Hin umvefjandi ástúð stjórnenda vorra borgarbúa

Ég tek fram að það sem ég hef fram að færa hef ég eftir öðrum aðila en hef ekki ástæðu til að trúa öðru en að rétt sé með farið en leiðrétting vel þegin ef rangt er. Ef rétt er finnst mér þetta í stíl við annað hér á landi og hér í borg

Manneskja er svo seinheppin að kenna sér innan meins og þarf að leita á spítala hún er rólfær og fer á bílnum sínum á Landspítala. Eftir skoðun er hún lögð inn án tafar og fær þá meðferð sem þarf til að ná bata. Þetta ferli tekur nokkra daga.

Þegar hún skröltir út þá býður bílinn hennar eftir henni á planinu samviskusamlega merktur sektarmiðum frá Bílastæðasjóði einum fyrir hvern dag.

Það er mikil mildi fyrir borgina okkar að manneskjan tórði og getur greitt sektina verra er ef fólk hverfur til feðra sinna þarna og engin er til að gjalda keisaranum það sem honum ber.

Ég vil benda þeim sem að þurfa að ganga erinda sinna þarna að hafa þetta bakvið eyrað og biðja um að svæfingar og aðrar aðgerðir taki mið af gjaldskrártíma Bílastæðasjóðs eða að sjúkrahúsið bjóði fólki upp á að setja í stöðumæla fyrir það. Svo að það þurfi ekki að feta í fótspor verðandi föður sem næstum missti af fæðingu vegna þess að hann hljóp frá til að setja í stöðumælinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband