En hlaupum við apríl þó komin sé júní

Ég viðurkenni að ég hrökk við þegar ég sá þessa frétt í morgun en sett í samhengi við hvað er í gangi og hvar hún birtist leifi ég mér að halda eftirfarandi fram og byggi það á því að meirihlutinn hafði ákveðið að hækka ekki gjaldskrá OR árið 2010 og síðan ef menn lesa annað sem komið hefur fram er þessi hækkun miðuð við að hún ein og sér dugi OR til reksturs þá er ekki reiknað með endurskipulagningu í rekstri eða hækkun álverðs heldur bara að Reykvíkingar beri þungan af rekstri OR þessi ár. Þannig að ég tel að þessi frétt sé skrifuð í þeim tilgangi að undirbúa okkur undir það að það þurfi að hækka gjöldin ekkert endilega vegna þess að það þurfi að hækka heldur vegna þess að það er möguleiki á að kenna öðrum um þá h ækkun.

Nú eru samningaviðræður í gangi milli Samfó og BF þá þarf að finna pening og hann má finna hjá almúganum og hvað er þá betra en hækkun orkuverðs og enn betra að geta kennt Hönnu Birnu og félögum um það. Þessi frétt sýnir mér það að Jón Gnarr er fljótur að læra Samfylkingarandinn hefur ekkert breyst og að Fréttablaðið gengur enn erinda þeirra sem þeim eru þóknanlegir.

Það er gott að búa í Gnarrarvík þar breytist ekkert.

Það er einungis eitt sem að getur hrakið þessa kenningu mína og það er það að nú lýsi Besti flokkurinn og Samfylkingin því yfir að þau ætli ekki að hækka orkuverð árið 2010 og ætli sér að taka á rekstravanda OR með hagræðingu og þá ekki minnkun þjónustu verði svo skal ég glaður viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér.


mbl.is Heita vatnið þarf að hækka um 37%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband