Bjuggu þá menn yfir innherja upplýsingum.

"Ásgeir segir að eftir að lausafjárkreppan hófst um mitt ár 2007 hafi fólk og félög losað eignir sínar í hlutabréfum og öðrum fjárfestingum og sett peningana inn á bankareikninga"

Bíðum við um mitt ár 2007?

Um mitt ár 2007 hafði þá þetta fólk aðgang að einhverjum upplýsingum sem að annað fólk það er hinn almenni borgari hafði ekki. Ásgeir er þó ekki að tala um þau 2 % innistæðu eigenda sem að fengu yfir 90% allra innistæðna sem voru tryggðar og eru nú eftir að hafa blóðmjólkað almenning með vöxtum að snúa sér að því að kaupa upp fasteignir á lágmarksverði þegar þær fara á uppboð.
þessir einstaklingar skildu þó ekki hafa vitað af hruninu það skildu þó ekki leynast þarna einstaklingar sem að í dag gala hæst um hvort að fólk haldi að það eigi ekki að borga skuldir sínar.

Af hverju segi ég þetta jú ef einhverjir hafa losað eignir í hlutabréfum og sett á bankareikninga árið 2007 bankareikninga sem samkvæmt lögum voru ekki tryggðir nema að ákveðinni upphæð. Þá hljóta hinir sömu að hafa vitað að það stæði til að tryggja allar innistæður á bankareikningum þegar árið 2007 hrunið varð nefnilega ekki fyrr en ári seinna.

Ég hef sagt það áður og segi enn það á að birta nöfn þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem að urðu þess aðnjótandi að aðrir landsmenn tóku að sér að greiða þeim yfir 90% allra tryggðra innistæða. Ætli önnur eins eignatilfærsla hjá einni þjóð hafi nokkurn tíma átt sér stað í sögunni. Það er í raun sanngirnis mál að það komi í ljós hverjum við erum að bjarga og hvort að einhverjir þeirra gætu hafa átt hagsmuna að gæta og því verið ófærir um að taka þátt í setningu neyðarlagana.


mbl.is Hleypa þarf lífi í markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek heilshugar undir þetta. Það á allt að koma í kjós og það e rétt að það voru margir með innherjavitneskju.

Valdimar Samúelsson, 24.9.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband