Víst hefur vöruverð hækkað.

Nú ætla ég að vera ósammála mínum gamla sveitunga víst hefur vöruverð hækkað og í sumum tilfellum alveg ótrúlega mikið. Af hverju veður annars verðbólgan áfram hún er byggð á hækkunum vöruverðs.

Minn gamli sveitungi segir innflutt matvæli hafi ekki hækkað sem nemur gengisbreytingum eflaust er það rétt hjá honum, en vöruverð er meira en bara verð  á matvælum. Föt,skór,bleyjur og margt fleira sem að hefur hækkað þannig að það verðið á því er ekkert annað en okur.

Andrés segir „Þetta er til þess fallið að rugla fólk í ríminu,“ segir hann og bætir við að samtökin miði við 12. nóvember því það sé þeim hagfellt"  
Gæti verið að hann minnist á innflutt matvæli vegna þess að það sé hans samtökum í hag. 
Gæti líka verið að verð á innfluttum matvælum hafi ekki hækkað vegna þess að gæði þessara vara hefur hrunið og gæði ávaxta eru þannig í dag í mörgum tilfellum að það má gott heita að komast með þá heim áður en þeir eru ónýtir. Verð á nýlendu vöru hefur rokið upp.

Ég tel að Samtök verslunar og þjónustu ættu að skammast sín í mörgum tilfellum því að þegar það er orðið ódýrara að kaupa ákveðna vöru beint út úr búð á netinu í Þýskalandi flytja hana heim með DHL borga af henni öll gjöld og skatta og eiga afgang sem að nemur helgarinnkaupum stórfjölskyldu þá er eitthvað að hér. Ég hvet fólk sem að þarf að fata upp börn kaupa skó eða barnavörur eins og barnavagna að skoða þetta vel því að þetta getur munað miklu.

Ég hver neitendur til að leita sé upplýsinga á netinu og jafnvel kaupa frekar þá vöru sem að þeim vantar erlendis heldur en að styrkja hér verslanir sem hefur það eina markmið að stunda okur á landmönnum.

Ég tek það fram að það eru verslanir hér sem að eiga heiður skilið og við þær á að versla geri menn verðkönnun áður en þeir kaupa hluti þá sjá þeir fljótt um hvaða verslanir er að ræða í báðar áttir.

Máli mínu til stuðnings þá eru hér smá dæmi  Venjuleg lopapeysa  42 000 lopapeysu sérfræðingur fjölskyldunar sem að taldi rétt verð vera ca 16000 er enn í öndunarvél vegna áfalls og hefur þó prjónað hundruð þeirra. Skór 6900 keyptir vegna góðs verðs dugðu 6 vikur ónýtir annað par keypt af þvermóðsku dugðu 3 vikur ég kaupi ekki skó á 40.000 og þar yfir þannig að nú verðu leitað á netinu. og fleiri dæmi eru til.

Kannski liggur munurinn á því hvað okkur gömlu sveitungunum í því að ég sé um öll innkaup á mínu heimili enda einræðisherra þar  og er því í góðu sambandi við tenginguna milli vöruverðs og pyngju minnar.


mbl.is Segir innflutt matvæli ekki hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband