Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
5.12.2011 | 20:06
Lýðræðisbandalag
Mér sýnist að leiðtogar þessara ríkja séu þeirrar skoðunar að ekki þurfi að ræða við önnur ríki í bandalaginu heldur sé nóg að þáu tvö séu sammála og þá sé málunum reddað Lyðræði ekki satt
Vilja auka aga á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2011 | 14:27
Sýndarmennska
Mín skoðun er að þangað til að maður sér að elítan sker niður ofan frá og byrjar á sínu eigin sukki eins og til dæmis 8 000 000 milj kr þóknunum fyrir hlutastarf í nefnd þá séu svona tár krókódíla tár ætluð til að telja almmenning trú um að stjórnmálastéttinni sé ekki sama. Og ég er nokkuð viss um að það er ekki munur á þeim sem ráða hér og í Ítaliu sama rassg... undir þeim öllum.
Það mega þó Ítalir eiga umfram okkar fólk að þeir fella tár þó krókódílatár séu að mínu mati. Hér er brotaviljinn svo einbeittur að menn eru ekkert að sýnast heldur skera niður með bros á vör og glaðhlakkalegir og telja fólki en trú um það að það sé allt vegna einhverra vondra fortíðardrauga. Ekki voru það þeir fortíðardraugar sem að hækkuð þóknun fyrir nefndarsetu í 8 000 000 per einstakling sem er nú nokkuð vel í lagt finnst mér
Ráðherra táraðist yfir niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2011 | 13:50
Það bráðvantar nyjan flokk.
Gríðarlegur áhugi á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 15:40
Alltaf ná menn hærra.
Þegar maður heldur að ekki sé hægt að toppa vitleysuna hrokann og algjört tillitleysi við almúga þessa lands þá finnst alltaf einn riddari í viðbót sem geysist fram á vígvöllinn í skínandi herklæðum og toppar þá gandreið sem hér á sér stað um þessar mundir en gandreið er eina rétta nafnið á þeirri helferð sem nú á sér stað þar sem nábleik örvasa ríkistjórn ríður á baki þjóðarinnar beina leið með allt norður og niður að mínu mati.
Eftirfarandi vekur athygli mína
"Upphaflega var áætlað að þóknun til þeirra sem sitja í stjórn FME næmi 13,5 milljónum á næsta ári, en ráðherra ákvað að hækka launin. Ákvörðun ráðherra grundvallast á mati á tíðni og tímalengd funda, samanburði við þóknun stjórna eftirlitsskyldra aðila, þeim viðamiklu takmörkunum sem stjórnarmenn sæta til öflunar annarra tekna og hæfniskröfum sem þeir þurfa að uppfylla, segir í greinargerð með frumvarpinu."
Þetta hljóta að vera mjög tíðir fundir því að það koma um 8.000.000 i hlut hvers ef skipt er jafnt. Þetta eru rífleg árslaun margra og þættu bara góð laun meðal margra menntaðra stétta. Svo að ég geri ráð fyrir að nefndarfundir séu 10 tima á dag 5 daga vikunnar allar vinnuvikur ársins. Þetta væru góð heildarlaun laun miðað við ábyrgð og menntun og laun annarra stétta.
Við skulum jú ekki gleyma því hvað varð um ábyrgð fólks í bankahruninu hún gufaði upp eins og brennivínseimur á heitum sumardegi þannig að vitna til ábyrgðar þegar kemur að því að afsaka launasukk er bara brandari.
En skoðum málið aðeins betur í fréttinni kemur fram að
"Þrír sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins, en þeir eru: Aðalsteinn Leifsson, lektor, formaður stjórnar, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, varaformaður stjórnar og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri"
Viðkomandi einstaklingar virðast hafa aðra vinnu sér til framfrærslu og séu eftirnöfnin það er vinnuheiti skoðuð þá bendir margt til að sú vinna sé stunduð á launaskrá ríkisins það er að afkoman sé af ríkisjötunni íeinfaldara máli úr vasa mínum.
Ég hef líka trú á því þó að ég viti það ekki að launakjör fyrir svona falleg vinnuheiti séu ekki í samhljómi við laun ræstikvenna eða annarra smærri preláta þessa þjóðfélags en þau laun hljóta að vera góð þegar að vinnuveitandin flokkar 8. 000.000 kronagreiðslu sem þóknun.
Hvar býr svona fólk eiginlega og í hvaða raunveruleika ekki okkar hinna alla vega. Þetta setur kannski fréttina um það að viðkomandi ráðherra sé á leið út ír stjórn í nytt samhengi hvort að verið sé að klára ákveðin verk áður en farð sé eða uppfylla loforð.
Ekki veit ég það en það veit ég að í því Íslenska þjóðfélagi sem að ég bý í er 8 000 000 þóknun fyrir hlutastarf algjörlega úr takt við raunveruleikan. En það hefur jú oft verið einkenni hnignandi stétta að þær hafa mist alla tengingu við raunveruleikan
Hækkaði stjórnarlaun um 77% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 12:02
Nú vantar fjárveitingu
Ég hef áður sagt að fréttir sem eru hljoða einhvernvegin þannig.
Mesta síðan stærsta síðan versta síðan ekki eins slæmt í hundrað ár mesta mannfall frá því fyrir síðustu aldamót .
Svona fréttir eru farnar að ergja mig smá.
Ég man enn hina visindalega sönnuðu kenningu um ísöldina sem átti að vera búin að færa allt í kaf fyrir aldamótin 2000 hún var talin hinn heilagi sannleikur á þeim tíma.
Það á að ganga vel um, það á að menga eins lítið og mögulegt er en lái mér hver sem vill að þá finnst mér oft að svona fréttir séu í réttu hlutfalli við vöntun á fjármagni til þeirra greina sem fjalla um þesi mál því að þessi mál eru orðin iðnaður og ekkert annað
Menntaður í að koma í veg fyrir heimsenda þá gerirðu allt sem þú getur í að sannfæra heiminn um að heimsendi sé yfirvofandi og það gerirðu í þeirri fjallgrimmu vissu að ef það verður heimsendir þá þarftu aldrei að svara til saka þó að þú hafir jafnvel valdið honum með kenningum þinum verði hann ekki þá er allt í lagi að boða hann áfram það er ekki hægt að sanna eða afsanna hann.
Hefur einhver velt því fyrir sér að ef allur sá peningur sem fer í ráðstefnur og tal um þessi mál væri settur í betri mengunarvarnir og ánnað sem að myndi breyta ástandinu í raun hvað það myndi hjálpa miklu meira.
Enn minni ég líka á heimsendaspámanninum sem stóð undir hopandi jöklinum og boðaði endalok heimsins vegna þess að jökullinn hafði hopað en dáðist um leið að mannvistarleifunum sem að komu í ljós undir honum.
Göngum vel um móður jörð en trúum ekki öllu gagnrýnislaust sem að fræðingarnir segja okkur munum að þeir eru menntaðir hjá sömu stofnunum og menntuðu hagfræðingana sem að sögðu okkur að allt væri í lagi og við vitum af sárri reynslu að ekki voru öll fræðin rétt þar. Því skulum við ekki flana að neinu
Eða er ekki eitthvað súrt í heimi sem að gerir það að markaðsvöru og verðmæti að mega menga og að aðalpostular spádómsins séu stórir á þeimmarkaði mér finnst það súrt alla vega
Hlýnun á methraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 08:48
Leikmaður í pólitík.
Hér virðist vera komið að kjarna málsins í íslenskum veruleika í dag þetta opnar augu mín fyrir ástæðu vandræða okkar. Það er auðvitað vegna þess að leikmenn í Íslenskri póítík skilja ekki stöðuna og hafa sennilega ekki gert í langan tíma, þá er ekki furða að liðið skíttapi sé óvinsælt og liggi flatt hvað eftir annað.
Síða vekur það spurningu hjá mér hvers vegna stjórnvöld vilja minnka fangelsið það er nokkuð ljóst að kostnaður verður hagfelldari að byggja nógu stórt fangelsi í einu lagi. Eru ekki einhverjir tugir eða hundruð á biðlista eftir afplánun. Það hvarflar að mér að það megi ekki vera of stórt svo að ekki sé pláss fyrir þá sem að ég myndi vilja sjá í betrunarhúsinu í einhvern tíma en það eru þeir sem hér settu allt til fjandans með krosseignatengslum þurrmjólkun banka fyrirtækja og svo framvegis.
Þá mun ég alltaf telja gerendur hrunsins á sama máta og þegar ég í dómgreindarleysi fyrir áratugum síðan slysaðist til að aka bifreið með tvöfalda sjón en var svo heppinn að vera hirtur af löggæslunni áður en skaði hljóst af.
Þá datt mér ekki í hug að kenna Henry Ford um það heldur gerði ég mér grein fyrir að ég var gerandinn í málinu og með þann skilning á málinu hlaut ég umsvifalaust betrun og hef ekki gert þetta síðan. Það þyðir ekkert að kenna stjórnmálamönnum um það að bankar voru tæmdir og farið á svig við lög, jafnvel þó að hinir sömu stjónrmálamenn hafi sett arfa vitlaus lög það er ekki glæpur, því miður segja kannski einhverjir en það er ekki refsivert.
Hafi stjórnmálamenn hins vegar verið innvinklaðir í þessi mál og nýtt þau til ávinnings á náttúrulega að vera pláss fyrir þá á Hólmsheiðinni.
Þetta mál hefur síðan ekkert með pólitík að gera að mínu mati, nema auðvitað að það hafi eitthvað með pólitík að gera hverjir verða dæmdir til visrar þar. Þetta er betrunarhús og miðað við þann fjölda sem býður betrunar veitir ekkert af rúmlega 50 plássum að mínu viti en hvað veit ég ekki einu sinni leikmaður í pólitík. En ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að Samfylkinginn vilji hafa of lítið fangelsi hér hvers vegna skil ég ekki en þó ég skilji það ekki detta mér í hug all nokkrar ástæður fyrir því.
Er ekki fyrir leikmann í pólitík að skilja stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 17:02
Blessuð velferðarstjórnin eða þannig sko.
Í fréttinni segir undirstrikun er mín.
"Í svarinu kemur fram að sjúklingum hafi aldrei verið neitað um heilbrigðisþjónustu vegna skulda. Almenna reglan sé sjúklingar greiði eftir á og þeir sem ekki geti greitt á staðnum sé sendur gíróseðill. Dæmi er um að sjúklingar á skurðdeild hafi verið látnir greiða fyrir fram þar sem þeir eru oftast undir áhrifum svæfingar- eða deyfilyfja í nokkurn tíma eftir aðgerð."
Ég vil vita af hverju það þarf að rukka fólk í sumum tilfellum fyrir fram fari þeir á skurðdeild er það kannski vegna þess að það er sent heim allt of snemma. Ef þú ert ekki hæfur til að borga reikninginn fyrir aðgerðina ertu þá hæfur til að koma þér heim janfvel með leigubíl er eitthvað auðveldara að gera upp við þá?
Síðan segir um afstöðu ráðuneytis til innheimtuaðgerða
Lýsa má afstöðu gamla heilbrigðisráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins, þannig að opinberar heilbrigðisstofnanir eigi ekki að neita sjúkratryggðum um heilbrigðisþjónustu, þótt þeir geti ekki greitt hana þegar hún er veitt, og að ekki eigi að ganga hart fram við innheimtu skulda vegna heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim sem eru illa settir fjárhagslega,
Mig þyrstir að vita
1 Hver er skilgreining ráðuneytisins á því að ganga hart eða ekki hart fram.
2 Hvaða lögmannstofa sér um þessa innheimtu og hver er þóknun hennar
3 Hvað eru margir einstaklingar sem að skulda undir 50.000.- og hvað er það há upphæð.
644 stefnt vegna sjúklingagjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |