Aumingja Björgólfur.

Sem einn af þjóðinni sendi ég manninum mínar samúðarkveðjur yfir öllu tapinu sem að ég og landsmenn virðumst hafa valdið honum enda sitjum við hér með fullar hendur fjár og hagsæld á hverju strái eftir að hafa hirt alla peningana hans og erum nú að níðast á honum á lyfja markaðinum. Allt á meðan Björgúlfur greyið lepur dauðan úr skel í útlöndum.

Hann virðist þó ætla að sleppa við persónulegt gjaldþrot sem er meira en margir samlandar mínir koma til með að gera og svo er eitt sem að mig langar til að vita. Í fréttum fyrir all löngu kom fram að bankinn hefði ekki verið borgaður að fullu miðað við þetta þá hlýtur sú greiðsla að hafa farið fram núna. Er einhver sem að getur frætt mig á því hvort svo er.

Björgúlfur segir í fréttinni.
"Björgólfur segist hafa lítinn áhuga á að fjárfesta á Íslandi í framtíðinni þó að hann útiloki það ekki. „Ég er umdeild persóna hérna, hef búið erlendis í rúm 20 ára og líður vel þar.“

Er hann eitthvað hissa á að hann sé umdeildur? Hann hefur engan áhuga á að fjárfesta hér í framtíðinni. Var ekki verið að gefa Verner Holding sérstaka afslætti og ívilnanir umfram aðra og er hann ekki hluthafi í því? 

Þessi útdráttur veldur því að ég ætla að kaupa Viðskiptablaðið í dag og lesa greinina til að kynna mér réttlætinguna alla

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gagnrýnir einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband