Mér er þrotin þolinmæðin.

Svo er nú ástatt fyrir mér að langlundargeð mitt gagnvart Alþingismönnum Íslendinga er gjörsamlega brostið.

Eða hvernig er hægt að verða vitni að þessu án þess að hreinlega verða miður sín. 
Svona pex myndi maður kannski heyra  í sandkössum leikskóla og þá hjá þeim allra yngstu og það er eiginlega skömm af mér að ætla leikskólabörnum svona óþroskað pex.

Dæmi úr fréttinni:
"Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða bera ábyrgð á þessu"
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að kenna mætti þvermóðsku stjórnarandstöðunnar um"
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mótmælti þessu og sagði að forsætisráðherra hefði ein krafist þess að tvö umdeildustu málin, um Stjórnarráðið og gjaldeyrislög, yrðu kláruð á þessu þingi"

Og svo framvegis og svo framvegis.
Það er meira að segja rifist um hvers vegna er verið að rífast um þá hluti sem verið er að rífast um að rifist sé yfir.

Landsmenn sem þraukað hafa Þorrann og Góuna eftir Íslenska útrásarsumarið og haustið eru búnir að fá algjörlega nóg af þessu endemis bulli og er mál að linni.

Því er algjör nauðsyn að vér mætum á Austurvöll í byrjun Október og gerum alþingismönnum og konum ljóst, öllum engin undanskilin að starfskrafta þeirra er ekki lengur óskað og að þeim sé sagt upp störfum nú þegar.

Einnig að við höfum enga áætlun um að senda þau á skóla bekk á okkar kostnað hvorki í lærdómi um siðferði ná samfélagslega ábyrgð því hvorugt virðist finnast á umræddum vinnustað.

Hyggja mætti hins vegar að því að senda þennan hóp í endurmenntun á hin almenna vinnumarkað þar sem vinnuframlags er krafist og bæta við aukafagi sem að héti lifað af lágmarkslaunum.

Krafan í Október á að vera einföld rjúfa þing og undanþingstjórn strax stjórn fámens hóps manna og kvenna með það eina markmið að rifa skútuna úr öldunni áhöfnin til hagsbóta og engum öðrum.

Mér er farið líkt og Kiðhús forðum þegar að bóndi og kerling komu en einu sinni til að krefjast launa fyrir greiðan. Mér er einfaldlega nóg boðið.


mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband