2011 kl. 11:17

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki nær að berjast fyrir ESB.

Lægri vextir og engin verðtrygging.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband