28.3.2012 | 17:40
Langt út fyrir rammann
Kosningar og ákvörðunarréttur fólks er heilagur réttur í lýðræðisþjóðfélögum.
Það að samtök fjármálafyrirtækja skuli leyfa sér að lýsa yfir áhyggjum af því hvort að fólk fær að nota hinn lýðræðislega rétt sínn eða ekki vekur í huga mér upp þá spurningu hvort að þessi fyrirtæki séu í raun orðin hættuleg lýðræði og þar með fólkinu í lýðræðisríkjunum.
Það að þau leyfi sér að lýsa þessu yfir og ekki síst að þau hafi sérstakar áhyggjur að því ef sagt sé nei (má eiginlega skilja sem hótun um að það eigi að segja já eða hafa verra af)
Það að þau opinberi þessa skoðun sína finnst mér bera merki um að þau hafi nú þegar lagt hina pólitísku stétt að velli og hafi hana í hendi sér eins og brúðumeistarar í leikhusi.
Ég hef ekki áhyggjur að lýðræðinu en ég hef orðið áhyggjur að þeim sem vilja það feigt og að menn og konur verði að halda vöku sinni og standa vörð um það en fljóta ekki sofandi að feigðarósi.
Bankar hafa áhyggjur af þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2012 | 10:33
Segð ekki nei.
Segð ekki nei segðu kannski kannski kannski var einusinni dægurlaga texti.
Mér er spurn hvort að lýðræðinu sé ekki lokið í evrópu ef að ekki er hægt að segja nei lengur
Ef að niðurstaða úr öllum kosningum verður að vera já annars lendirðu í frostinu er þá ekki búið að innleiða kerfi sem var bíðum aðeins við hvar var það aftur. Jú var það ekki í Rússlandi ráðstjórnarinnar.
Það er örugglega rétt hja ESB sinnum að það er enginn lýðræðsihalli í ESB enda er þar ekkert lýðræði að mínu mati. Þú bara segir já eða nei eftir því sem að þú att að gera og misskilijrðu það þá bara greiðirðu atkvæði aftur
Írar myndu missa áhrif innan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2012 | 09:30
Öfugmæli
Samkvæmt orðabókinni þýðir tap það að maður verður fyrir missi, týnir eða tapar einhverju sem að maður á. Það er ekki tap ef ég tek hjólbörur nágranna míns og verð að skila þeim aftur. Þá hef ég ekki tapað hjölbörum.
Það að skilgreina eign sem verður til við ólöglega framkvæmd sem tap er skrumskæling á þessu orði að mínu mati. Hið rétta er að bankarnir hafa hagnast um 51 milljarð með athæfi sem dæmt var ólöglegt það er mun réttari sýn á málið að mínu mati frekar en að þeir hafi tapað einhverju.
Að umræðan sé á þessum nótum er að mínu mati dæmi um lélegt siðferði eða hvað er það annað en skrumskæling á siðferði þegar það telst tap að þurfa að skila aftur 51 000 000 000 af ólöglega fengnu fé og stjórnvöld leita allra leiða til að bæta þeim sem glæpinn framdi skaðan, fjölmiðlar taka undir söngin um tapið en þeir sem urðu fyrir skaðanum liggja óbættir hjá garði og stjórnvöld standa ekki vörð um hagsmuni þeirra.
Það virðist sem ekkert sé gott og gilt nema hagsmunir fjármagnsins er það kannski vegna þess að fjármagnið hefur hreðjatök á fjórðavaldinu gegnum skuldastöðu þess það skildi þó ekki vera það er eitthvað bogið við fjórðavald sem að fullyrðir dag eftir dag að einhver hafi tapað fé af því að hann var dæmdur til að skila því sem hann tók ólöglega.
Það er líka eitthvað bogið við stjórnvöld sem að verja þá sem dæmdir hafa verið fyrir ólöglegan verknað.
Síðan er annar flötur á þessu ef fjármálafyrirtæki hafa tekið 51 000 000 000 til sín á ólöglegan máta þá hafa þau með því tekið þetta fjármagn úr veltu þjóðfélgasins aukið kyrrstöðu og tap og valdið skaða eins og minni VSK veltu og að mínu mati spurning hvort að þar sé ekki um refsiverða háttsemi að ræða.
Rétt er fyrirsögnin
Bankarnir sem um ræðir tóku til sín 51 000 000 000 af fé fyrirtækja og almennings á ólögmætan hátt.
Tapa 51 milljarði á dómnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 11:48
Ómarkviss stofnun
Eina markvissa aðgerðin er að leiðrétta hjá öllum Hvenær ætla fréttamenn bjúrokratar stjórnsýslan og fjármálaapparöt að skilja að hér er ekki um niðurfærslu að ræða heldur leiðréttingu eða jafnvel betra orð aðgerð til að skila til baka fé sem fengið er á siðferðilega röngum forsendum. Einungis almenn aðgerð tekur markvist á vandanum handval milli aðila hver er bær til þess að fá leiðréttingu og hver ekki er ómarkviss óréttlát og býður upp á spillingu eru til dæmis þeir sem þekkja fólk í áhrifastöðum þá líklergri til að fá leiðréttingu frekar enn aðrir.
Það má síðan leiða rök fyrir því að hluti þeirra sem að þurfa á mestri aðstoð að halda séu einfaldlega gjaldþrota og með því að beina allri aðstoð til þeirra þá sé verið að færa fjármagn til fjármálafyrirtækja því þegar þau eru búin að sjúga til sín hjálpina ganga þau hvort eð er á leifarnar ef skrokknum.
Það á að láta jafnt yfir alla ganga en ekki að bjóða upp á frekari spillingu og ívilnanir til þoknanlegra Síðan á að hjálpa þeim sem að og langt voru sokknir á fætur á ny
Andvíg almennri skuldaniðurfærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2012 | 12:53
Að drepa málum á dreif
Það verður ekki af Jóhönnu Sigurðardóttur skafið að mínu áliti að hún er snillingur í að drepa málum á dreif kæfa þau í nefnd og þess háttar og félagar hennar í ríkistjórn eru engu betri. Enda hefur þessi stjórn ekki gert neitt og það litla sem hún hefur gert er frekar til tjóns.
Eftirfarandi setning vekur þó sérstaka athygli mína
"Menn eru í ráðherrahópi að skoða hvaða leiðir er hægt að fara án þess að það komi harkalega niður á skattgreiðendum og lífeyrisþegum"
Ég veit ekki betur en að velflestir sem hér um ræðir séu skattgreiðendur margir eru einnig lífeyrisþegar og afhverju minnist hún ekki á þá sem greiða Lífeyrissjóði.
Ég held stundum að stjórnvöld haldi að þau séu stjórnvöld í ríki fjárfesta og aðrir séu ekki til og miðað við stjórnafar hér sem kennir sig við velferð þá langar mig að vita hvernig Íslensk stjórnvöld skilgreina óvelferð.
Komið verði til móts við þá verst stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2012 | 12:06
Englasöngur.
Þennan morguninn flýgur manni í hug sálmurinn sjá himins opnast hlið ef ég man rétt þá er textinn í fyrsta versi einhvenvegin svona
Sjá, himins opnast hlið,
heilagt englalið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
:/: Yfir eymdardal. :/:
Þetta á vel við núna þegar vér heyrum kvein þeirra sem saklausir eru ákærðir er þeir bera sig sáran undan ranglæti óréttláts heims.
Það er þó eitt sem að ég get aldrei skilið í hinu Íslenska hruni.
Ég gerði ekki neitt ég trúði ekki fagnaðarerindinu sem boðað var um eilífðarríki Mammons ég bara lifði mínu lífi. Svo að ég er sennilega í saklausara lagi og einn af þeim sem kannski má flokka til þeirra skynsömu sem oft er talað um þegar kemur að umræðum um það að leiðrétta ránið þá má það ekki vegna þess að Það kemur niður á hinum skynsömu.
En það sem ég get ekki skilið er hvers vegna ég er að borga hrunið ásamt þeim meðbræðrum mínum sem líkt er farið um.
Afhverju er reikningurinn sendur á mig.
ER EKKI MÁL AÐ ÞVÍ LINNI ?
Segja mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2012 | 13:57
Hverju á að trúa
'i dag fjölgar langtíma atvinnulausum en hvað var sagt þann 13 janúar fyrir rétt rúmum mánuði þá birtist þessi frétt
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/10/13/enn_dregst_atvinnuleysi_saman/
Hvað er svo rétt hvort fjölgar eða fækkar og á hverjum er mark takandi
ekki veit ég það
Langtímaatvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 17:02
Veruleg útgjöld fyrir bankana.
Ef málið hefði fallið á hinn veginn hefði verið talað um veruleg útgjöld fyrir heimilinn sennilega ekki bara verið talað um að skuldarar ættu að greiða skuldir sínar eða hvort að fólk héldi að það þyrfti ekkert að borga.
Inntakið í fréttinni er það að fjármálastofnanir þurfa að skila aftur illa ólöglega fengnu fé og einhver hlýtur að þurfa að svara til saka fyrir þá staðreynd að þetta fé var tekið ófrjálsri hendi.
Eða er það ekki ??????????????????????
Miði við erlendu vextina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 12:47
Hærra kaup þar líka
Dýrara að leggja í nágrannalöndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2012 | 13:06
Prósentur
Í fréttinni segir
Samanlögð raunbreyting kredit- og debetkortaveltu einstaklinga í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslu hérlendis og jókst veltan á þann mælikvarða um 4,4% í janúar borið saman við sama mánuð fyrra árs"
Það er gott mál að einhverjir eiga pening og eru að eyða enda þarf ekki annað en að skoða launahækkun forsætisráðherra og þingmanna til að sjá að einhverjir halda í við verðbölguna og hafa því eyðslufé.
En það sem er skrítið er frétt frá sama banka um sama mál í sama blaði http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/14/kortin_notud_meira/
En hér segir eftirfarandi og það sem vekur athygli mína er mismunurinn á prósentunum
"Heildarvelta debetkorta í janúar 2012 var 27,5 milljarðar króna sem er 31% samdráttur frá fyrra mánuði en 6,9% aukning miðað við janúar 2011.
Heildarvelta kreditkorta í janúar 2012 var 31,6 milljarðar króna sem er 6,2% aukning frá fyrra mánuði og 11% aukning miðað við sama mánuð árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands."
Ég er ekki hagfræðingur enda skil ég þetta ekki
Útlit fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |