Kæri Ráðherra

Kæri Guðbjartur Það segir að samanburður sýni að húsnæðiskostnaður á Íslandi sé svipaður og í Noregi og Svíþjóð og það getur verið að gott sé að miða við prósentu af ráðstöfunartekjum. En hefur það verið borði saman að á Íslandi borgar fólk og borgar og lánin lækka ekki neitt er því ekki nær að bera saman húsnæðiskostnað sem hlutfall af ævitekjum.

Ég spyr því hæstvirtan ráðherra eða þá þingmenn hver er staða Íslands varðandi húsnæðiskostnað sem prósentu af ævitekjum miðað við önnur lönd. Ef samanburðurinn er okkur óhagstæður þá frábið ég mér svarið að lausnin sé að ganga í Evrópu sambandið. EN það virðist vera svar við öllu þessa dagana.


mbl.is Húsnæðiskostnaður ekki yfir 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Alveg klárlega er Guðbjartur ekki að fara með rétt mál. Ég á vinkonu sem flutti til Noregs fyrir átta árum og keypti einbýlishús þar og ég veit ekki betur en hún sé í góðum málum hvað varðar eftirstöðvar þess láns öfugt við mig, sem byggði 60m2 bílskúr árið 2005 kosnaður 7m í byrjun árs 2009 þegar ég greiddi lánið upp var upphæðin komin í 12m.

Sandy, 17.9.2011 kl. 23:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það væri gaman að vita hver er prósentan hér á Íslandi í þessum málum....

25% af heildartekjum væri frábært fyrir marga sem eru núna í dag að borga ekki undir 70% af mánaðartekjum sínum í húsnæði fyrir sig og sína...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2011 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband