Orð í belg

Ég get ekki gert að því en ég er að verða þeirrar skoðunar að hamfara þráhyggja mankyns verði það sem verður því að fjörtjóni fyrir rest. Þó hvarflar að mér stundum að orsök vandans sé síaukið menntunarstig á alt til andskotans sviðinu en það er svið þar sem að hundruð einstaklinga starfa við að telja okkur hinum trú um að alt sé að fara til andskotans.

Af hverju segi ég þetta jú núna sveima hálaunaðir einstaklingar á þyrlum og alls kyns apparötum yfir og alt um kring til að kynna sé málið losandi um leið óþarfa gróðurhúsaloftegundir út í loftið alls kyns efnum sem heita bara felliefni verður helt í sjóinn til að brjóta upp olíuna sem er  leifar lifvera og því lífræn eitthvað sem að ég tel felli efnin ekki vera og svo framvegis.


Það sem ég er að velta fyrir mér er það að í seinni heimstyrjöldinni var sökkt óhemju af skipum og óhemja af olíu fór í hafið líka í Norskum fjörðum samt eru þeir þarna enn þá og teljast fallegir. Það er í góðu lagi að koma í veg fyrir mengun hirða upp eftir sig og svo framvegis en mér persónulega er farið að leiðast þessi hamfara stíll á öllu hér í veröld hamfara stíll sem þegar betur er að gáð er of settur í loftið af fólki sem að vinnur í eins og ég sagði alt til andskotans sviðinu en það er mín skoðun að WWF standi mjög framarlega á því sviði.

 


mbl.is Straumurinn liggur í norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hamfara þráhyggja! Það er í það minnsta enginn vafi á því að mannkynið er að drekkja sér í eigin úrgangi.

Árni Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 16:06

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er þá ekki lausning Árni að við synum örlítið meiri nægjusemi hvert og eitt frekar en eins og mér finnst að krefjast þess að náunginn syni nægjusemi svo við getum haldið áfram. Mér finnst það oft vera viðhorfið. Í sambandi við þessa frétt þá er nú til allrar hamingju að koma í ljós að þetta verður vonandi mun minna en buið var að halda fram.

Eitt dæmi um það sem ég er að tala um er til dæmis tilvitnun úr fréttum áðan að einhverjir Norskir miðlar væru að þakka Íslendingum fyrir.
Þetta skip er eftir því sem ég best veit skrað einhverstaðar út í heimi vegna getuleysis Íslenskra stjórnvalda til að setja reglugerð varðandi skattaafslátt til farskipa útgerða og  áhöfnin síðan ráðin hjá fyrirtæki í Færeyjum svo að í raun hefur þetta ekkert með Íslendinga að gera.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.2.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband