Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
26.2.2011 | 12:49
Mér er spurn.
Flestir segja fjárhaginn góðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2011 | 14:59
Er samviskan vond.
Örlar fyrir einhverri skynsemi, vita menn og konur í raun alveg hvað þau eru að gera, má leiða líkur að því að menn þekki mun á réttu og röngu.
Eftirfarandi setning gæti verið merki um það að í raun sé viðkomandi ekki alls varnað en fíknin og þörfin í fé alþýðunnar til að geta sóað því sé öllu yfirsterkara
Þetta er síðasta setningin í fréttinni og hljómar eins og aðrar afsakanir sem maður heyrir mamma af hverju má ég ekki drekka og dópa það gera það allir af hverju má ég ekki keyra of hratt það gera það allir.
Setningin ber líka með sér að fólk skammist sín í raun en ´geti bara ekki hætt en reyni að afsaka sig á þennan arfa slaka máta
"Skilyrði um metrafjölda milli íláta og sorphirðubíla gilda í mörgum borgum í Evrópu og nokkrum öðrum sveitarfélögum á Íslandi, segir ennfremur. "
Mæla metrana að sorptunnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2011 | 15:15
Máttur Mammons
Heimsmarkaðsverð á eftir að hækka töluvert enn bæði á olíu og hrávöru þangað til að fjarmagnseigendur koma á stað næsta hruni og geta snúið sér að því að tortíma fleiru.
Fjárfestar og vogunarsjóðir eru nefnilega að verða veöldinni ansi hættulegir. Sennilega mun spákaupmennska þeirra á matvælum koma á stað stríði og þá má fjáfesta í hergögnum og svo framv
Mér finnst það alltaf svolítið skrítið ef við tökum sem dæmi að ef einhver tekur matvæli og veldur því að fjöldi barna og kvenna deyr þá er hann skilgreindur hryðjuverkamaður ég gef mér að hann taki þau með aflsmunum eða vopnavaldi.
Kaupi sá hin sami matinn og læsi hann inni til að sprengja upp verðið með sömu afleiðingum og í hér að ofan þá er hann kallaður fjárfestir og dýrkaður sem Guð. Hann notar ekki vopnavald að vísu heldur vald peninganna.
Nei við eigum að skilgreina spákaupmennsku með matvæli og nauðþurftir sem glæpaverk og refsingin á að vera hörð.
Olíuverð í 119 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2011 | 08:10
En af Icesafe
Það er ótrúlega mikill vilji hjá forsvarsmönnum hinna og þessa samtaka til að skrifa undir álögur á félagsmenn sína mér finnst fara minna fyrir vilja og getu til að ná samningum um eitthvað til handa félagsmönnunum og má varla á milli sjá að mínu mati hvor fer framar í því verki að mæla með auknum álögum velferðarstjórnin eða samtök vor mörg.
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 16:12
26 Greinina þarf að verja
Nú þarf að standa vörð um þessa grein nú hefur komið í ljós að hún svínvirkar heimurinn endar ekkert þó að þjóð ákveði að hugsa sig um áður en hún ákveður að ganga í ábyrgð fyrir gjaldþrota einkafyrirtæki þar sem að flestir þeir sem á ryksugunum voru eru enn vaðandi út um allan heim með fulla vasa fjár.
Það er alvarlegra ef að fólk sem að nýtur trausts 12% þjóðarinnar telur sig umkomið til að ákveða að það sé nauðsinlegt að ræða breytingar á stjórnarskránni og einmitt þeirri grein sem að ver alþýðu fólks frá gjörðum fólks sem er trausti rúið og gengur á móti þegnum þessa lands.
Verjum 26 greinina
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 10:33
Pirraður.
Ég verð að segja það að ég er orðin ansi pirraður á þeim stöðuga nið að Íslensk þjóð sé ófær um að taka upplýstar yfirvegaðar ákvarðanir um sín mál
Eftirfarandi orð Helgu eru dæmi um þennan endalausa áróður.
Forsetinn kærði sig ekki um að hlusta á meirihluta Alþingis, en hann hefði getað tekið mark á verkalýðshreyfingunum og atvinnurekendum, sem hvött hann til að staðfesta frumvarpið, segir Helga í samtali við Stavanger Aftenbladet."
Ég vil benda þessari góðu konu á að Gylfi og Vilhjálmur eru ekki þjóðin og þeir ásamt öðrum sérfræðingum hafa talið bráðnauðsynlegt að borga hvern einasta Icesafe samning sem gerður hefur verið og það hefur ekki orðið lát á greiðsluvilja þeirra þó í ljós hafi komið að þeir hafi haft rangt fyrir sér og ættu fyrir löngu að hafa sagt af sér.
Ef Helga les blogg mitt þá væri gott að hún útskýrði hvers vegna hún tekur þessa einstaklinga fram yfir þjóðina.
Hvers vegna fólk vill kjósa sást í fréttum í gær það er vegna þess að einungis 12% þjóðarinnar treystir orðið þeim manvitsbrekkum sem við Austurvöll vinna og þau skilaboð ættu alþingismenn að íhuga vel. Þjóðin treystir ykkur ekki og vill ráða þessu sjálf
Ég ætla sem aðrir landsmenn að kynna mér málið vel og greiða atkvæði byggt á því. En heyri ég mikið meira af málflutningi um það að ég sem aðrir landsmenn sé ekki fær um að taka ákvarðanir um fjármál eða greiðslur þá endar það með því að ég segi nei og hvet til að málið fari í dóm, til að fá úr því skorið hvort að einkafyrirtæki geti skuldsett þjóð.
Það vill nefnilega svo til að ég er í þeim stóra hópi þjóðarinnar sem er nú skattpíndur sem aldrei fyrr einmitt vegna þess að við kunnum að fara með peninga og meðal þeirra sem gala um að mér sé ekki treystandi til að greiða atkvæði um fjármál eru all nokkrir kúlulána þegar. Það er einfaldlega ekki siðuðu fólki bjóðandi.
Ef Jóhanna og Steingrímur og aðrir stjórnmálamenn vilja að Icesafe verði samþykkt þá ættu þau að draga sig í hlé og hafa þögn einnig að skipa vinnuhjúum sínum í áróðursdeildunum að gera slíkt hið sama þá valda þau ekki meira tjóni en orðið er.
Sannleikur málsins er nefnilega sá að þau sjálf feldu Icesafe með því að hafa orðið uppvís að ósannsögli og óheiðarleika á fyrri stigum þannig að fjöldi þeirra sem þeim trúir í dag nær ekki einu sinni fylgi Samfylkingar og VG sem þó fellur sem steinn að jörðu þessa dagana.
Fólk sem uppgötvar að 88% umbjóðenda þeirra trúir þeim ekki né treystir ætti að hugsa sinn gang.
Icesave í norskum fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 20:37
Halda sig við efnið.
Held að Gylfi ætti að einbeita sér að því að ná samningum fyrir launafólk og held að hann þurfi að gera sér grein fyrir að dagar víns og rósa eru liðnir og launafólk sættir sig ekki við neina samninga sem lélegri eru heldur en þeir samningar sem að Dómarar fengu nú fyrir stuttu.
Því beini ég þeim tilmælum til launþega míns í þessu tilfelli Gylfa að hann einbeiti sér að komandi samningum. Haldi hann að staðan sé eitthvað verri nú en áður bendi ég honum á að hlusta á gamlar upptökur af viðtölum við forsvarsmenn atvinnulífsins þær eru allar eins. Það eru eintómar alt til andskotans ef launafólk fær kauphækkun ræður.
Ekki voru það þó kauphækkanir til alþýðu sem settu alt til andskotans ó nei það ver ekki alþýðan sem gammblaði með hlutabréf stofnaði skúffufyrirtæki faldi sjóði á aflandseyjum og svo framvegis nei það var ekki alþýða landsins heldur aðrir sem gerðu það.
Í hvaða samtökum ætli flestir þeirra hafi verið ?
Óvissa framlengd um nokkur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 16:07
Pótekim tjöldin féllu.
Greiningardeild mín hafði rangt fyrir sér forseti vísaði málinu til þjóðarinnar og hafi hann þökk fyrir. Nú er það okkar þjóðarinnar að skoða málið og greiða um það atkvæði eftir kynningu það getur vel verið að ég harður andstæðingur þess að borga skuldir óreiðumanna segi já ef að mér finnst það besti kosturinn í stöðunni en ég vil fá upplýsingar sem ég treysti og því miður er traust mitt á Alþingi í algjöru lágmarki þessa dagana því vil ég þjóðaratkvæði.
Það er annað sem að veldur því að mér er brugðið það er hvernig fréttamenn hafa komið fram,ég hef talið að fréttamiðlar leituðu eftir því að segja fréttir af atburðum byggða á öllum hliðum þess. Segi þeir fréttir af tening þá segja þeir að hann sé ferkantaður en ekki veggur.
Sem dæmi má taka spurninguna hjá Boga hvort að lýðræði væri ekki farið i hundana því nú færu jafnvel minniháttar mál í þjóðaratkvæði felld með undirskriftasöfnunum, ég tel okkur þjóðina skýrari en það að við skrifum undir hvað sem er þannig að hættan á því að 40 000 manns skrifi undir hvað sem er er hverfandi og þó mér þyki Bogi einn okkar besti fréttamaður þá fannst mér þetta eins og hann væri að tala niður til mín og annarra landsmanna.
Viðbrögð annarra fréttamanna verða menn bara að horfa á og dæma hver fyrir sig.
Það hefur í raun myndast mikil gjá milli þjóðar og fjölmiðla í þessu máli og þá spyr maður um trúverðugleika þeirra í öðrum málum það má segja að Potekimtjöld hafi fallið og afstaða fjölmiðla sé nú ljós.
Spurning rétt í þessu sem ég heyri í fjölmiðli. "Þið haldið ekki að þjóðin sé búin að fá nóg af því að kjósa um Icesafe" Ég vil benda á að ég fæ aldrei nóg af því að gera eitthvað sem að ég tel að geti orðið afkomendum mínum og annarra til góðs til framtíðarlífs hér á landi
Fyllilega sáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 11:06
Eg veðja á.
Ég veðja á að Ólafur skrifi undir.
Ég geri það vegna þess að mér hefur fundist eins og að öll vötn hafi legið til Dyrafjarðar þessa dagana, fjölmiðlar hafa farið hamförum í að kæfa niður málflutning okkar sem viljum kjósa og mikill halli hefur verið á umræðunni í þá veru að þetta sé það eina rétta.
Við gerum okkur flest orðið grein fyrir því að fjölmiðlar stjórna umræðunni og ekki er hægt að segja að kafað sé djúpt í málin á neinu sviði. Ég hef hvergi séð á blaði greinar góða lýsingu þar sem að þessir tveir kostir eru bornir saman og finnst það miður.
Ég vil að það sé kosið og málin lögð á borðið svo að við getum tekið upplysta ákvörðun um hvort það sé verjandi að barnabörn mín nýfædd séu að borga skuldir hinna svokölluðu útrásarvíkinga þangað til þau eru orðin álíka gömul og ég. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að taka þá ákvörðun nema að fyrirliggi miklu betri upplýsingar um málið. Því vil ég að Ólafur segi nei en ég veðja á að hann skrifi undir til allrar hamingju hef ég stundum rangt fyrir mér.
Skrifi hann undir er þó baráttan fyrir réttlæti als ekki töpuð það fólk sem vill sjá Nýtt Ísland ekki það Nýja Ísland sem lyst var svo vel í Spaugstofunni í gær. Það fólk þarf að fylkja sér saman í breiðfylkingu og stofna nýtt afl sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri heldur sem Íslenskt og hefur það að stefnu sinni að gera það sem rétt er og best fyrir afkomendur okkar með upplýstri umræðu, hvort sem það er að byggja nýja verksmiðju, ganga í Evrópusambandið eða ekki eða virkja einhverja ársprænu og hemja afl hennar börnunum okkar til hagsbóta.
Við skulum ekkert gleyma því að við búum í landi þar sem verðmætasköpun er gífurleg og allir ættu að geta haft það gott sumir hafa það alltaf aðeins betra en aðrir það er gangur lífsins en sú eignatilfærsla og eignaupptaka sem átt hefur séð stað undanfarið og mun aukast enn verði skrifað undir Icesafe gengur ekki og verður að stöðva sem fyrst.
Fólk verður því að taka höndum saman og láta ekki hugfallast þó að hingað til hafi flest það sem gert hefur verið, eins og Búsáhaldabylting eða Besti flokkur snúist í höndunum á okkur og gert vont ástand verra að mínu mati Það þarf einfaldega að endurtaka leikin gera betur og læra af mistökunum. Það kæmi mér á óvart ef Ólafur segir nei ég held að honum langi til þess en við skulum ekki gleyma því að það er örugglega mikill þrýstingur undirniðri fyrir já það var jú samþykkt með auknum meirihluta vegna atkvæða Sjálfstæðismanna þannig að það er erfitt fyrir forseta að ganga gegn því.
Því spáir greiningadeild mín jái en greiningardeildir hafa oftar en ekki rangt fyrir sér svo nú er bara að vona.
Forsetinn kominn að niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2011 | 14:25
Orð í belg
Ég get ekki gert að því en ég er að verða þeirrar skoðunar að hamfara þráhyggja mankyns verði það sem verður því að fjörtjóni fyrir rest. Þó hvarflar að mér stundum að orsök vandans sé síaukið menntunarstig á alt til andskotans sviðinu en það er svið þar sem að hundruð einstaklinga starfa við að telja okkur hinum trú um að alt sé að fara til andskotans.
Af hverju segi ég þetta jú núna sveima hálaunaðir einstaklingar á þyrlum og alls kyns apparötum yfir og alt um kring til að kynna sé málið losandi um leið óþarfa gróðurhúsaloftegundir út í loftið alls kyns efnum sem heita bara felliefni verður helt í sjóinn til að brjóta upp olíuna sem er leifar lifvera og því lífræn eitthvað sem að ég tel felli efnin ekki vera og svo framvegis.
Það sem ég er að velta fyrir mér er það að í seinni heimstyrjöldinni var sökkt óhemju af skipum og óhemja af olíu fór í hafið líka í Norskum fjörðum samt eru þeir þarna enn þá og teljast fallegir. Það er í góðu lagi að koma í veg fyrir mengun hirða upp eftir sig og svo framvegis en mér persónulega er farið að leiðast þessi hamfara stíll á öllu hér í veröld hamfara stíll sem þegar betur er að gáð er of settur í loftið af fólki sem að vinnur í eins og ég sagði alt til andskotans sviðinu en það er mín skoðun að WWF standi mjög framarlega á því sviði.
Straumurinn liggur í norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |