Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
23.3.2010 | 16:42
Siðferðiskennd þingheims ljós.
Miðað við þess afgreiðslu og þann hraða sem þetta frumvarp fær í gegnum þingið þá er það ljóst að það sem misbýður þingheimi er nekt.
En skildu þeir hafa litið í spegil og séð nekt sjálfs síns sem að misbýður þjóðinni þá nekt að þeim finnst það í góðu lagi að heil þjóð sé sett á hausinn og gerendurnir séu endurreistir hver á fætur öðrum og ég gæti hér skrifað langan lista um það siðferði sem að ég á við hér.
Ég skil ekki hvernig þingmenn með svo háa siðferðiskennd og þeir gefa sig út fyrir að hafa að sínu mati geta litið framan í sjálfan sig í spegli. Mér er persónulega andskotans sama um nektardans en ég er orðin leiður á því að hafa 63 aðila í vinnu sem virðast ekki hafa hugmynd um hvaða ástand ríkir hjá þjóðinni og hvaða mál þurfi að hafa forgang.
Já og hvers vegna hundskuðust þeir ekki til vinnu fyrr en 4 í gær og eru svo að fara í lengra páskafrí en skólakrakkar sem er óréttlátt skólakrakkanna vegna sem að öllum líkindum eru all skarpari en sá hópur sem nú telur sig hafa bjargað siðferði þjóðarinnar. En þessi hópur gleymdi bara alveg að skoða eigið siðferði fyrst.
Eftirfarandi setning Sifjar leiðir til þess að Framsóknarflokkur bætist á sístækkandi lista aldrei að kjósa flokka í lifi mínu Siv sagði
Það gleður mig að finna þennan ferska andblæ sem skynja má hér á Alþingi þegar kemur að jafnréttismálum, sagði Siv og minnti í því samhengi á nýlegt bann við kaupum á vændi sem og ákvörðun um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Benti hún á að rúmur aðlögunartími væri í frumvarpinu enda taki það ekki gildi fyrr en á miðju sumri. Samþykkt þessa frumvarps sýnir hve vel Alþingi Íslendinga getur tekið á jafnréttismálum.
Það sýnir semsagt ferskleika að ákveða um leið og bannað er að sýna tól og tæki eru sett lög um að það séu tólin sem ráði því hvort fólk fær sæti í stjórnum og vinnu Samþykkt þessa og fleiri frumvarpa sýnir mér ekki hve vel Alþingi getur tekið á málum heldur hve lífsnauðsynlegt er orðið að henda 90% af þeim sem eru þar út og á hinn almenna vinnumarkað svo að þeir vakni til vitundar um hvernig líf sem ekki er lifað á hinu opinbera er.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2010 | 12:04
Skítamál.
Með fyrirsögninni á ég ekki við að hér sé ógæfumaður á ferð heldur það að ógæfan hafi elt hann. Ef hann hefði nú bara verið óefnislegur kaupsýslumaður og haft vit á því að setja rotþrónna í einkahlutafélag þá hefði hann sloppið alveg.
Mér leikur svo hugur á að vita hvort að það hafi verið skítalyktin af sönnunargagninu sem leiddi til fundar þess og sé svo mælist ég til þess að þjóðin ráði rannsóknaraðilana strax til starfa.
Því ekki virðist ganga vel að leysa hin stærri mál þó að þjóðin sé öll farin að halda fyrir nefið þá brosa gerendurnir enn út að eyrum og finna ekki lyktina þó kúkurinn í buxum þeirra sé löngu orðin harður og lyktarskyn stjórnvalda er eins og þau hafi stungið ilmspjaldi í nefið til að finna ekki óþefinn.
Þjóðin er hins vegar að gefast upp á að halda niður í sér andanum.
Dæmdur fyrir að stela rotþró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2010 | 22:32
Óefnisleg eign.
Eru óefnislegar eignir ekki sýndarveruleiki óefnislegt í mínum bókum þýðir óáþreifanlegt ímyndað eða ekki raunverulegt. Er ekki vel í lagt ef að ímyndaðar eignir hafa verið þetta miklar. Ég alla vega skil það svo að hér sé átt við viðskiptavild sem er velvilji notenda ég held að eigendur þessa fyrirtækis ofmeti þann velvilja verulega.
"Segir félagið að tapið skýrist einkum af virðisrýrnun óefnislegra eigna, sem nam 7,3 milljörðum króna, og gengisþróun íslensku krónunnar"
Fyrir mér þýðir þetta að hin ýmindaða viðskiptavild hafi verið stórlega ofmetinn og síðan hafi skuldir aukist vegna meðal annars athafna manna sem að voru óefnislegir kaupsýslumenn.
10,2 milljarða tap Skipta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2010 | 22:18
Brot á lögum um umhverfismat?
Ég er ekki hissa á að Svandís hafi skroppið þarna yfir máttarvöldunum láðist nefnilega að setja gosið í umhverfismat og mega nú sennilega búast við kæru frá hæstvirtum ráðherra því ekkert má jú breyta ásýnd landsins. Síðan er alveg ljóst að náttúruöflin sóttu ekki um kolefnislosunarheimild fyrir gosinu því er þetta ólöglegt gos og ekki yrði ég hissa á því þegar ég vakna í fyrramálið að ríkisstjórnin hafi bannað það enda væri það í anda stefnu hennar það er að fara í stríð við náttúruöflin eins og við þegna sína.
Ég hef heyrt að nú hafi verið skotið á fundi hið neðra um hvernig eigi að bregðast við yfirvofandi málsókn umhverfisráðuneytisins.
Ráðherra skoðaði gosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2010 | 19:35
Að þekkja munin á kynjunum
Ég er að lesa eina kynlegustu handbók sem að ég hef séð ég er búin að lesa 74 bls af einhverju sem að ég skil ekki, ég skildi tvennt það er efnisyfirlitið og tenglalistann.
Annað var runa af því sem að ég leyfi mér að kalla bölvað kjaftæði.
Hvaða bók er það sem fer svona í taugarnar á mér, það er handbók um kynjaða fjárlagagerð: Mikið rit með rýrt innihald að mínu mati. Gjarnan vildi ég vita hvað sú góða bók hefur kostað og held ég reyni að grafast fyrir um það. Ég get ekki séð á neinum stað eitthvað sem að gefur hugmynd um hvað verið er að fjalla um. Ég verð þó að viðurkenna að ég skildi eina setningu sem var
"Kynferði lýsir hins vegar líffræðilegum mun milli karla og kvenna og er ætíð hið sama"
Ég skildi þetta þó fullyrðingin sé í sjálfu sér röng, nútíminn hefur boðið upp á breytilegt kynferði sama einstaklings, þannig að kynferði er ekki ætið það sama en munurinn á kynjunum er alltaf sá sami eða var það alla vega síðast þegar ég vissi.
Karlar eru með ..... konur með .... og .... En það vissi ég nú án þess að þurfa að lesa bækling um sem sennilega myndi fjalla um samþættingu kynjanna enda er ég orðin faðir og börnin mín virðast skilja þetta líka því ég er líka orðin afi.
Hvað ætli svona bæklingur um samlíf kynjanna myndi heita hmmmm kannski Leiðbeiningar um samkynjun 74 bls um hvernig kynin renna saman í eitt.
Tek fram að í þessari setningu felst engin ádeila á samkynhneigð, kynhegðun annarra og einkalíf kemur mér einfaldlega ekki við hér er eingöngu verið að fjalla um þessa kynlegu bók.
Hvað ætli sambúð verði kölluð í framtíðinni kannski tvíkynjuð samþætting og fljótlega verða sennilega sett lög um að getnaður verði að fara fram þannig að legið sé á hliðinni því gæta verður að jafnri stöðu kynja í hinu tvíkynjaða sambúðarformi. Sektin fyrir að brölta á bak verður fjörbaugsgarður eða skógganga.
En ég ætla a kvelja sjálfan mig og lesa helv bæklinginn aftur enda má ekki minna vera en að maður reyni að skilja það sem skattpeningar mans fara í.
21.3.2010 | 12:33
Að velja hverjir lifa.
"Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og krefjist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu."
Ég hef horft á siðferðið í þjóðfélaginu og verð að segja það miðað við þá ályktun sem ég dreg af þeirri skoðun minni að ef þetta verði metið á þeim grunni sem mér sýnist siðferðið vera að þá geti hinn almenni Íslendingur einfallega látið sig hverfa. Því hverjum hefur verið hjálpað hér eftir hrun það hlýtur að vera byggt á mati siðfræðinga. Það þarf ekkert að fjalla um hér hverjum hefur verið hjálpað og hverjum hefur verið hlúð að eftir hrunið en hafi einhver misst af því þá er um að ræða eigendur fjármagns og því er þeirri spurningu auðsvarað að þeir hljóta að vera þeir sem fá að lifa hinir verða leystir frá þrautagöngu sinni vona þó að líknarmeðferð verði ekki aflögð meðan við sem megum missa okkar göngum síðasta spölinn.
Ég reyni að hemja mig varðandi það sem ég set frá mér varðandi þetta en hver maður hlýtur að sjá hversu arfavitlaust þetta er. Þegar kveðnir eru upp dauðadómar eru sakborningar dæmdir af kviðdómi skipuðum jafningjum sínum hér er minnst á að innleiða akademíska stofnun sem á að finna siðferði í því hver lifir og hver deyr. Ég hélt að Ísland væri á móti dauðarefsingum það er ekkert annað en dauðarefsing að dæma fólk til dauða fyrir að reykja eða vera of feitt sem verða þeir hópar sem fyrst er ráðist á síðan mætti kannski hætta að veita föngum læknisaðstoð. Ég mæli þó með því að byrjað verði á að setja þingmenn í þann hóp sem að ekki fær þjónustu það myndi ýta við þeim að fara að vinna vinnuna sína.
20.3.2010 | 10:48
Reikningsskil
"Hann talaði um að hið sorglega dæmi Íslands sem ætti ekki að skrifa á reikning þess að fjármálafyrirtæki gætu starfað á einum markaði í mörgum löndum"
Nei reiknginn á að senda Íslensku þjóðinni skýurt og svikalaust að þeirra mati en ég ætla enn að ítreka það að þennan reikning mun ég berjast á móti að borga.
Hið sorglega dæmi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2010 | 08:16
Kynjaskipt ánægja.
Ég velti því fyrir mér hvort að geti verið að ánægjan innan Samfylkingarinnar sé kynjaskipt alla vega hef ég ekki séð karlahreyfingu Samfylkingarinnar álykta um ánægju sína með árangurinn þó að hann sé góður eins og sjá má.
Ríkisstjórnin hefur eins og sagt er
"tekist á við eitt erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hafi staðið frammi fyrir, að endurreisa íslenskt efnahagslíf við afar erfiðar aðstæður" Hvaða endurreisn.
" Mörg stór verkefni bíði en ekki megi gleyma að á sama tíma hafi margt áunnist í íslenskri kvennabaráttu" Það er búið að banna nektardans en hefði þó verið gott að fá atvinnu í staðinn ekki satt.
"Þá eru einstæðir foreldrar í langflestum tilfellum konur. Konur og börn af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu fyrir félagslegri mismunun" Hvað er búið að skera mikið niður í mæðraskoðun fæðingarorlofi og félagslegri þjónustu þeim atriðum sem þessir hópar þurfa mest á að halda.
"Sveitarstjórnir og ríkisvald skulu taka mið af þessum staðreyndum í ákvörðunum og aðgerðum sínum" Það gerðu þær heldur betur og juku styrki til listamanna og bæta vinum á jötuna meðan að atvinnulífinu er að blæða út.
"Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag" Skipta karlar engu máli fyrir Samfylkingarkonur.
Það er athyglisvert að allir stjórnmálaflokkar virðast hafa kvennahreyfingar, ég sé aldrei minnst á karlahreyfingar þessara flokka eru konur innan flokkanna sér hagmunahópur mér er farið að sýnast svo að hér sé um sérhagmunahópa að ræða stofnaða til að ná fram sérhagmunum kvenna sem er í sjálfu sér allt í lagi en hefur þó vakið upp með mér áleitna spurningu sem að ég ætla að skella hér fram alveg ískaldur eða skjálfandi á beinunum.
Smurninginn er sú hvort að einstaklingar eða hópur sem hefur það að markmiði að ná fram auknum réttindum á kostnað annarra sé hæfur til að gæta þeirra sem að þessi hópur vill minnka réttindin hjá. Eru til dæmis hvitir Ameríkubúar rétti hópurinn til að gæta réttinda mála svartra og öfugt nú eða Palestínumenn rétti hópurinn til að gæta réttinda Ísraelsmanna og öfugt.
Eftir að hafa spurt mig að þessu þá finnst mér athyglisvert að spyrja sjálfan mig spurningarinnar og gaman væri að hið fræðalega samfélag gerði úttekt á þessu.
Spurningin er einföld. Eru þá konur sem vinna að auknum réttindum annars kynsins og auðvitað karlar líka hæf til að ala upp það kyn sem þau vilja taka réttindin frá. Hvað finnst ykkur mér finnst þetta athyglisverður flötur til að hugsa um í allri þessari umræðu um aukinn rétt sumra því að aukinn réttur eins þýðir minni réttur annars.
Fyrir mér felst svarið í ályktunninn frá þessari hreyfingu þar sem stendur "Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag" Segir það ekki allt sem þarf
Höfundur er jafnréttis og lýðræðissinni sem vill að hver einstaklingur njóti sama réttar án aldurs kynferðis eða holdafars.
Samfylkingarkonur ánægðar með störf forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 20:07
Nafn við hæfi.
Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 13:37
Hvur andsk
Er ekkert að gera í ráðuneytunum við að reyna að koma landinu á siglingu aftur það væri ljótan ef að stjórnsýslan þyrfti einhvern tíman að taka ábyrgð á einhverju eða vera dæmt af verkum sínum. það er alla vega mín skoðun. En áður en ég segi meir ætla ég að lesa bæklinginn allan í kvöld og kynna mér málið ofan í kjölinn og hver sé munur á fjárlögum sem að anga af Cologne eða rakspíra og hvort að það skipti máli að það sé Dior eða Channel 5 Old Spice eða Calvin Klein. Það sem ekki skiptir alla vega máli er líðan fólskins í landinu.
Skildi annars hafa verið mikið af fiðlum selt undanfarið þetta minnir orðið á Róm á dögum Nerós.
Handbók um kynjaða fjárlagagerð gefin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |