Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Upplýsingafrelsi er hennar ær og kýr

"Á fundinum fjallaði Birgitta um IMMI-verkefnið en fram kemur í tilkynningu að með því skapi Ísland „sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsi"

Er þetta ekki sama Birgitta og er hér og ver verklagsreglur nefndarinnar um leynd gagna?

"Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, sagði hins vegar að verklagsreglur nefndarinnar hefðu legið fyrir allan tímann. Fram að þessu hafi ekki borist neinar athugasemdir um reglurnar. Sagðist hún gruna að þarna væri hráskinnaleikur á ferð"

En bendi á að þessi sama Birgitta flutti síðan tillögu um það að gögnin yrðu opinber ef ég man rétt en hvers vegna hún skipti um skoðun veit ég ekki alla vega þótti henni leyndin ekkert mál í fyrstu ef ég hef skilið fréttir rétt. Hafi ég miskilið þær þá biðst ég forláts.

Síðan er spurning sem að mig langar til að fá svar við er hér um þingmannaferð að ræða og ef svo er er ferðin þá greidd af mér.
Ef hér er um einkaferð að ræða kemur mér málið ekki við.


mbl.is Ítölsk Hreyfing í fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spyr

Og það bara einnar spurningar

Var staðan auglýst eða var svo ekki og ef svo var ekki er það þá löglegt.

Hef ekkert á móti manninum en er búin að fá upp í kok af vinavæðingu og klíkuskap í stjórnkerfinu og langar bara til að forvitnast um hvort að nokkuð sé um það að ræða í þessu tilfelli.


mbl.is Runólfur vinnur að framgangi álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottið að koma í ljós.

Það er að koma betur og betur í ljós hvert er hið raunverulega plott sem hér er í gangi.
Ég er komin yfir það að halda að hér hafi orðið hrun vegna gáleysis ég er á því að þetta sé vel skipulagt ferli til að ná eignum þjóðarinnar og fegurðin í þessu ferli ef svo má kalla það er það að gerendurnir nota peninga sem að þeir tóku frá þjóðinni til að framkvæma áætlunina þeir leggja ekki krónu sjálfir í yfirtökuna.

Til að ferlið nái fram að ganga þarf síðan nytsama sakleysingja og af þeim var nóg í stjórnkerfinu ásamt nokkrum fimmtu herdeildarmönnum þegar almúginn fer að ókyrrast þarf síðan að sefa hann og gott er að henda einum fyrir ljónin það sáum við berlega í gær.

Eða hvað er hægt að kalla það að lána einhverjum 334 miljónir og vilja fá 1.100,000,000 til baka mig brestur ímyndunar afl til að gefa þessu nafn.
Ég veit ekki annað en rekstur þessa fyrirtækis hafi verið tryggur áður en Arion banki það er Arion banki sem hét annað þá á annarri kennitölu en er sama fólkið og sama innrætið gerði atlögu að Íslenskri þjóð og efnahagslífi og eyðilagði þa

Eftirfarandi úr fréttinni segir að mínu mati allt sem þarf. Undirstrikun mín.

"Arion banki hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að að bankinn hyggst óska eftir því við skiptastjóra Sigurplasts að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Stjórn Sigurplasts óskaði eftir því fyrr í vikunni við héraðsdóm að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Segir í tilkynningu frá Sigurplasti, að viðskiptabanki Sigurplasts hafi skorað á félagið að lýsa því yfir að það geti greitt bankanum 1,1 milljarð króna vegna láns sem upphaflega var 334 milljónir króna. Slíkt sé útilokað."

Og síðan til að bíta höfuðið af skömminni
 
"Til að taka af vafa starfsmanna, viðskiptamanna og annarra hagsmunaaðila vill Arion banki koma því á framfæri að hann hann hyggst óska eftir því við skiptastjóra að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Þannig hefur bankinn fullan hug á að taka þátt í endurreisn fyrirtækisins,  tryggja  störf þeirra starfsmanna sem að framleiðslunni koma og áframhaldandi viðskipti viðskiptavina félagsins."

Það er glæsilegt að vilja taka þátt í að endurreisa eitthvað sem að maður átti hlut í að eyðileggja að mínu mati.
Spurningin er hvaða hagsmunir hvaða tök og hvaða afl er það sem veldur því að Íslensk stjórnvöld eru eins og þau eru.
Það þarf að rannsaka og dæma í nú þegar meirihluti Alþingis hefur komist að því að hrunið var Geir H Haarde að kenna þá ætti að gefast tími í að rannsaka þau mál ekki eru málefni Íslenskrar alþýðu að trufla álþingismenn

Þvílíkt samansafn af rolum á einum stað ég brest í hlátur þegar talað er um virðingu Alþingis þessa daganna.


mbl.is Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki orð.

Eftir nokkrar atlögur að lyklaborðinu hef ég ákveðið að segja sem minnst um þetta mál annað en að ég skammast mín fyrir Alþingi í dag í dag jókst óbeit mín á þeim pólitíkusum sem hér sitja og í dag náðu Íslenskstjórnmál sínu lægsta gildi hingað til að mínu mati. Annars dæmis þetta sig allt sjálft og dómur sögunar dæmir þennan dag og þá sem að greiddu atkvæði og dómur sögunnar er ekki alltaf léttur  þannig að gott er ef rétt er að allir hafi greitt atvæði samkvæmt samvisku sinni. En ansi á ég bágt með að trúa því.


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni leiðtogi

Ég hef ekki verið mikill fylgismaður Bjarna en í dag öðlaðist hann virðingu mína er hann kom í ræðustól og hvatti menn´sína til þess að láta ekki hefnigirnina ráða för þegar kom að því að greiða atkvæði um Björgvin.

Ég tel að Samfylkingin hafi synt sitt rétta eðli í dag og Framsókn endanlega gengið fyrir ætternisstapann. Um VG og Hreyfinguna þarf ekki að fjölyrða þeirra eðli hefur verið ljóst lengi


mbl.is Pólitísk fingraför á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman væri að vita.

" Bifreiðin sinnti ekki stöðvunarmerkjum tollgæslunnar. Hún mun þó hafa óskað eftir aðstoð lögreglu en engin lögreglubifreið var til reiðu til að sinna kallinu."

"Tollverðir reyndu ítrekað að fá ökumanninn til þess að stöðva bifreiðina með merkjagjöf en án árangurs. Haft var samband við lögreglu sem kom strax á vettvang."

Kom lögreglan eða ekki áður en slysið varð og ef hún kom ekki má þá tollgæslan stunda eftirför í morgun umferðinni og ef hún má það ekki er hún þá ábyrgð fyrir slysum sem að´svoleiðis eftirför veldur ??

Spyr bara svona af fróðleiksfýsn


mbl.is Áfengi fannst í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi.

Þetta er rétt hjá Merði en það eiga þá allir að vera jafnir fyrir lögum.

Eigi að refsa viðkomandi einstaklingum fyrir vanrækslu þarf líka að refsa núverandi stjórnvöldum fyrir það sama eða er það ekki vanræksla að stjórnvöld lands geri ekkert til að laga það misrétti sem að nú gengur yfir. Fólk missir eigur sínar og ævistarf meðan aðrir fá syndaaflausn og það er varla nokkur leið að sjá eftir hvaða reglum er farið.

Að horfa á Kastljós í kvöld var sorgleg birtingarmynd þess sem gengur á hér að heyra fréttirnar um gjaldþrot Sigurplasts sömuleiðis og ef að einhver fótur er fyrir því sem sagt er um afstöðu viðskiptabankans þá kallar það á óháða rannsókn um atferli þeirra að mínu mati.

Að síðan alþingismenn hafi ekkert þarfara að gera en að karpa um liðna tíma á þessum erfiðu tímum milli þess sem að þeir mæta í fjölmiðla og verja eignarétt fjármagnsins er síðan þvílík fásinna að það er ekki hægt að setja það á blað sem að manni er efst í huga. Þeir eru haldnir sömu veruleikafirringu og Frakka drottning á síðustu dögum konungsveldis í Frakklandi það er algjöru sambandsleysi við þann raunveruleika sem að ríkir í þjóðfélaginu.

Ég er hræddur um það að það styttist í að "Öll vötn falli til Dyrafjarðar" hér á landi það er snjóboltinn sem að hefði verið hægt að stöðva ef menn hefðu látið af eiginhagsmunapoti og græðgi að sá bolti fari nú að rúlla með því afli og þunga sem að snjóboltar sem falla niður bratta hlíð hafa þegar þeir hafa safnað nógu miklu utan á sig. Því miður held ég að það fari að verða of seint að stöðva þá þróun alla vega er tíminn til þess ekki lengur mældur í vikum og mánuðum heldur klukkustundum og mínútum.

Það er ágætt að segja að aðrir syni vanrækslu en að mínu mati þarf ekki neinn sérstakan hugsuð til að sjá þá vanrækslu sem að stunduð er í dag. Sú vanræksla sem var 2007-2008 er liðin, sú vanræksla sem er 2010 er í núinu og okkur ber að vinna bug á óvættum nútíðarinnar áður en við förum að eyða orku í drauga fortíðar.

Svo kæru þingmenn lítið ykkur nær og í guðs bænum farið að gera eitthvað áður en að það verður gert fyrir ykkur.


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjuggu þá menn yfir innherja upplýsingum.

"Ásgeir segir að eftir að lausafjárkreppan hófst um mitt ár 2007 hafi fólk og félög losað eignir sínar í hlutabréfum og öðrum fjárfestingum og sett peningana inn á bankareikninga"

Bíðum við um mitt ár 2007?

Um mitt ár 2007 hafði þá þetta fólk aðgang að einhverjum upplýsingum sem að annað fólk það er hinn almenni borgari hafði ekki. Ásgeir er þó ekki að tala um þau 2 % innistæðu eigenda sem að fengu yfir 90% allra innistæðna sem voru tryggðar og eru nú eftir að hafa blóðmjólkað almenning með vöxtum að snúa sér að því að kaupa upp fasteignir á lágmarksverði þegar þær fara á uppboð.
þessir einstaklingar skildu þó ekki hafa vitað af hruninu það skildu þó ekki leynast þarna einstaklingar sem að í dag gala hæst um hvort að fólk haldi að það eigi ekki að borga skuldir sínar.

Af hverju segi ég þetta jú ef einhverjir hafa losað eignir í hlutabréfum og sett á bankareikninga árið 2007 bankareikninga sem samkvæmt lögum voru ekki tryggðir nema að ákveðinni upphæð. Þá hljóta hinir sömu að hafa vitað að það stæði til að tryggja allar innistæður á bankareikningum þegar árið 2007 hrunið varð nefnilega ekki fyrr en ári seinna.

Ég hef sagt það áður og segi enn það á að birta nöfn þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem að urðu þess aðnjótandi að aðrir landsmenn tóku að sér að greiða þeim yfir 90% allra tryggðra innistæða. Ætli önnur eins eignatilfærsla hjá einni þjóð hafi nokkurn tíma átt sér stað í sögunni. Það er í raun sanngirnis mál að það komi í ljós hverjum við erum að bjarga og hvort að einhverjir þeirra gætu hafa átt hagsmuna að gæta og því verið ófærir um að taka þátt í setningu neyðarlagana.


mbl.is Hleypa þarf lífi í markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innantómir frasar?

Ræða forsætisráðherra vor hljómaði vel en mér finnst orðin innatóm þegar ég horfi á fréttir og lít í kringum mig. Finnst í raun að hún sé sami innantómi frasin og okkur er daglega boðið upp á.

Samkvæmt fréttum "Sagði Jóhanna, að ekkert barn mætti vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir."

Mér er spurn hvort tvífari Jóhönnu hafi verið  hér á landi undanfarið sú sem talaði í útlöndum virðist ekki hafa séð biðraðirnar við matargjafir þegna þeirrar Jóhönnu sem að hér ræður ríkjum.

Kastljós kvöldsins með viðtalinu við mann sem misst hafði allt sitt og var boðið að leigja það aftur á þrefaldri þeirri upphæð sem að hann gat ekki borgað á mánuði var í einu orði sorglegt.
Ég skammast mín fyrir landið sem að ég bý í þegar ég hlusta á svona fréttir land sem miðað við framleiðslu ætti að geta brauðfætt alla sína þegna án vandkvæða.

Víst varð hér hrun en það bitnar bara á sumum aðrir fengu allt sitt og meira til bætt skammlaust og stjórnvöld standa grimmilega vörð um þær ráðstafanir og vilji menn kafa dýpra í þau mál er borið við bankaleynd. Hverju þarf að leyna það á að leggja öll spilin á borðið líka spilin í rannsóknarnefnd Alþingis.
Mér finnst athyglisvert að lesa grein í Fréttablaðinu við þingkonu sem vill Ísland sem miðstöð frjálsra upplýsinga en á sama tíma veit ég ekki betur en að hún sé ein af þeim sem að styður það að það sé leynd yfir þeim gögnum sem á að nota til að dæma 3 til 4 einstaklinga. Mér finnst það skrytið.

Sennilega veit ég ekkert um svona mál enda bara iðnmenntaður sem að er víst ekki fínt í dag alla vega tók talsmaður hljóðreiðasinna í Kastljósinu fram að þar væri um samtök velmenntaðra lögfræðinga og verkfræðinga að ræða sennilega voru skilaboðin sú að við sem að þó kunnum að stilla skiptinguna á hjólinu gera við dekkin og strekkja keðjurnar á því sem að er á milli fót þeirra þegar þau ferðast að við höfum ekki greind eða getu til að kjósa okkur ferðamáta. Alla vega verð ég að viðurkenna að mér fundust ummælin dulítið spes en eflaust vel meint.

Ég get þó ekki að því gert að ég og kannski bara ég er búin að fá upp í kok af því sem að gengur hér á þessa dagana kannski er ég sá eini sem að finnst eitthvað rangt við að hátt í 40.000 fjölskyldur séu að lenda í greiðsluerfiðleikum, að fólk standi í löngum biðröðum við að fá mat, að laun varafulltrúa séu hækkuð þannig að kostar 2,5 sinum þá upphæð á ársgrundvelli sem að á að nota til að styrkja fátæka, að afskrifaðar séu skuldir upp á tugi miljóna jafnvel hundruð af sumum sem svo halda öllu sínu meðan þeir sem voru svo óheppnir að verða veikir lenda á götunni, að miljörðum sé eitt í umsókn að klúbb bara til að athuga hvort að við viljum kannski vera með og það er ótalmargt fleira sem að mér finnst rangt þessa dagana.
Kannski er það bara mér sem finnst það rangt kannski er ég bara svona gamaldags og vitlaus.

En ég er sammála Jóhönnu að ekkert barn má vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir og það á við um fullorðna jafnt sem börn karla sem konur okkur ber skylda til þess að sjá til þess að meðbræðrum okkar líði eins vel og best verður á kosið og þeim ber skylda til þess sama gagnvart okkur.

Þegar síðan á að verja lélegt verklag þá er svarið alltaf það sama það má ekki tjá sig um einstök mál og RÚV þurfti ekki að taka nema eitt viðtal við Ögmund í dag að mínu mati því hann svaraði öllu bæði máli konunnar sem að búið er að flæma úr starfi vegna þjóðernis og máli mannsins sem búið er að flæma úr húsnæði sínu vegna glæpsamlegrar bankastarfsemi annarra og veikinda hans sjálf þessu svaraði hann nákvæmlega eins í bæði skiptin. Svarið var á þá leið að jafnræðis verði að gæta og ekki megi tjá sig um einstök mál.

Ég er fegin því að stjórnvöld okkar eru ekki í björgunarrekstri því  kæmu þau að stórslysi myndu þau sennilega kála öllum til að gæta jafnræðis því ekki má bjarga öðrum ef annar gæti farist síðan myndu þau ekki greina hvað fór úrskeiðis því ekki má tjá sig um einstök mál.


Eins og ég sagði þá er ég kannski sá eini sem að svona er innanbrjóst en hef þó ekki mikla trú á því það er rétt sem sagt er um sófadýrin og ég hef talist til þeirra og viðurkenni það hispurslaust en atburðir undanfarinna daga hafa sannfært mig um það að ef sófadýrin, þeir einstaklingar sem að hafa trúað því að það muni allt fara vel að lokum rísa ekki upp úr sófunum og taka til sinna ráða fljótlega þá verðum við að lifa við það að við höfum ekki gert neitt til að hafa áhrif á framtíð barna okkar til betri vegar og þurfum að lifa við það að hafa stórskaðað þeirra framtíð með aðgerðarleysi gegn því sem að nú gengur á í þjóðfélaginu.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eins og Búsáhaldabylting og Besti flokkur hafa því miður orðið til þess samkvæmt mínu mati að gera fólk fráhverft því að leggjast á árarnar til að breyta þróuninni en við megum ekki gefast upp.

Afkomendur okkar eiga þá kröfu á hendur okkur að við búum þeim þolanlega framtíð. Góð framtíð er ekki í kortunum sem stendur þolanleg er sennilega það skásta sem við getum og við skuldum forfeðrum okkar sem þraukuðu hér og bjuggu í haginn fyrir okkur það að við leiðréttum það sem ranglega hefur farið og setjum stefnuna rétta á ný.

Það er komin tími á að hin þögli þolinmóði hluti þjóðarinnar láti í sér heyra það getur vel verið að við höfum sloppið ágætlega út úr hruninu vegna eigin varfærni en ætlum við virkilega að láta það vera eftirmæli okkar að það hafi verið okkar helsta skemmtun að verða vitni að örvæntingu hinna sem að margra mati fóru óvarlega og samkvæmt áliti sumra eiga þetta bara skilið.

Hver kannast ekki við orðin, heldur fólk að það geti bara fengið lánað og þurfi ekki að borga, sagt um fólk sem að í mörgum tilfellum drýgði þó þann eina glæp að ætla að kaupa sér húsnæði og ekki alltaf af stærstu gerð. Ætlum við virkilega að vera svo grunnhyggin ég vona ekki.  Við skulum lika muna að grunnhyggnar þjóðir hafa verið dæmdar bæði af sögunni og í veraldlegum réttahöldum.

Ég vona sannarlega að ég eigi nokkra skoðana bræður og systur í þessum hugleiðingum mínum sem er þá velkomið að hafa samband þó ekki væri til annars en að sannfæra mig um að ég sé ekki sá eini sem að finnst eitthvað vera bogið við þá mynd af landi mínu sem að ég sé þessa dagana og ég sé ekki einn um að vilja taka á árunum í von um breytta og betri tíð.


mbl.is 550 hafa fengið greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Jóhanna við skjaldborg?

Það skildi þó ekki vera að Jóhanna vilji slá skjaldborg um fátæka alheimsbúa þeir ættu að athuga áður en þeir leita skjóls þar hvernig múra hún er búin að reisa um eigin þegna.  Og eru Þau grundvallargildi sem hún leggur áherslu á í heimalandinu. Síðan ætlast ég til að forsætisráðherra hlusti á alla karlmenn eru líka fólk.
mbl.is Hlustum á raddir kvenna og barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband