Að sýna fordæmi.

Hvernig væri nú að bankar og fjármálafyrirtæki drægu úr jafnvel bönnuðu utanlandsferðir í sínu nafni og ef farið yrði þá yrði farið með takmarkað magn gjaldeyris gist á farfuglaheimilum og tekið með nesti.

Eða stjórnsýslan Brusselfarar og erindrekar Íslands á erlendri grund það er búið að finna upp fjarfundabúnað og annað þess háttar þannig að það þarf ekki að flakka svona það kostar líka gjaldeyri.

Hvað skildu þeir sem stjórna hér hafa fengið mikinn gjaldeyri til brúks á sínum ferðalögum síðustu ár.

Það sem verið er að ýja að hér er svo sem ekkert nýtt það þarf að banna hinum almenna borgara að ferðast því að ekkert má valda truflun og hugarangri meðan að fjármálafyritækin eru að sjúga lífdropana úr honum. Það sem skeði hér var jú allt þessum sama auma almúga að kenna samkvæmt innvígðri söguskoðun þeirra sem alsaklausir eru að sínu mati.

Hver man ekki eftir því að hrunið varð vegna flatskjákaupa þessa almúga.

Minnir mann svolítið á að það má ekki stressa sláturgripi þá verður kjötið vont, þetta er svona ekki láta pöpulinn vera að flækjast þetta hann eyðir peningum sem að við gætum annars náð af honum.

Ég fæ óbragð í munn og verk í eyru þegar fjámálageiri og stjórnvald minnast á almúga í dag. Almúgann sem þeir byggja tilveru sína og lífsviðurværi á en margir þeirra óttast orðið svo mjög að þeir þurfa orðið líífvörð af ótta við hinn sama almúga.

Ekki dettur þeim í hug að þeir hafi gert eitthvað sem hafi valdið reiði almúgans nei stjórnvöld og fjámálafólk í dag er farið að líta á sig eins og einvaldar á árum áður sem fengu vald sitt frá guði.

Eini munurinn er að hinn nýi guð heitir Mammon og hefur ekki verið þekktur af því að lyfta sálum þeirra sem á hanntrúa á æðra stig.


mbl.is Fólk hvatt til eyðslu í stað sparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Jensdóttir

Hvað ætli hinn illræmdi almúgi borgi mikið í gjaldeyri fyrir maka sem fara með í utanlandsferðir td ráðherra á ári???????

Birna Jensdóttir, 29.3.2012 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð ábending að sparnaði banna mökum að að fara með það sparar gjaldeyri

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.3.2012 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband