Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
16.2.2011 | 15:46
Gjá milli þings og þjóðar.
Þá er það bara forsetinn aftur síðan nei frá 98 % þjóðarinnar sem hefur engan áhuga á að borga eitthvað sem að á ekki að borga.
Eftir það ber síðan þeim þingmönnum sem haðrast hafa gengið í að selja þjóðina í ánauð að segja af sér og jafnvel lúta landsdómi að mínu matið allavega á þjóðin sem þeir vilja hneppa í fjötra hvorki að greiða þeim bið né eftirlaun
Þessir 16 geta boðið sig framm aftur
Þetta er mín skoðun
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2011 | 22:27
Að halda dauðahaldi í skankann.
Það er ljóst að okkar áskæri borgarstjóri meinti það sem hann sagði þegar hann benti okkur á að það væri eins og að skera af sér fótinn að spara í stjórnsýslunni. Hann ætlar greinilega að halda fast í löppina og hann og samflokksmenn hans ásamt félögum sínum í Samfylkingunni senda nú borgarbúum fingurinn, borgarbúum sem voguðu sér að finna að starfsháttum þeirra og skulu nú gjalda fyrir það með því litla sem eftir er í veskinu.
Þið hlyðið ekki þá hækkum við bara á ykkur gjöldin. Það er ekki eins og við höfum ekki hækkað flest þeirra nú þegar. Heldur virkilega þessi arfaslappa borgarstjórn okkar að einstæða foreldrið eigi eitthvað betra með að eiga við skattahækkanir. Ég bið því okkar ástkæra borgarstjóra að fara nú hina leiðina og skera löppina af samkvæmt myndlíkingunni sem hann notaði og athuga hvort að það virkar bara ekki vel og fylli Múmídalinn hans af gleði og söng.
Ég er síðan að horfa á umræðu um Icesafe umræðu um að það sé ekki tími til að ræða þetta almennilega ekki tími hjá fólki sem tók sér hátt í mánuð í jólafrí er að koma úr kjördæmafríi og ætlar nú að skella óskilgreindum miljörðum á börnin mín eins og að drekka vatn. Sagt er að ekki hafi fengist lengdur ræðutími spurt er hvers vegna svar ráðherra er að því verði forseti þings að svara en hún horfir bara upp í loftið og glottir. Svipuðu glotti eins og sennilega hefur verið á þeim sem að ætla að hækka útsvar okkar Reykvikinganna þið skuluð sko borga glottinu.
Það er grátlegt að heyra börnin sín hvert af öðru með mökum sínum tala um best sé að huga að brottför af landinu. Ég hef eitt töluverðu af starfsævinni úti á landi og gert mér grein fyrir að aðalvandamál landsbyggðarinnar er það að börnin fara á mölina og foreldrarnir fylgja á eftir. Þetta er að verða vandamál landsins börnin fara úr landi foreldrarnir fylgja. Það er síðan svolítið í takt við tíman að horfa á gáminn sem er hér fyrir utan merki þess að einn nágranni minn er að feta í fótspor margra annarra og yfirgefa landið.
Eina landið í heiminum þar sem tær vinstristjórn ríkir ætti ekki alþýða allra landa að flykkjast til svoleiðis lands þar sem jafnaðarstefnan er leiðarljósið það er eitthvað bogið við þetta.
Mér finnst eithvað bogið við þetta alt saman eiginlega lyktar það eins og það sé kasúldið.
Lagt til að hækka útsvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2011 | 12:39
Réttlætið
"Haft er eftir Oddnýju Sturludóttur, formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar, að hækkun útsvars borgarbúa sé réttlátasta leiðin til að verja skólastarfið."
Það má allavega ekki spara í stjórnsýslunni það kemur niður á vinum og vandamönnum og mönnum sjálfum enda afburðaslæm megrun að skera af sér fótinn.
Hætt við að skerða kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2011 | 09:35
Svona svona
Hvaða læti eru þetta og endalausar kröfur til fólks sem er bara að reyna að vinna vinnuna sína. Hlustaði fólk ekki á okkar ástkæra borgastjóra í gær. Það getur ekki verið að við viljum að hann fari að skera lappirnar af fólki í stjórnsýslunni eða að hann taki eitthvað af vinum sínum eins og til dæmis launahækkanir launahækkanir varaborgarfulltrúa.
Voðaleg heimtufrekja er þetta í okkur hinum almenna borgara. Við verðum bara að skilja grínið og taka þátt i gleðinni því hér eiga jú Tvímælalaust allir að vera glaðir eins og í Múmídalnum.
Mikill hiti í foreldrum grunnskólabarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2011 | 19:22
Icesafe til þjóðarinar.
Skora á sem flesta að skrifa undir bæði þá sem eru með og þá sem eru á móti einfaldlega vegna þess að þá ræður þjóðin. Þeir sem vilja borga þetta hljóta að fagna því að fá að lýsa því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu og við hinir sem höfum þá skoðun að við borgum það sem okkur ber en ekki annað getum líka sagt okkar skoðun og síðan ræður einfaldur meirihluti og sátt verður um málið.
Ég persónulega segi nei ég er á móti því að borga einhverja óskilgreinda upphæð í formi óútfylls víxils sem að ég borga síðan ekki í raun heldur börn mín og barnabörn. Þá vil ég heldur að þar til bærir dómstólar dæmi um málið og syni fram á það hvernig hægt er að velta skuldum misheppnaðra einkafyrirtækja yfir á þjóðir.
Á fjórtánda þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2011 | 14:47
Kjósa aftur.
Það verður að kjósa aftur eigi á anað borð að halda vitleysunni áfram. Best væri að geyma þetta til betri tíma.
Að ætla sér að setja fram ráðgefandi atriði um stjórnarskrá á þingi sem kosið hefur verið í kosningum sem dæmdar hafa verið ólöglegar á ekki að geta skeð, ekki einu sinni á Íslandi þó að þar geti ýmislegt skeð og flest allt sem skeður sé talið Davíð að kenna.
Minnir orðið óskaplega á barnaheimili þar sem að óvitar benda hver á annan og kyrja í einum kór það er ekki mér að kenna heldur honum hann sagði mér að gera svona.
Það er komin tími á breytingar, breytt stjórnarfar, ábyrgð og ráðdeild og þá á að byrja á sjálfum sér ekki ætlast alltaf til þess af öllum öðrum.
Nei við stjórnlagaþingi Nei við Icesafe og nýja stjórn takk fyrir og þá kannski verður lífvænlegt hér aftur.
Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2011 | 22:34
Stöndum nú saman
Stöndum nú saman og bjóðum Mubarak endilega hæli hér ég get ekki gert að því að mér finnst karlinn hafa verið hálf Íslenskur í stjórnaháttum og eiga hér heima auk þess væru auðæfi hans góð inspsýting í Íslenskt efnhagslíf og það væri tilbreytni að einhver kæmi hingað með fé heldur en það sem við höfum átt að venjast að allir stingi af með það.
Allir saman nú og skorum á Alþingi "Mubarak heim"
Í hrossakaupum við furstadæmin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2011 | 18:14
Að greina grínið
"Fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, að fasteignaverð sé aðeins lægra í þremur öðrum evrópskum höfuðborgum: Búdapest í Rúmeníu, Skopje í Makedóníu og Chisinouv í Moldavíu."
Greiningardeild mín segir það að ástæðan fyrir afar lágu verði fasteigna í Reykjavík þannig að það jafnast á við fasteignaverð í löndum Austur Evrópu er röng greining annarra greiningardeilda eins og þeirrar sem hér greinir að ofan. Þessar greiningardeildir greindu ekki frá innherjaviðskiptum, fjármagnsflutningum, uppdiktuðu verði hlutabréfa og annarri óáran sem endaði með því að landið steyptist fyrir björg. Lágt fasteignaverð hér sem gefur erlendum kaupendum tækifæri á að eignast afrakstur hins vinnandi Íslendings á útsöluprís er því að mínu mati að hluta til jafnvel öllu í boði ofangreindrar greiningardeildar sem nú greinir málin á nyrri kennitölu þó að innviðirnir séu þeir sömu bara umbúðirnar breyttar.
Er þetta ekki bara jókur svo segir greiningadeild mín mér.
Ódýrar fasteignir í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2011 | 16:10
Mikil framför
Það er mikil framför að þessum viðmiðum nú veit stór hluti þjóðarinnar að hún er undir fátæktarmörkum.
Eitt er svolítið kómískt í þessu finnst mér. Um jólin var allt að því gerður aðsúgur að konu einni sem að fólki fannst hafa of mikið fé í bætur ef ég man rétt þá hefur umræddur einstaklingur tekjur sem eru nálægt neysluviðmiði hennar. Það hvernig umræðan varð gegn þessum einstaklingi ætti kannski að fá okkur til að hugsa hve nytsamir sakleysingjar við erum það þarf svo lítið til að fá okkur til að stökkva til og gjamma á aðra í hópnum.
Það er aðalvandamál okkar Íslendinga við níðum frekar skóinn af hvor öðrum en að standa saman og bylta óstjórninni af okkur.
Viðmiðin styrki velferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2011 | 15:23
Stríðsyfirlýsing frá Bretum
Ég er búin að fá nóg af svokallaðri pólitík bæði til heimanota og annarra. Sjálfsagt segir nú utanríkisráðherra vor að þetta sé nú bara til heimanota. Mér er bara alveg sama pólitík er orðið í dag eitt af lítilsigldustu lífsformum mannskepnunnar það virðist vera allt í lagi að ljúga hafa rangt við blekkja ganga á bak orða sinna ef það er gert undir formerkjum svokallaðrar pólitíkur.
Samkvæmt nútíma pólitík er allt í lagi að láta kúga sig til að borga eitthvað sem maður á ekki að borga sem sagt skuldir einkabanka.
Þegar ég ólst upp var slíkt ólöglegt féll undir fjárkúgun og ég veit ekki nema að það sé ólöglegt enn. Það er kannski spurning um hvort ekki sé hægt að kæra Breta og Evrópusambandið fyrir fjárkúgun.
En sína þeir einbeittan brotavilja og vilja ráða því hvað við veiðum í okkar eigin landhelgi og ef við gerum ekki eins og þeir segja þá er hótað og hótað aftur.
Ég er orðin leiður á svona ríkjum sem í skjóli stærðarmunar og undir verndarvæng stærri ríkja. Breska ljónið hefur sofið tannlaust áratugum saman undir væng ameriska arnarins, svona ríkja sem ekkert geta nema hótað og valtað yfir aðra á skítugum skónum og velja sér þá minnstu andstæðingana.
Nú er komið nóg. Breska sendiherrann heim við líðum Bretum ekki endalaust að sparka í okkur.
Og samkvæmt frétinni hafa Bretar lýst yfir stríði á hendur Íslandi.
Siðan krefst ég að aðildarviðræðum við kúgarana verði slitið nú þegar ég vil ekki vera bendlaður við svona ríki..
Styður frestun aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |