Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
29.7.2010 | 08:14
Aumingja Björgólfur.
Sem einn af þjóðinni sendi ég manninum mínar samúðarkveðjur yfir öllu tapinu sem að ég og landsmenn virðumst hafa valdið honum enda sitjum við hér með fullar hendur fjár og hagsæld á hverju strái eftir að hafa hirt alla peningana hans og erum nú að níðast á honum á lyfja markaðinum. Allt á meðan Björgúlfur greyið lepur dauðan úr skel í útlöndum.
Hann virðist þó ætla að sleppa við persónulegt gjaldþrot sem er meira en margir samlandar mínir koma til með að gera og svo er eitt sem að mig langar til að vita. Í fréttum fyrir all löngu kom fram að bankinn hefði ekki verið borgaður að fullu miðað við þetta þá hlýtur sú greiðsla að hafa farið fram núna. Er einhver sem að getur frætt mig á því hvort svo er.
Björgúlfur segir í fréttinni.
"Björgólfur segist hafa lítinn áhuga á að fjárfesta á Íslandi í framtíðinni þó að hann útiloki það ekki. Ég er umdeild persóna hérna, hef búið erlendis í rúm 20 ára og líður vel þar.
Er hann eitthvað hissa á að hann sé umdeildur? Hann hefur engan áhuga á að fjárfesta hér í framtíðinni. Var ekki verið að gefa Verner Holding sérstaka afslætti og ívilnanir umfram aðra og er hann ekki hluthafi í því?
Þessi útdráttur veldur því að ég ætla að kaupa Viðskiptablaðið í dag og lesa greinina til að kynna mér réttlætinguna alla
Gagnrýnir einkavæðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2010 | 19:06
Hin umvefjandi ástúð stjórnenda vorra borgarbúa
Ég tek fram að það sem ég hef fram að færa hef ég eftir öðrum aðila en hef ekki ástæðu til að trúa öðru en að rétt sé með farið en leiðrétting vel þegin ef rangt er. Ef rétt er finnst mér þetta í stíl við annað hér á landi og hér í borg
Manneskja er svo seinheppin að kenna sér innan meins og þarf að leita á spítala hún er rólfær og fer á bílnum sínum á Landspítala. Eftir skoðun er hún lögð inn án tafar og fær þá meðferð sem þarf til að ná bata. Þetta ferli tekur nokkra daga.
Þegar hún skröltir út þá býður bílinn hennar eftir henni á planinu samviskusamlega merktur sektarmiðum frá Bílastæðasjóði einum fyrir hvern dag.
Það er mikil mildi fyrir borgina okkar að manneskjan tórði og getur greitt sektina verra er ef fólk hverfur til feðra sinna þarna og engin er til að gjalda keisaranum það sem honum ber.
Ég vil benda þeim sem að þurfa að ganga erinda sinna þarna að hafa þetta bakvið eyrað og biðja um að svæfingar og aðrar aðgerðir taki mið af gjaldskrártíma Bílastæðasjóðs eða að sjúkrahúsið bjóði fólki upp á að setja í stöðumæla fyrir það. Svo að það þurfi ekki að feta í fótspor verðandi föður sem næstum missti af fæðingu vegna þess að hann hljóp frá til að setja í stöðumælinn.
23.7.2010 | 14:58
Hvað er sanngirni
Hvort þetta er ósanngjarnt eða ekki fer nú sennilega eftir því hvaða málsaðila er fylgt og að mínu mati leikur ekki vafi á hvaða aðilum Gylfi og ríkisstjórnin fylgja að málum þarf ekki einu sinni að segja hverjum því ástin til fjármálageirans og þeirra sem fé eiga skín af hverju andliti ASG leppstjórnarinnar. Enda ekkert óeðlilegt við að undirmenn hlýði yfirboðurum sínum en síðustu verk ASG ásamt þeim eldri sýna svo að ekki verður um villst að sjóðurinn gengur ekki erinda fólksins heldur fjársins og eigenda þess. þannig að landsstjórinn er fulltrúi peningaaflanna og eftir höfðinu dansa limirnir.
Hvenær kemur síðan almenn sakaruppgjöf þar sem að ljóst er að engin virðist eiga að bera ábyrgð á þessum ólöglegu lánum og engin að svara til saka fyrir verk sem að geta felt þjóðfélagið er þá eintthvað réttlæti í því að menn og konur sitji inni fyrir mun smærri afbrot að mínu mati
Ekki ósanngjörn lending | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2010 | 11:57
Sjálfstæði dómstóla
Það verður fróðlegt að sjá forsendurnar og en fróðlegra að sjá hver verður niðurstaða Hæstaréttar í áfrýjuninni. Þetta mál kemur og þær forsendur sem gefnar eru upp fyrir dómunum koma til með að segja mikið um hvort dómsvaldið á Íslandi sé sjálfstætt.
Við erum ekki þau fífl það er við landsmenn að gera okkur ekki grein fyrir því að margt hefur farið fram undanfarna daga í reykfylltum bakherbergjum og fljótlega rennur upp sú stund að við getum sjálf lagt mat á hvort að dómsvaldið er enn heilt eða hvort að það þarf að henda því líka eins og stjórnmálastéttinni.
Það er sama á hvora leið niðurstaðan verður að lokum það sem skiptir máli er að niðurstaðan sé stutt faglegum rökum, lagalega réttum og líka réttlátum. Sé svo þá gæti runnið hér upp tími friðar sé svo ekki já þá veit ég ekki hvað.
Fallist á rök Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2010 | 12:00
Skrítnir læknar
"Læknar á Queen Mary's spítalanum í Kent í Englandi eru furðu lostnir yfir hvítu barni sem svört hjón eignuðust á dögunum. Læknarnir segja Nmachi ekki vera albinóa og hvorugt foreldra eiga hvíta forfeður."
Mér finnst það minna furðulegt að barnið sé hvítt heldur en að það hafi fæðst á dögunum því eftir því sem að ég veit best þýðir á dögunum svona ca fyrir mánuði eða svo. Og sé svo þá vorkenni ég konukindinni að hafa komið barninu á myndinni í heiminn komnu á forskóla aldur og sennilega talandi.
Er ekki ástæðan fyrir því að það er hvítt skortur á sólarljósi í móðurkviði fram til ca 6 ara aldurs.
Annars er álika mikið að marka The Sun og ríkisstjórn Íslands so að ég missi ekki svefn yfir þessu
Svört hjón eignast hvítt barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2010 | 08:11
Kvarta til jafnréttisráðs
Það er ljóst að þetta verður aðalatriðið á næstu fundum Jafnréttisráðs og feministafélagsins sennilega verður farið fram á fjárveitingu í að rannsaka málið síðan ráðin sérfræðingur í að skrifa skýrslu um það (sennilega kvenkyns) niðurstaðan verður síðan að hér sé um jákvæða mismunun að ræða og því í góðu lagi.
Málinu verður síðan lokið yfir Caffe Late á einhverju kaffihúsinu í 101 með útsýni yfir listagarðin á höfninni.
Kreppan bitnar á körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2010 | 12:56
Áður en að menn missa sig.
Ég mæli með að eftirfarandi aðgerðum áður en að menn missa sig í fögnuði yfir endalokum kreppunnar eða samdráttarins.
Ég mæli með að fólk lesi eldri spádóma greiningardeilda bankanna árin 2007-2008 eru sérstaklega athyglisverð það má líka benda á ef að ´fólk hefur gleymt því að þá hét Íslandsbanki Glitnir. Síðan máli ég með lestri ýmiss ummæla framkvæmdastjóra atvinnulífsins um hin ýmsu málefni.
Eftir þann lestur mæli ég með því að fólk snúi sér á hina hliðina og andi rólega því að það er álíka mikið að marka þetta og annað sem að úr þessum áttum hefur komið
Kreppan er búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2010 | 16:01
Ógnin mikla (er komin verðmiði á réttlæti)
Dómur Hæstarétta í gengislánamálunum ógnar stöðugleikanum, þjóðfélaginu, svefni Gylfa Magg, ASG, pirrar Pétur Blöndal og óngar síðan en ekki síst óstöðugum fjármálastofnunum.
Ég er búin að lesa orðræðu síðustu daga og verð að viðurkenna að ég er felmtri sleginn og eiginlega fullur vantrúar og hálf flökurt yfir mörgu sem sagt er og ritað það virðist vera í lagi að gefa afslátt af rétlæti og lögum ef að það hentar peningaöflunum er þá réttlætið falt svo er hægt að skilja af umræðu dagsins. Ég skil þetta þannig að Fitch telji að réttlætið sé skör lægra en fjármagnið og þá er illa komið okkar þjóðfélagi ef að peningar eru lögum hærri.
Menn tala um að dómurinn ógni stöðugleika og margt annað er sagt en ekki nokkur maður minnist á það að hér var komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið framin glæpur enginn talar um það. Enginn talar um að það þurfi að láta brotamennina axla ábyrgð.
Enginn talar um ábyrgð þeirra sem að ráku þessi fyrirtæki.
Enginn talar um þetta það er bara talað um ógnina miklu sem að stöðugleikanum stafar af því að réttlætið og lögin nái fram að ganga.
Á sama tíma vefst ekki fyrir réttlætiskerfinu hér á landi að ákæra dæma og fullnusta ferli stórglæpakvendis sem að stal bleyjupökkum og pelum enda stefna þess sem að hún stal frá að allur þjófnaður a eigum hans skuli kærður meðan að sá þjófnaður sem er fólgin í mismun á hilluverði og kassaverði heitir mistök.
Skildi einhver senda út tilmæli um að konan sem að stal bleyjunum og pelunum kannski vegna þess að hún hafði ekki efni á þeim, njóti einhvers afsláttar frá réttarkerfinu. Ekki held ég mér sýnist meira að segja að réttarkerfið sé mun áhugasamara um bleyjuglæpina heldur en það var gagnvart ólöglegum vörslusviptingum.
Er furða að manni flökri og sé komin með upp í kok
Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2010 | 11:26
Að mörgu að hyggja
Auglýsa eftir fólki til að prófa rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2010 | 12:47
Mig langar að vita.
Mig langar að vita ef einhver getur upplýst mig um það hve margir styrkir hafa verið veittir úr Bjarkarsjóðnum og til hverra þeir hafa farið hef verið að reyna að finna eitthvað um það
Björk boðar til blaðamannafundar um auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |