Pótekim tjöldin féllu.

Greiningardeild mín hafði rangt fyrir sér forseti vísaði málinu til þjóðarinnar og hafi hann þökk fyrir. Nú er það okkar þjóðarinnar að skoða málið og greiða um það atkvæði eftir kynningu það getur vel verið að ég harður andstæðingur þess að borga skuldir óreiðumanna segi já ef að mér finnst það besti kosturinn í stöðunni en ég vil fá upplýsingar sem ég treysti og því miður er traust mitt á Alþingi  í algjöru lágmarki þessa dagana því vil ég þjóðaratkvæði.

Það er annað sem að veldur því að mér er brugðið það er hvernig fréttamenn hafa komið fram,ég hef talið að fréttamiðlar leituðu eftir því að segja fréttir af atburðum byggða á öllum hliðum þess. Segi þeir fréttir af tening þá segja þeir að hann sé ferkantaður en ekki veggur.

Sem dæmi má taka spurninguna hjá Boga hvort að lýðræði væri ekki farið i hundana því nú færu jafnvel minniháttar mál í þjóðaratkvæði felld með undirskriftasöfnunum, ég tel okkur þjóðina skýrari en það að við skrifum undir hvað sem er þannig að hættan á því að 40 000 manns skrifi undir hvað sem er er hverfandi og þó mér þyki Bogi einn okkar besti fréttamaður þá fannst mér þetta eins og hann væri að tala niður til mín og annarra landsmanna.

Viðbrögð annarra fréttamanna verða menn bara að horfa á og dæma hver fyrir sig.

Það hefur í raun myndast mikil gjá milli þjóðar og fjölmiðla í þessu máli og þá spyr maður um trúverðugleika þeirra í öðrum málum það má segja að Potekimtjöld hafi fallið og afstaða fjölmiðla sé nú ljós.

Spurning rétt í þessu sem ég heyri í fjölmiðli. "Þið haldið ekki að þjóðin sé búin að fá nóg af því að kjósa um Icesafe" Ég vil benda á að ég fæ aldrei nóg af því að gera eitthvað sem að ég tel að geti orðið afkomendum mínum og annarra til góðs til framtíðarlífs hér á landi


mbl.is Fyllilega sáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband