9.9.2012 | 22:47
Nauðsynlegt að vera læs
Ég er sammála ungum Framsóknarmönnum um þetta en vill þó að það verði aðeins útvíkkað ég tel nefnilega að það megi kenna forystumönnum okkar fjámálalæsi líka þannig að þeir fari betur með fé okkar borgaranna. Ég tel til dæmis jólaserínuna við höfnina sem heitir víst Harpa algjörlega lysandi dæmi um lélegt fjármálalæsi eða þá göng sem að vafamál eru að skili arði og ótalmargt fleira. Þess vegna á að einbeita sér að okkur gamla fólkinu því hvað segir ekki málshátturinn "ungur nemur gamall temur"
Síðan mættu ungir Framsóknarmenn beina því til forustu sinnar að leggja fram frumvarp sem að setur bönd á óskapnaðinn setur leikreglur og sér um að farið sé eftir þeim það var jú skortur á reglum sem að setti hér allt á hliðina. Það verkur spurningar hjá mér hvað gengur illa að setja ramma utanum þetta spurningar um hvað veldur varla eru það hagsmunir en þó er margreynt í sögunni að hagmunir eru dragbítur á réttlæti og framfarir í mörgum tilfellum. Ekki veit ég það þó en hitt veit ég að miðað við yfirlýsingar stjórnmálastéttarinnar um umhyggju hennar fyrir fólki og fénaði þessa lands ætti svona lagasetning ekki að taka nema daginn að mínu mati.
En að öðru leiti þörf ábending
SUF vill aukið fjármálalæsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2012 | 23:52
Eg er hugsi.
Fréttinn um að börnum sé meinuð aðganga að frístundaheimilum vegna skulda foreldranna hefur setið svolítið í mér vegna þess að þetta setur borgaryfirvöld í borginni minni á svipaðan stall í huga mínum eins og meðal handrukkara og var þó ekki úr háum söðli að detta fyrir þau í mínum huga.
Þau sömu borgaryfirvöld og sötruðu fría mjólk í kaffi á meðan þau snarhækkuðu sopana ofan í þá sem að þau þjónusta. Ég var ekki spurður að því hvort ég vildi gefa þeim mjólk og þó er mjólkin keypt fyrir mína peninga sem að ég borga í sameiginlega sjóði okkar.
Ég efast ekki um að meðal þessara skuldara er fólk sem ætlar aldrei að borga fólk sem hleypur frá ógreiddri leigu, rafmagni. síma og öðru sem við venjulegir borgarar stöndum skil á en innan um er líka fólk sem berst harðri baráttu við að klæða börn sín og fæða og lifa á tölum sem eru undir framfærslu viðmiðum gefnum út af yfirvöldum sem ekki nokkrum manni í þeim geira dytti í hug að láta bjóða sér til annars en innkaupa fyrir langa helgi.
En núna eru margir úr hópi skuldaranna að reyna að kaupa skólavörur skólaföt og annað til að börnin skeri sig ekki úr og verði ekki fyrir aðkasti og einelti í skólanum því standardinn línan eða hvað sem er er jú sett af þeim sem meira mega sín hin verða að fylgja með til að verða ekki eins og halta dyrið sem hjörðin leggst á þangað til það flyr frá henni. Áhyggjur af því að geta þetta ekki eru nú auknar með þessu og um leið þá er hluti af lífsbjörginni tekinn frá þeim því hvað margir ætli stundi vinnu á meðan börnin eru í gslu og verða þá að láta af henni og ekki lagast skuldastaðan við það.
Ég er hugsi yfir því að allir þessir aðilar sem brosa svo sætt framan í landmenn í sjónvarpinu og tala um velferð umhyggju og bætta líðan barna skuli ekki finna aðra aðferð til innheimtu það mætti jafnvel hafa þetta frítt ég myndi ekki sjá eftir útsvarhlutanum mínum í svona verkefni.
Ég er líka hugsi yfir því sem ég heyri allt of oft en það er fólk sem að lytur á alla þá sem minna mega sín sem eitthvað hyski sem sukkaði fyrir hrun og á ekkert betra skilið og í þeim hópi er fólk sem telst til þess fólks sem við höfum falið forsjá okkar.
Ég er hugsi yfir þeirri lítilmennsku sem við synum okkar minnstu þegnum og hvers vegna sómakennd okkar er ekki meiri við virðumst hafa fundið friðþægingu fyrir okkur sjálf friðþægingu setta fram af fjölmiðlum aþingismönnum og öðrum friðþægingu í því að fólki sé nær skuldarar eigi að vita að þeir eiga alltaf að borga skuldir sínar.
Hvað höfum við oft heyrt þessi orð og þegar ég heyrði þau á kosnginanótt af munni fulltrúa flokks sem kennir sig við hægri stefnu lofaði ég sjálfum mér því hægrimaðurinn sjálfur að meðan einstaklingar með þessa skoðun og sómakend eru í forsvari þar mun ég aldrei eiða atkvæði mínu á þann flokk og ég er ekki einn um að láta þessi orð misbjóða mér.
Fólk á að borga skuldir sínar en kaupi maður sjónvarp á raðgreiðslum og seljandinn steli því af manni og rukki mann síðan tvöfalt fyrir það og það án þess að skila því aftur þá tel ég að röksemdin fyrir því að borga sé fallinn.
Mér finnst athyglisvert að hlusta á þær áherslur sem eru í fréttum á morgun er dagur minnihlutahóps sem fagnar réttindum sínum, þessi hópur hefur fengið mikla umfjöllun í dag og er það vel en eg hefði líka vijað sjá svipað magn af umfjöllun um þau sjálfsögðu réttindi barna að geta stundað leik og störf með félögum sínum umfjöllun eða þögn fjölmiðla í hinum ýmsu málum valda því að traust mitt til þeirra er svo til horfið. Ég tek þó fram að þetta miðast einungis við þá fjölmiðla sem að ég hlustaði á en bið forláts ef einhver fjölmiðill hefur kafað virkilega í þetta mál.
Ég er hugsi yfir því að þegar bjátar á og grípa þarf til aðgerða þá er alltaf farið í þá sem minnst mega sín það er fjárhagslega eins og í þessu tilfelli þar sem börn þeirra sem skulda fá ekki inn á frístunda heimilum er það vegna hugleysis leiðtoga okkar eða tenginu þeirra við öflin sem hafa fjármagnið mér er spurn.
Gæti verið að sumar þessar skulda séu vegna þess að fólk er að reyna að borga og standa í skilum með húsnæði og nauðsynjar handa börnum sínum eigum við ekki að hugsa aðeins lengra og velta þvi fyrir okkur hvers vegna ekki ætti að meina börnum þeirra sem hafa fengið afskriftir í bönkunum inngöngu í frístundaheimilinn þeir eru að mínu mati aðal orsök aðstæðna stór hluta skuldara hér á landi..
Þær afskriftir er fólkið í landinu að borga með minnkandi ráðstöfunartekjum sama hvað Jóhanna og Steingrímur segja. Ég gæti svo sem talið upp einhverjar afskriftir en læt það vera núna en af nógu er að taka.
Ég tel að þessir einstaklingar skuldi mér mun hærri fjárhæðir heldur en einstæða móðirinn eða faðirinn sem að ekki nær að standa í skilum með matarreikninginn í skólanum og ég krefst því að börnum þeirra verði vísað úr mötuneytum skólanna til að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem að ég tel að skuldi mér pening.
Að vísa börnum þolendanna út en ekki gerendanna er mismunun af verstu svort að mínu mati.
Þó ég sé hugsi yfir þessu eins og sjá má efast ég ekki um að þessu verður kippt í liðinn nákvæmlega sama umfjöllun var fyrir ári síðan og þá var málum kippt í rétt horf, en í mínum huga er það til marks um að fulltrúar þeir sem við höfum valið okkur til forustu valda ekki verkinu að sömu málin skuli koma upp ár eftir ár og ekkert virðist hafa verið gert til að ráða bót á þeim.
Að lokum þá eiga þeir sem að geta staðið í skilum og gera það ekki að skammast sín og drattast til þess við hin sem að notum fyrr talda sem afsökun til að gera ekki neitt og mótmæla óréttlæti ef er eigum líka að skammast okkar fyrir að hafa týnt sóma og samkennd vorri.
Ég vona síðan að fyrirmenn vorir eigi góðan gleðidag á morgun og er nokkuð viss um að þetta mál truflar ekki gleði þeirra og innilegri barnatrú á það að þeir séu að gera það besta fyrir okkur borgarana enda bestir.
Óverjandi að mismuna börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2012 | 18:34
Að axla ábyrgð
Ef að Reykjavíkurborg vill axla ábyrgð þá fer ég fram á það að það verði sett stofn sérdeild innan sorplöggunnar sem að hefur það verksvið að hlaupa um ganstéttir og þefa upp i hundaskít sem er að fara með borgina í hundana. Það hins vegar er ekki inn því að hundahald þykir fínt og svona svolítið elítulegt að mínu mati. Það má ekki trufla þó að við hinir borgarbúarnir lendum í að stíga ofan í viðbjóðin um alt. Það er regla frekar en undantekning þegar labbað er um bæinn að maður rekst á hálfbeygða hunda út um hvippinn og hvappinn að ganga örna sinna meðan að eigendurnir horfa blístrandi á hálofta ferðir millilandaflugvéla og þykjast ekkert sjá áður en þeir læðast í burtu og líta í hina áttina.
Nei fyrst vill ég sjá hundadrella löggu áður en að ég sé í afturendana á Stasi upp úr öskutunninni hjá mér.
Þetta er síðan ekkert annað en aukin skattheimta á okkur borgarana en það hefur Gnarrinn og hans hirð verið fljót að nema enda Samfylkingin afburða góður kennari í því hvernig á að jafna lifistandardinn hjá fólki með því að taka af sumum en því er nú sjaldnast dreyft til annrra.
Sorplöggurnar aðeins reyksprengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2012 | 17:51
Skal!
Ég hnýt um orðin
"möguleikinn á lagningu rafmagnsstrengs milli Íslands og Bretlands skal kannaður með jákvæðum augum,"
Ég er fylgjandi iðnvæðingu landsins en þau verðmæti á að skapa hér á landi en ekki flytja orku úr landi það á að nota margfeldisáhrif hennar til verðmætasköpunar hér heima.
Það á síðan ekki að selja landi, sem setti á okkur hryðjuverkalög svo mikið sem sem 1w og að lokum á að kanna hluti á hlutlausan og yfirvegaðan hátt en ekki gefa fyrirskipun um að hlutir skuli kannaðir með jákvæðum augum þannig fást sjaldan réttar og hagkvæmar niðurstöður heldur fyrirframákveðið moð.
Eða hvað þýðir "skal kannaður með jákvæðum augum" annað en að niðurstaðan skuli vera fyrirfram ákveðin fyrir þann sem þegar er búin að ákveða hvað telst jákvætt við málið og í herbúðum þeirra sem nú ráða er það jákvæða að selja allt sem hægt er úr landi og koma lifskjörum hér á það stig að það hægt sé að sannfæra fólk um að það sé betra í ESB
Skrifað undir viljayfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2012 | 16:07
Til skammar
Það er til skammar að þing skuli enn fara í frí lungað úr árinu í raun á þing að taka sér einn mánuð í sumarfrí eins og aðrir þetta er algjör tímaskekkja og ætti að breyta strax. Það er löngu liðin tíð að þingmenn þurfi að komast gandríðandi heim í sveit í sauðburð og þar að auki eiga þingmenn ekki að hafa þingmensku að aukastarfi.
Við skulum´nefnilega ekki gleyma kjördæmavikum og þess háttar þannig að þegar upp er staðið er viðverutíminn við Austurvöll ekki langur á hverju ári
Breyta þessu strax nóg er nú samt sem að maður þarf að horfa upp á frá því sem kallað er æðsta stofnun þjóðarinnar.þ
Kvöldfundur vegna fjölda mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2012 | 14:05
Sér til skemtunar.
Ef einhverjum leiðist þá mæli eg með smá ferð um undraheima Google þar sem orðin verðbolga hjaðnar Verðbolga hefur náð hámarki og svo framvegis eru notuð. Síðan má telja niðurstöður leitarinnar í staðin fyrir kindur þegar gengið er til svefns.
Þessi ferð sýndi mér í fljótu bragði að veðurspá er nákvæmari en fjármálagreiningar.
Telja að verðbólgan hafi náð hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2012 | 11:37
Grafalvarlegt mál
Nú þarf Mannlif að staðfesta það að þeir standi við fréttina og dómarar að staðfesta orð sín síðan þarf að rannsaka hvort sannara reynist. Hér er nefnilega ekkert smá mál á ferð.
Sé fréttin rétt er ekkert smá mál að Hæstiréttur sé margklofinn í flokkadráttum
Sé fréttinn röng er það öllu verra við erum að tala um æðsta dómstig landsins.
Það er grafalvarlegt ef rétt væri að blaðamaður skáldaði frétt um æðsta dómstól landsins og ef svo væri hver er þá trúverðugleiki þeirra í öðrum málum.
Það er líka grafalvarlegt ef að félagar Jóns Steinars hafa logið að honum og talað við blaðamann en þræta fyrir það og gefa honum heimild til að opinbera það og þar með gert orð hans og yfirlýsingu ómerka.
Því á að fara fram tafarlaus rannsókn á þessu máli og leiða hið sanna í ljós og skrýtið að ransóknarglaðir þingmenn hafi ekki þegar farið fram á það.
Þetta er nefnilega alls ekkert smá mál
Ræddi ekki við dómara Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2012 | 17:33
Erfitt líf forustunar.
Ég kenni til með forsvarsmönnum ASI þeim hefur tekist nokkuð vel og lengi að blekkja umbjóðendur sínar fyrir velferðarstjórnina, sjá um friðargæslu í partýinu á Glæsivöllum og að hægt sé að stunda þá Þórðargleði sem þar á sér stað óáreitt.
Þetta verk hefur þó orðið efiðara og erfiðara eftir því sem tímin líður og kæruleysi gesta aukist í réttu hlutfalli við lengd dvalar í gleðskapnum og er það nú að mínu mati orðið fullt verk hjá blessaðri forustu launþega að halda uppi Potekim tjöldunum sem varna því að almúginn sjái að gestirnir eru allir berrassaðir þó þeir telji sig fullklædda rétt eins og keisarinn sem reið bíspertur niður götuna í velþekktu ævintýri.
Það eru allir búnir að gleyma orsök þess að öll veisluföngin duttu í gólfið og brotnuðu 2008 og hafa hent sér á fullu í gleðskapinn aftur og sem fyr er gleðinfólgin í því að sulla á annarra kostnað.
Það er þó einn munur á en sá er að stór hluti þjóðarinnar hefur fengið sýn á málin og gerir sér grein fyrir því að þeir sem sleppa undan ýmindar gæslumönnunum og birtast spígsporandi á flötunum eru ekki í neinu. Það eina sem vantar er að einhver saklaus óvitinn sem ekki kann að segja ósatt láti orðin hljóma "En þau eru ekki í neinu"
En sé miðstjórnin ósátt við þetta þá beindi ég á tengilinn að neðan sem sýnir hverjir eru í stjórn og hverjir eiga Framtakssjóðin mér sýnist að ASI ætti að geta kippt málunum í liðin ekki hefur alla vega staðið á Gylfa að mótmæla því að tekið yrði tillit til forsendubrests á lántakendum og það hvarflar að mér að nú skilji maður hvers vegna ekki er hægt að leiðrétta lánin þegar maður sér í hvað peningurinn fer.
En verði þetta ekki lagað þá sjá allir klæðleysi forustunnar verði það laga breytist álit flestra á forustunni ekki neitt hún er í raun að mínu mati hátalarakerfi þeirrar stjórnar sem hér ríkir.
http://framtakssjodur.is/index.php?option=com_content&view=article&id=96&Itemid=261
Ósátt við hækkun stjórnarlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2012 | 21:25
Ekki að ræða það.
Við eigum að nota okkar orku sjálf og aldrei að tengja okkur við sameiginlegt orkukerfi Evrópu. Virkjunarhraði á að taka mið af fjölgun fólks og þörf fyrir innlenda verðmætasköpu.
Ég er á móti þessu til dæmis vegna þess að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og er ekki treystandi og til dæmis vegna þess að það mun hækka orkuverð hér innanlands það er ekki það gott að búa hér á hjara veraldar að það þurfi að græðgisvæða eitt af því fáa góða sem við eigum eftir og það er raforka á mansæmandi verði þó ekki fyrir alla en orkuverð á landbyggðinni er ekkert lágt og myndi bara hækka yrði tengt við Evrópu.
Virkjanir yrðu síðan byggðar af erlendu vinnuafli þvi það er búið að eyðileggja iðnmenntun hér á landi bæði vegna ástar stjórnvalda á bóknámi og þeirri staðreynd að Íslenskur iðnaður borgar ekki samkeppnis fær laun nema að hægt sé að vinna sér þau inn og flytja síðan til láglauna landa og lifa af þeim þar.
Því segi ég kemur ekki til mála að fara að selja það sem gerir Ísland byggilegt úr landi.
Hafa áhuga á orku frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2012 | 13:19
Að sýna fordæmi.
Hvernig væri nú að bankar og fjármálafyrirtæki drægu úr jafnvel bönnuðu utanlandsferðir í sínu nafni og ef farið yrði þá yrði farið með takmarkað magn gjaldeyris gist á farfuglaheimilum og tekið með nesti.
Eða stjórnsýslan Brusselfarar og erindrekar Íslands á erlendri grund það er búið að finna upp fjarfundabúnað og annað þess háttar þannig að það þarf ekki að flakka svona það kostar líka gjaldeyri.
Hvað skildu þeir sem stjórna hér hafa fengið mikinn gjaldeyri til brúks á sínum ferðalögum síðustu ár.
Það sem verið er að ýja að hér er svo sem ekkert nýtt það þarf að banna hinum almenna borgara að ferðast því að ekkert má valda truflun og hugarangri meðan að fjármálafyritækin eru að sjúga lífdropana úr honum. Það sem skeði hér var jú allt þessum sama auma almúga að kenna samkvæmt innvígðri söguskoðun þeirra sem alsaklausir eru að sínu mati.
Hver man ekki eftir því að hrunið varð vegna flatskjákaupa þessa almúga.
Minnir mann svolítið á að það má ekki stressa sláturgripi þá verður kjötið vont, þetta er svona ekki láta pöpulinn vera að flækjast þetta hann eyðir peningum sem að við gætum annars náð af honum.
Ég fæ óbragð í munn og verk í eyru þegar fjámálageiri og stjórnvald minnast á almúga í dag. Almúgann sem þeir byggja tilveru sína og lífsviðurværi á en margir þeirra óttast orðið svo mjög að þeir þurfa orðið líífvörð af ótta við hinn sama almúga.
Ekki dettur þeim í hug að þeir hafi gert eitthvað sem hafi valdið reiði almúgans nei stjórnvöld og fjámálafólk í dag er farið að líta á sig eins og einvaldar á árum áður sem fengu vald sitt frá guði.
Eini munurinn er að hinn nýi guð heitir Mammon og hefur ekki verið þekktur af því að lyfta sálum þeirra sem á hanntrúa á æðra stig.
Fólk hvatt til eyðslu í stað sparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |