Alltaf ná menn hærra.

Þegar maður heldur að ekki sé hægt að toppa vitleysuna hrokann og algjört tillitleysi við almúga þessa lands þá finnst alltaf einn riddari í viðbót sem geysist fram á vígvöllinn í skínandi herklæðum og toppar þá gandreið sem hér á sér stað um þessar mundir en gandreið er eina rétta nafnið á þeirri helferð sem nú á sér stað þar sem nábleik örvasa ríkistjórn ríður á baki þjóðarinnar beina leið með allt norður og niður að mínu mati.

Eftirfarandi vekur athygli mína

"Upphaflega var áætlað að þóknun til þeirra sem sitja í stjórn FME næmi 13,5 milljónum á næsta ári, en ráðherra ákvað að hækka launin. „Ákvörðun ráðherra grundvallast á mati á tíðni og tímalengd funda, samanburði við þóknun stjórna eftirlitsskyldra aðila, þeim viðamiklu takmörkunum sem stjórnarmenn sæta til öflunar annarra tekna og hæfniskröfum sem þeir þurfa að uppfylla,“ segir í greinargerð með frumvarpinu."

Þetta hljóta að vera mjög tíðir fundir því að það koma um 8.000.000 i hlut hvers ef skipt er jafnt. Þetta eru rífleg árslaun margra og þættu bara góð laun meðal margra menntaðra stétta. Svo að ég geri ráð fyrir að nefndarfundir séu 10 tima á dag 5 daga vikunnar allar vinnuvikur ársins. Þetta væru góð heildarlaun  laun miðað við ábyrgð og menntun og laun annarra stétta.
Við skulum jú ekki gleyma því hvað varð um ábyrgð fólks í bankahruninu hún gufaði upp eins og brennivínseimur á heitum sumardegi þannig að vitna til ábyrgðar þegar kemur að því að afsaka launasukk er bara brandari.

En skoðum málið aðeins betur í fréttinni kemur fram að

"Þrír sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins, en þeir eru: Aðalsteinn Leifsson, lektor, formaður stjórnar, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, varaformaður stjórnar og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri"

Viðkomandi einstaklingar virðast hafa aðra vinnu sér til framfrærslu og séu eftirnöfnin það er vinnuheiti skoðuð þá bendir margt til að sú vinna sé stunduð á launaskrá ríkisins það er að afkoman sé af ríkisjötunni íeinfaldara máli úr vasa mínum.

Ég hef líka trú á því þó að ég viti það ekki að launakjör fyrir svona falleg vinnuheiti séu ekki í samhljómi við laun ræstikvenna eða annarra smærri preláta þessa þjóðfélags en þau laun hljóta að vera góð þegar að vinnuveitandin flokkar 8. 000.000 kronagreiðslu sem þóknun.

Hvar býr svona fólk eiginlega og í hvaða raunveruleika ekki okkar hinna alla vega. Þetta setur kannski fréttina um það að viðkomandi ráðherra sé á leið út ír stjórn í nytt samhengi hvort að verið sé að klára ákveðin verk áður en farð sé eða uppfylla loforð.

Ekki veit ég það en það veit ég að í því Íslenska þjóðfélagi sem að ég bý í er 8 000 000 þóknun fyrir hlutastarf algjörlega úr takt við raunveruleikan. En það hefur jú oft verið einkenni hnignandi stétta að þær hafa mist alla tengingu við raunveruleikan


mbl.is Hækkaði stjórnarlaun um 77%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á sínum tíma að gefnu tilefni sögðu Matthildingar að það mætti ekki skamma opinberan starfsmann, en það væri í lagi að hrósa honum fyrir það sem hann ætti ekki skilið. Það er allt á fullri ferð í ójafnræðisátt og svona sukk fer ekki vel í okkur sem verðum að þola niðurskurð á þjónustu á flestum sviðum. Svona vinnur velferðarstjórn

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband