Að velja hverjir lifa.

Ég datt inn í frétt um heilbrigðismál og sparnað í því kerfi eftirfarandi ummæli höfð eftir heilbrigðisráðherra vöktu athygli mína.

"Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og „krefjist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu."

Ég hef horft á siðferðið í þjóðfélaginu og verð að segja það miðað við þá ályktun sem ég dreg af þeirri skoðun minni að ef þetta verði metið á þeim grunni sem mér sýnist siðferðið vera að þá geti hinn almenni Íslendingur einfallega látið sig hverfa. Því hverjum hefur verið hjálpað hér eftir hrun það hlýtur að vera byggt á mati siðfræðinga. Það þarf ekkert að fjalla um hér hverjum hefur verið hjálpað og hverjum hefur verið hlúð að eftir hrunið en hafi einhver misst af því þá er um að ræða eigendur fjármagns og því er þeirri spurningu auðsvarað að þeir hljóta að vera þeir sem fá að lifa hinir verða leystir frá þrautagöngu sinni vona þó að líknarmeðferð verði ekki aflögð meðan við sem megum missa okkar göngum síðasta spölinn.

Ég reyni að hemja mig varðandi það sem ég set frá mér varðandi þetta en hver maður hlýtur að sjá hversu arfavitlaust þetta er. Þegar kveðnir eru upp dauðadómar eru sakborningar dæmdir af kviðdómi skipuðum jafningjum sínum hér er minnst á að innleiða akademíska stofnun sem á að finna siðferði í því hver lifir og hver deyr. Ég hélt að Ísland væri á móti dauðarefsingum það er ekkert annað en dauðarefsing að dæma fólk til dauða fyrir að reykja eða vera of feitt sem verða þeir hópar sem fyrst er ráðist á síðan mætti kannski hætta að veita föngum læknisaðstoð. Ég mæli þó með því að byrjað verði á að setja þingmenn í þann hóp sem að ekki fær þjónustu það myndi ýta við þeim að fara að vinna vinnuna sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband