Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
30.9.2011 | 22:53
Laugardagurinn 1 Oktober
Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður mætt á morgun ég ætla að mæta þó að athöfninni hafi verið flýtt og ég hvet sem flesta til að mæta og mótmæla friðsamlega. Að mínu mati væri réttast að mótmæla með því að mannfjöldin snéri baki í alþingismenn í algjörri þögn meðan mótmælt væri.
Það sýndi þeim þá virðingu sem að við berum til þeirra að virða þá ekki viðlits.
Síðan á að mótmæla þegar stefnuræðan verður flutt af meiri hávaða og látum með því að berja tunnur og minna Jóhönnu á hverju hún lofaði síðast. Sé ekki eitthvað gert nú þá á stjórnin að vera farin frá fyrir áramót.
Það er engin afsökun að vitna alltaf í hvort við viljum fá hrunflokkana til valda það á ekki að gleyma því að Samfylkingin er ein af þeim. Það er líka ljóst að vér landsmenn erum algjörlega sammála því sem að kemur fram í atvinnustefnu stjórnvalda sem vilja alltaf eitthvað annað. Við viljum eitthvað annað við stjórnvölin núna.
Morgun dagurinn verður merkilegur og fróðlegt að sjá hvað margir mæta því að verði ekki góð mæting þá er ljóst að fólk vill hafa þetta svona og á að hætta þesu nöldri því að ef þeir sem eru að berjast fyrir okkur til að ná fram sjálfsögðum rétti okkar fá ekki stuðning þá er baráttan til lítils.
Svo þið sem eruð atvinnulaus óánægð með afkomu ykkar og aðgerðarleysið óanægð með allt það sem hefur gengið á mætið núna og synið það ef að þið gerið það ekki þá þyðir það að þið eruð ánægð með ástandið eða það löt að þið ætlist til að aðrir lagi það fyrir ykkur.
Mótmælið síðan friðsamlega og synið Alþingismönnum að við berum meiri þroska en þeir
Hvetur til friðsamlegra mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2011 | 17:26
Smá kaldhæðni.
Ég styð kröfu lögreglumanna til bættra kjara eins og ég styð kröfu samlanda minna til þess að lifa við betri kjör og mannsæmandi lífi hér á klakanum.
Það er þungt fyrir foreldra þessa lands að ástandið skuli vera þannig að börn þeirra tali ekki um annað en að flytja úr landi.
En það er ekki málið málið er það að ég og fleiri styðjum lögreglumenn sem síðan nýta sér þá staðreynd að vér almúginn ætlum að vera viðstödd þegar ómissandi fólkið mætir í vinnu að loknu sumarfrí sem var að vísu truflað smá. Þeir nýta sér þann þrýsting sem að þessi vitneskja skapar.
Lögreglumenn nýta sér óttan við þá sem sviknir hafa verið í bak og fyrir undanfarin ár. Þetta veldur því að það verður samið við lögreglumenn eða alla vega þeim verður talið trú um það eins og okkur hinum að það eigi að gera eitthvað.
Þetta leiðir til þess að sömu lögreglumenn og nú hafa stuðning okkar munu standa á bak við skildi og sjá til þess að engin komist nálægt ómissandi fólkinu á laugardaginn. Þeir munu beita því sem að kallað er hæfilegu valdi á okkur sem að studdum þá tveim dögum áður.
Þeir verða jú komnir í vinnuna og búið að lofa þeim betri kjörum sem verður síðan svikið eða getur einhver bent mér á ósvikið loforð þessarar ríkistjórnar.
Innganga í ESB er undanskilin:
Stenfa stjórnarinnar er í stuttu máli. Það sem þjóðin vill fær hún ekki það sem hún vill ekki skal hún éta.
Kaldhæðnin er að lögreglumennirnir sem að eiga stuðning okkar allra eru í raun að nota okkur sem styðjum þá sem skiptimynt í baráttunni sem er ekkert óeðlilegt.
En fórnarkostnaðurinn er að þeir þurfa að standa á laugardaginn og beita þá sem í raun styðja þá hóflegu valdi til varnar ómissandi fólkinu sem að ræður launaumslaginu þeirra.
Það má því segja að afkoma og baráttu mál okkar hinna séu fórnarkostnaðurinn.
Það hefði verið svolítið sniðugt að við sem ekki erum í lögreglunni en viljum líka ná réttlæti hefðum slegið hring um stjórnvöld í dag til að verja þau fyrir kröfum lögreglumanna sem að kannski hefðu lánað okkur skildi og hlífar.
Það hefði verið smá upplyfting og hægt að brosa að því sem ekki veitir nú af það er ekki svo margt sem að léttir fólki lundina á þrælaeyjunni nú um stundir. Og rökrétt hefði það verið´.
Vinnuhópur um mál lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2011 | 16:44
Barátta fyrir betri heimi.
Vátryggingarsvik, eins og önnur svik, er vandamál sem bitnar verst á þeim sem síst skildi. Þessum langstærsta meirihluta sem er ekki að haga sér svona. Því vilja menn ná árangri í því að sporna við slíkri hegðun og við erum að feta okkur áfram í að finna leiðir til að draga úr þessum vágesti."
Það er gott að samtök fjármálafyrirtækja leita leiða til að bæta hegðun okkar landsmanna. En má ekki líta sér nær kannski skil ég fréttir vitlaust en eru það ekki í fyrirtæki í þessum geira sem eru að vörslusvipta án þess að alltaf sé réttur þeirra hafin yfir allan vafa, voru það ekki fyrirtæki í þessum geira sem settu eitt land á hausinn, og áfram mætti telja.
Ég er sammála Guðjóni að svik eru svik og á að berjast á móti af öllum mætti en þó hvarflar að mér nú um stundir að ekki séu svik alltaf svik því hvernig stendur á að en hefur enginn fundist sem að sök ber og hefur gert neitt rangt í efnahagshruni þjóðar.
Ekki voru það vátryggingarsvik almennings sem ollu bankahruninu held ég.
Ósáttur við gagnrýni FÍB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2011 | 14:08
Smjörklípa?
Það er athyglisverð tímasetning á þessari frétt ég leyfi mér að trúa því að varla sé um tilviljun að ræða að þetta lendir í umræðunni nú þegar að lögreglumenn eiga í baráttu og að heyra í fréttum að það orki tvímælis ef lögreglumenn eða fjölskyldur þeirra séu í rekstri en svo mátti skilja í einni fréttinni.
Ef það orkar tvímælis orkar þá ekki tvímælis þegar að fjölskyldumeðlimir þingmanna eða jafnvel ráðherra eru með fyrirtæki og já eru jafnvel í vinnu við að verja aðila sem alla vega sumir meina að hafi brotið lög.
´
En hvað um það þessa frétt lít ég á sem smjörklípu setta fram í þeim eina tilgangi að ná betri vígstöðu gagnvart lögreglumönnum og setta fram með vilja fólksins sem er orðið svo hrætt við það fólk sem það hefur sitt umboð frá að það ætlar að rífa sig á fætur fyrir allar aldir til að geta sett þing áður en að fólkið í landinu vaknar.
Útboð ekki mögulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2011 | 12:05
Að fara eða fara ekki á Austurvöll
Hvers vegna ætti ég að mæta á Austurvöll 1 Október.
Þegar spurt er stórt verður stundum fátt um svör. Ætti ég að mæta til að viðra mig og fá mér kaffi við völlinn eða ætti ég kannski að mæta vegna þess að þegar hrunið varð þá tryggði ríkið innistæður að fullu sem olli því að tryggðar voru 2318 miljarðar króna en tveir þriðju hlutar af skuldbindingu ríkisins við þessa tryggingu fóru í að bæta tveimur prósentum einstaklinga og sjö prósentum fyrirtækja innistæður sínar. Þetta voru bætur langt umfram lögboðna tryggingu bætur sem teknar eru af bakinu á mínum líkum. Hefði upphæðin sem tryggð var numið 5 miljónum hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu. Þessa auka tryggingu er verið að innheimta af mér og mér líkar það ekki Kannski ætti ég mæti til að mótmæla því.
efnahagslögsaga Evrópusambandsins er um það bil, 5,3 milljónir ferkílómetra sem svarar til 0,014 ferkílómetra á hvern íbúa. Þetta má ráða af Almanaki fyrir Ísland og grein á netinu, EEZ in Europe eftir Juan Luis Suárez de Vivero, prófessor í háskólanum í Seville.
Ef Evrópusambandið næði undir sig íslensku efnahagslögsögunni, þýddi það 14% stækkun hennar fyrir hvern íbúa. Íslendingar fengju hins vegar smækkun síns hlutar um 99,3% á hvern íbúa. Mér finnst við bera skarðan hlut frá borði og er því á móti stjórnvöldum að þessu leiti Ætti ég að mæta vegna þess að mér finnst stjórnvöld hafa svikið allt sem þau lofuðu og tekið sér stöðu með vogunarsjóðum og kröfuhöfum gagnvart fólkinu í landinu.
Ætti ég að mæta vegna þess að ég vil fá leiðréttingu á stökkbreytingu verðtryggðra húsnæðislána sem að étið hafa upp tíu ára vinnu mína og annarra.
Ætti ég að mæta vegna þess að atvinnustefna ríkisstjórnarinnar er í molum ekkert er gert ef það er ekki eitthvað annað og ef það er eitthvað annað þá er eitthvað annað betra.
Ætti ég að mæta vegna þess að stjórnvöld hafa gert ítrekaðar tilraunir til að svíkja þjóð sína með því að troða inn á hana Icesave samningum.
Ætti ég að mæta vegna þess að stjórnvöld settu lög sem björguðu lánastofnunum frá snörunni þegar lánaform voru dæmd ólögleg og skjaldborgin sem lofað var er ekkert nema Potekím tjöld.
Ætti ég að mæta vegna þess að verið er að afskrifa tugi jafnvel þusundir miljóna af sumum meðan aðrir eru bornir út
Ætti ég að mæta vegna þess að verðtrygging er notuð til stórfeldar eignaupptöku hjá mér og mínum líkum og höfuðgerendur í því máli eru sömu aðilar og settu hér allt á annan endann.
Margt fleira dettur mér í hug sem að mætti tína til á vogarskálar þess að mæta á Austurvöll.En ég ætla ekki að mæta á Austurvöll vegna neinnar af ofangreindum ástæðum ég ætla að mæta þarna vegna þess að ég er faðir og afi og mér er ljúft að mæta á þeim forsendum og mér ber skilda til að vernda hagsmuni afkomenda minna. Ég get ekki látið það viðgangast að vegna sinnuleysis í mér og minni kynslóð verði skilið við ástandið eins og það er núna breytinga er þörf breytinga sem að verða til þess að afkomendur okkar eiga að geta lifað hér á landi í einu ríkasta þjóðfélagi sem uppi er á þann máta að gæðum landsins sé skipt þannig að allir fái notið sín.Að afkomendur mínir og annarra geti lifað lífinu án þess að þurfa að leggja að baki tveggja ára vinnu á hverju ári bara til að eiga fyrir nauðsynjum.
Þess vegna mæti ég á Austurvöll mér er sama um það sem að mér snýr en það kemur ekki til mála að skilja rústirnar eftir óhreinsaðar eftir fyrir afkomendur mína og mér ber skylda til að stuðla að nauðsynlegum aðgerðum til að þeirra líf verði betra en forfeðra þeirra.En ætli maður að mæta þarf maður líka að vita hvað maður vill og mun ég í næsta pistli segja hvað mér finnst að þurfi að gera.
26.9.2011 | 11:06
Geggjuð veröld
Ekki er nú öll vitleysan eins sagði hún amma mín. Það á vel við í þessu tilfelli vísitölur hækka og lækka eftir því kvað mönnum heyrist hvíslað eða hverju er lofað. Það er engin innistæða fyrir þessu það hefur ekkert komið fram sem að sýnir aukna verðmætasköpun. Mér sem leikmanni finnst að sá heimur sem að kallaður er fjármálaheimur þurfi endurskoðunar við. Ríki eru reist og feld fólk er sett á götuna og hver er ástæðan. Jú í mörgum tilfellum orðrómur væntingar draumar og í verstu tilfellum kjaftæði.
Væri þetta alvöru iðnaður í raunverulegri vermætasköpun væri sennilega búið að banna hann vegna almannahagsmuna . Við merkjum tóbak setjum skatta á sykur allt í nafni hagsmuna almúgans en það má ekkert gera gagnvart fjármálaiðnaðinum þó sennilega hafi hann í mörgum tilfellum með stöðutökum yfirtökum og hvað þetta heitir allt valdið almennum borgurum í sumum tilfellum stórtjóni.
Bankar leiða hækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2011 | 09:31
Segir ekkert.
Þessi frétt segir manni ekkert að mínu mati, það segir í henni
"Hann benti á að frá árinu 2010 hefði ríkisstofnunum fækkað um 30 og ráðuneytum úr 12 í 10. Við höfum sett á fót nýjar stofnanir, sagði fjármálaráðherra og nefndi í því sambandi embætti sérstaks saksóknara og eignaumsýslu Seðlabanka Íslands og Fjármálaráðuneytisins"
En sparaðist eitthvað í krónum og aurum það er hvergi minnst á það af háttvirtum ráðherra Eg les úr fréttinni að í raun hafi stjórnsýslan ekkert sparað
Eða hvað þýðir á annan hátt eins og segir í málsgreininni hér að neðan
Auðvitað hefur þessi mikli samdráttur sem við höfum staðið fyrir haft mikil áhrif á rekstur ríkisins. En í raun hafa þessir atburðir á Íslandi haft áhrif á opinberan rekstur og vinnustaði á margvíslegan annan hátt"
Eða eftirfarandi
"Hann sagði að mætt hefði á opinberum rekstri á margan annan hátt en að taka á sig niðurskurð"
Mitt álit er að fréttin segi í raun á rósamáli Hipp Hip Húrrey okkur hefur tekist að vernda okkur sjálf og velta öllum byrðunum yfir á almúgann í landinu við erum hipp og kúúl Hipp Hipp húrrey
En þetta er mín skoðun og öllum frjálst að vera ósammála
Engin húrrahróp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 12:12
Þeir brosa mest.
Svo hljómar auglýsing sem fullyrðir að viðskipatvinir eins fyrirtækis séu alveg sérstaklega brosmildir. Þeir eiga vist að vera svona brosmildir vegna þess að þetta fyrirtæki selur ekki flugmiða, pulsur nælonsokka eða einhvern óþarfa aðeins eina vörutegund. Mottóið í auglýsingunni er að mínu mati verslið hjá okkur við höfum enga yfirbyggingu og tryggjum því lægsta mögulega verð.
En er það svo ég get ekki séð það miðað við það að þetta fyrirtæki er ekki með neina yfirbyggingu enga þjónustu ekki neitt þá ætti verð á vöru þeirra að vera miklu lægra en hjá þeim sem að selja pulsur og nælonsokka líka og veita þjónustu
Þegar það er raunin þá first er ástæða fyrir viðskiptavinina að brosa mest
Mikil verðlækkun á olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 11:09
Samdráttur vegna ?
Okkur hefur verið talið trú um að vantað hafi lambakjöt í lok sumars. Átakanlegar myndir úr kjötborðum og upptalning læra í frystum verslana áttu að sannfæra okkur um neyðina. Ég tók eftir því helgina á eftir að allir frystar þessara sömu verslana voru fullir af frosnum lærum ekki kjötskortur þá helgina og sláturtíð svo nýhafinn að ekki hefur verið komið frost í skrokkana.
Ætli ástæðan fyrir samdrættinum sé í öllu kjöti nema hrossakjöti sé ekki öllu einfaldari.
Ástæðan að mínu mati er okur og það er einnig mín skoðun að aðalástæðan fyrir vilja til innflutnings á þessari vöru sé sú að menn vilji geta okrað meira á sínum eigin landmönnum. Lambakjöt er einfaldlega orðið of dýrt að ekki sé minnst á kjötið af haughoppurum. Ég skoðaði nú verð á bringum af erlendum hoppurum og ekki eru þær nú gefins enda audda Útlenskar og rekja ættir sínar til ESB sem að eykur gildi þeirra sennilega
15,5% minni sala í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2011 | 22:26
Ásta Ragnheiður er sannspá
Ásta Ragnheiður er sannspá að mínu mati þegar hún segir "að stutt sé til 140. löggjafarþings, sem muni marka skil í starfsháttum Alþingis"
Ég tel þetta rétt vera ðg 140 þingsins verði minnst sem þingsins sem rofið var þegar að þjóðin sagði þingmönnum upp í beinni.
Sjáumst sem flest við þingsetninguna.
Þingi slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |