Plottið að koma í ljós.

Það er að koma betur og betur í ljós hvert er hið raunverulega plott sem hér er í gangi.
Ég er komin yfir það að halda að hér hafi orðið hrun vegna gáleysis ég er á því að þetta sé vel skipulagt ferli til að ná eignum þjóðarinnar og fegurðin í þessu ferli ef svo má kalla það er það að gerendurnir nota peninga sem að þeir tóku frá þjóðinni til að framkvæma áætlunina þeir leggja ekki krónu sjálfir í yfirtökuna.

Til að ferlið nái fram að ganga þarf síðan nytsama sakleysingja og af þeim var nóg í stjórnkerfinu ásamt nokkrum fimmtu herdeildarmönnum þegar almúginn fer að ókyrrast þarf síðan að sefa hann og gott er að henda einum fyrir ljónin það sáum við berlega í gær.

Eða hvað er hægt að kalla það að lána einhverjum 334 miljónir og vilja fá 1.100,000,000 til baka mig brestur ímyndunar afl til að gefa þessu nafn.
Ég veit ekki annað en rekstur þessa fyrirtækis hafi verið tryggur áður en Arion banki það er Arion banki sem hét annað þá á annarri kennitölu en er sama fólkið og sama innrætið gerði atlögu að Íslenskri þjóð og efnahagslífi og eyðilagði þa

Eftirfarandi úr fréttinni segir að mínu mati allt sem þarf. Undirstrikun mín.

"Arion banki hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að að bankinn hyggst óska eftir því við skiptastjóra Sigurplasts að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Stjórn Sigurplasts óskaði eftir því fyrr í vikunni við héraðsdóm að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Segir í tilkynningu frá Sigurplasti, að viðskiptabanki Sigurplasts hafi skorað á félagið að lýsa því yfir að það geti greitt bankanum 1,1 milljarð króna vegna láns sem upphaflega var 334 milljónir króna. Slíkt sé útilokað."

Og síðan til að bíta höfuðið af skömminni
 
"Til að taka af vafa starfsmanna, viðskiptamanna og annarra hagsmunaaðila vill Arion banki koma því á framfæri að hann hann hyggst óska eftir því við skiptastjóra að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Þannig hefur bankinn fullan hug á að taka þátt í endurreisn fyrirtækisins,  tryggja  störf þeirra starfsmanna sem að framleiðslunni koma og áframhaldandi viðskipti viðskiptavina félagsins."

Það er glæsilegt að vilja taka þátt í að endurreisa eitthvað sem að maður átti hlut í að eyðileggja að mínu mati.
Spurningin er hvaða hagsmunir hvaða tök og hvaða afl er það sem veldur því að Íslensk stjórnvöld eru eins og þau eru.
Það þarf að rannsaka og dæma í nú þegar meirihluti Alþingis hefur komist að því að hrunið var Geir H Haarde að kenna þá ætti að gefast tími í að rannsaka þau mál ekki eru málefni Íslenskrar alþýðu að trufla álþingismenn

Þvílíkt samansafn af rolum á einum stað ég brest í hlátur þegar talað er um virðingu Alþingis þessa daganna.


mbl.is Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Þór Karlsson

Hvaða rök hefuru fyrir því að bankinn hafi eyðilagt þetta fyrirtæki? Afhverju ætti bankinn yfirhöfuð að eyðileggja fyrirtæki sem hann er aðal kröfuahafi af? Og hvaða rök eru fyrir því að reksturinn hjá þessu fyrirtæki hafi verið frábær áður en Arion banki kom inn í spilið. Er kannski sá möguleiki fyrir hendi að eigendur þessa fyrirtækis séu ekki allir jafn miklir englar og menn vilja meina. Hvað hefur starfsfólkið um þessa eigendur að segja? Ég hef allavega ekki heyrt neinn starfsmann koma fram og grátbiðja bankann um að leyfa eigendunum að halda fyrirtækinu. Er mögulegt að fyrirtækinu sé betur borgið með þessum hætti?

Ég hef nú alltaf haft gaman af samsæriskenningum en ég er ekki alveg að kaupa þína og er Arion banki ekki sá banki sem endurnýjaði hvað mest sitt starfsfólk og stjórendur frá gamla Kaupþing bankanum?

Trausti Þór Karlsson, 29.9.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Verst er að allar upplýsingar skuli ekki vera upp á borðum en alltaf er borið við einhverri leynd síðan er vinsælt að bera við jafnræði og til vara er ekki fjallað um einstök mál.

Finnst þér eðlilegt að skuld hækki úr 334.000 000 í 1.100.000.000
Finst þér eðlilegt að sá aðili sem var einn af þeim sem að ollu þessu sé í raun enn starfandi bara á nyrri kennitölu
Finnst þér síðan eðlilegt það er ef fréttir eru réttar það er fréttir af því hvernig skuldir voru keyptar inn í nýju bankana sem eru bara gömlu bankarnir í nýjum fötum
En séu þær réttar þá hafur Arion banki keypt þessar 334 000 000 á 40 til 60% af virði skuldarinnar Ca 150 til 170 000 000
Finst þér það rétt???

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.9.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband