Að halda dauðahaldi í skankann.

Það er ljóst að okkar áskæri borgarstjóri meinti það sem hann sagði þegar hann benti okkur á að það væri eins og að skera af sér fótinn að spara í stjórnsýslunni. Hann ætlar greinilega að halda fast í löppina og hann og samflokksmenn hans ásamt félögum sínum í Samfylkingunni senda nú borgarbúum fingurinn, borgarbúum sem voguðu sér að finna að starfsháttum þeirra og skulu nú gjalda fyrir það með því litla sem eftir er í veskinu.

Þið hlyðið ekki þá hækkum við bara á ykkur gjöldin. Það er ekki eins og við höfum ekki hækkað flest þeirra nú þegar. Heldur virkilega þessi arfaslappa borgarstjórn okkar að einstæða foreldrið eigi eitthvað betra með að eiga við skattahækkanir. Ég bið því okkar ástkæra borgarstjóra að fara nú hina leiðina og skera löppina af samkvæmt myndlíkingunni sem hann notaði og athuga hvort að það virkar bara ekki vel og fylli Múmídalinn hans af gleði og söng.

Ég er síðan að horfa á umræðu um Icesafe umræðu um að það sé ekki tími til að ræða þetta almennilega ekki tími hjá fólki sem tók sér hátt í mánuð í jólafrí er að koma úr kjördæmafríi og ætlar nú að skella óskilgreindum miljörðum á börnin mín eins og að drekka vatn. Sagt er að ekki hafi fengist lengdur ræðutími spurt er hvers vegna svar ráðherra er að því verði forseti þings að svara en hún horfir bara upp í loftið og glottir. Svipuðu glotti eins og sennilega hefur verið á þeim sem að ætla að hækka útsvar okkar Reykvikinganna þið skuluð sko borga glottinu.

Það er grátlegt að heyra börnin sín hvert af öðru með mökum sínum tala  um best sé að huga að brottför af landinu. Ég hef eitt töluverðu af starfsævinni úti á landi og gert mér grein fyrir að aðalvandamál landsbyggðarinnar er það að börnin fara á mölina og foreldrarnir fylgja á eftir. Þetta er að verða vandamál landsins börnin fara úr landi foreldrarnir fylgja. Það er síðan svolítið í takt við tíman að horfa á gáminn sem er hér fyrir utan merki þess að einn nágranni minn er að feta í fótspor margra annarra og yfirgefa landið.
Eina landið í heiminum þar sem tær vinstristjórn ríkir ætti ekki alþýða allra landa að flykkjast til svoleiðis lands þar sem jafnaðarstefnan er leiðarljósið það er eitthvað bogið við þetta. 

Mér finnst eithvað bogið við þetta alt saman eiginlega lyktar það eins og það sé kasúldið.


mbl.is Lagt til að hækka útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vil bara bæta við að ég tel að þetta sé leið meirihlutans til að reka fleig á milli borgaranna þannig að menn fari að höggva í foreldra fyrir að standa á móti valdinu og verða til þess að útsvar hækki. Ég vona að svo verði ekki því að flest höfum við verið foreldrar og þeir foreldrar sem nú standa í slagnum eru börnin okkar þannig að þeirra hagsmunir og velferð eru velferð okkar lika.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.2.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband