Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hvers vegna segi ég nei við Icesave 3 (trúverðugleiki)

Mikið hefur verið rætt um að það verði að borga Icesave svo að þjóðin haldi trúverðugleika sínum.
Hefur þjóð trúverðugleika hvað er trúverðugleiki er hann eitthvað áþreifanlegt hvernig er hægt að ákvarða hvort að einhver hafi trúverðugleika eða ekki.
Frá mínum bæjardyrum séð er það trúverðugleiki ef ég segist ætla að gera eitthvað og geri það. Þannig ávinn ég mér trúverðugleika. Það hefur ekkert með minn trúverðugleika að gera hvort nágranni minn stendur við sitt eða ekki. Því er trúverðugleiki bundin einstaklingum en ekki þjóðum að mínu viti.

Það hefur ekkert með trúverðugleika okkar sem þjóðar hvort við borgum Icesave eða ekki. Við sem þjóð lofuðum aldrei að borga. Heimildir segja að forráðamenn banka eins hafi sagt að við ætluðum að borga ef illa færi. Þeir hafa að vísu sagt að það sé rangt eftir haft. En hafi svo verið þá er það trúverðugleiki viðkomandi sem er brostin ekki Íslensku þjóðarinnar.

Sé hins vegar rétt að við öðlumst trúverðugleika með því að borga Icesave þá er hann efnislegur hlutur og hægt að markaðasetja hann. Því má stofna verslun sem að selur trúverðugleika það má pakka honum í gjafaumbúðir selja hann með raðgreiðslum eða það sem mönnum dettur í hug. Því það er ljóst að ef það að borga eitthvað sem að við höfum ekkert með að gera, gefur okkur hinn margumrætta trúverðugleika þá erum við ekki að borga skuld heldur að kaupa okkur trúverðugleika. Það má síðan velta því fyrir sér hvernig þeir sem hafa trú á keyptum eiginleikum hugsa trúverðugleikinn er þá orðin einhverskonar fegrunar aðgerð keypt fyrir ákveðin pening.

Ég þarf ekki að kaupa mér trúverðugleika ég hef ekkert glatað af þeim sem að ég hef. Hafi einhverjir glatað sínum þá er það þeirra vandamál að endurvinna hann, þeir þurfa að gera sér grein fyrir að hann fæst ekki fyrir peninga heldur er hann áunnin með hegðun og framkomu. Trúverðugleiki er ekki markaðsvara og hefur aldrei verið þó að einhverjir virðist halda það til að öðlast hann er engin sérleið til því eins og ég sagði áður þá er hann áunninn. Ég hef ekki geð í mér til að borga trúverðugleika annarra úr eigin vasa, þeir geta gert það sjálfir.

Því vil ég fá að kjósa og ég segi Nei við Icesave því Icesave kemur trúverðugleika Íslensku þjóðarinnar ekkert við.


mbl.is Samninganefndin á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildulesning (skjalið á wikileak)

http://www.wikileaks.com/file/us-watson1-2010.txt

Reglufarganið.

Það er lýsandi dæmi um það á hvaða vegferð mannkynið er sérstaklega hin hámenntaði vestræni hluti þess sem tekur orðið eignasöfnun og hundahald fram yfir barneignir og þá gleði sem að fylgir afkomendum i formi hávaðasamra ólátabelgja sem fá mann til að brosa í laumi. Að það skuli hafa verið í gildi reglur sem að banna börnum að vera með læti segir allt sem þarf að segja um reglugerðar ást hins sósíaldemokratiska lénsskipulags sem víða ræður ríkjum í vestrænum heimi nú um stundir. Megi það líða undir lok sem fyrst og frelsi einstaklingsins hljóta uppreisn æru undir réttlátu regluverki hægri stefnunnar sem vill að hver einstaklingur geti notið hins besta í sjálfum sér.

Mér hefði síðan langað til að vita hver refsingin við ólátum var? Ætli foreldrarnir hafi verið sett í steininn og börnin á  uppeldisheimili.


mbl.is Hávær börn ekki lengur bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna segi ég nei við Icesave 2 (Erlendir sparifjáreigendur)

Tengi hér annan pistill minn af hugleiðingum mínum um það hvers vegna ég ætla að segja nei við Icesave:
Það hefur verið innlegg í umræðuna að það þurfi að bæta erlendum sparifjáreigendum það tjón sem að þeir urðu fyrir þegar að Íslensku bankarnir hrundu og því beri okkur að borga Icesave. Það hefur verið þekkt lengi að einungis ákveðin upphæð er tryggð af innlánum okkar komi til hruns að vísu setti Íslenska ríkið lög sem að bættu sparifjáreigendum sem áttu reikninga í bönkunum hér allt sitt engu skipti hverrar þjóðar þeir voru þeir fengu það bætt.
Þetta er aðgerð sem að ég er í raun mótfallinn þessir aðilar hefðu átt að bera sitt tjón alveg á sama máta og lántakendur þurfa að axla sínar byrðar.

Hvers vegna lögðu einstaklingar inn á þessa reikninga jú ávöxtunin var betri en á öðrum reikningum það góð í raun að það eitt hefði átt að gera fólk tortryggið. Það er góð regla að sé eitthvað of gott til að vera satt þá er það ekki satt. Þessir einstaklingar voru því á höttunum eftir góðri ávöxtun fyrir sig og sína.
Hvað ætlaði svo fólkið að gera við þessa peninga ætlaði það að eyða þeim hér á landi mér og mínum til hagsbóta það tel ég ekki. Það ætlaði einfaldlega að njóta þeirra í sínu heimaumhverfi. Að mínu mati er því þetta fólk að hluta til fórnarlömb eigin ógætinna ákvarðanna í þeirri viðleitni að hámarka fé sitt.

Þau rök að fólk hafi verið í þeirri trú að Landsbanki væri National bank of Iceland halda ekki ég hef fengið ótölulegan fjölda bréfa frá Nígerískum bankastofnunum með alskyns National í nöfnum sínum og loforðum um gríðarstóra falda gullpotta en ég hef ekki látið glepjast. Vegna þess að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það það ekki.

Fólk þarf að axla ábyrgð á eigin gerðum. Það má hins vegar til sannsvegar færa að lágmarks trygging á að ríkja en þá á að fara að lögum og hún að vera forgangskrafa í þrotabúið. Ég get ekki á nokkurn máta sætt mig við að einstaklingur úti í löndum sem ætlaði að ná mestu mögulegu ávöxtun á fé sitt geti síðan þegar spilaborgin, sem að hann átti í raun að vantreysta og athuga betur, þegar sú spilaborg hrynu. Þá getisami einstaklingur einfaldlega sent börnum mínum og barnabörnum reikninginn af því sem að ég tel óábyrgri hegðun sinni með eigin sparifé.
Þessi einstaklingur ætlaði hvorki að nýta þetta fé afkomendum mínum til góða eða greiða af því skatta og gjöld hér á Fróni. Ég sé ekki hvar ábyrgð Íslenska ríkisins sem að í raun hafði sett upp það regluverk sem krafist var liggur, ég sé ekki hvar sú auka ábyrgð kemur til.


Því segi ég Nei við Icesave en fara á að lögum með lágmarkstryggingu og uppgjör þrotabúa.



mbl.is Sibert undrast hörð viðbrögð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna segi ég nei við Icesafe.

Ég er það seinheppin að vera orðin það gamall að ég get ekki greitt atkvæði með fótunum til að sýna núverandi stjórnvöldum álit mitt á stefnu þeirra og skoðun mína á hinum umdeildu Icesafe málum. Eða kannski er ég bara svona þrjóskur að ég ætla að þreyja þorrann.
En til gamans ætla ég að setja hér á bloggið mitt röð af hugleiðingum um hvers vegna ég ætla að segja nei við þessum lögum og krefst þess að ekki veri fallið frá því að kjósa um þau. Gaman væri að þeir sem að nenna að fylgjast með myndu setja á athugasemdir rök með því að segja nei eða já. Ég ætla að taka fyrir eitt atriði í hvert skipti kannski daglega kannski annan hvern dag.

Hvað er Icesave eftir því sem að mér skilst þá er það eða var algjör margverðlaunuð snilld Íslenskra útrásarvíkinga rómuð í hástert af ýmsum sem að nú vilja ekkert kannast við málið frekar en Pétur Postuli kannaðist ekki við Jesu þegar að hann var inntur eftir því um páskahelgina.
Hann sá þó villu síns vegar og varð einn ötulasti trúboði kristinnar trúar en hinir Íslensku klettar hafa flestir molnað og feykjast nú með vindinum hver um annan þveran. Snilldin var fólgin í því að fá íbúa erlendis til að leggja fé inn á reikninga útibúana sem að eigendur bankanna gátu síðan sett inn í þeytivindu fjármálastofnanna sinna og látið það fjúka þaðan út eins og óhertan skilkall á skilvindu og þeytast eitthvað út í loftið þar sem að það var gripið á fyrir fram ákveðin hátt.

Hannaði ég þetta kerfi naut ég góðs af því, nutu börnin mín góðs af því, mamma mín, barna börnin mín, systkini eða hinir almennu þegnar þessa lands, bræður mínir og systur. Nei svo var ekki. 
Sumir gæti freistast til að segja að einhverjir hafi notið góðs af því í formi ódýrs lánsfé en er það lánsfé ódýrt í dag með vöxtum og verð bótum sem þurrkað hafa upp margra ára sparnað hjá fjölda fólks. Tekið skal fram að ég er ekki tala um fólk sem að fær afskrifaðar upphæðir sem jafngilda margra ára framleiðslu hjá fyrirtækjum eða fólk sem að gerði munnlega samninga við sjálft sig um að það yrði ekki rukkað fyrir afborgunum. Að ofansögðu dreg ég þá ályktun að ég og mínir hafi hvergi komið að málinu og því komi mér það bara ekki við.

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég vil kjósa og segja nei við Icesave


mbl.is Sáttur en raunsær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið mikla skjól í ESB (lifi krónan)

Er þetta hið mikla skjól sem við myndum fá í ESB það vill nefnilega svo til að stjórnmál snúast um það að gera eins og meirihlutanum þóknast nema að hægt sé að fara á bak við hann eins og við þekkjum. Ég spái því að vegna þrýstings frá almúganum verði Grikkjum settir slíkir afarkostir að þeir neita þeim og hrökklast þar með úr myntbandalaginu, síðan Írara og Eystrasalts löndin þá verður gaman að sjá hvernig áróðursmeistarar hér snúast um ás sinn. Þeir hljóta fyrr eða síðar að falla í móðurætt og sjá villu síns vegar og það að það er ekkert betra en góð hagstjórn og Íslensk króna.
mbl.is Þjóðverjar andvígir stuðningi við Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilja þau ekki neitt.

Hvað er það í orðinu kjósa sem að stjórnmálamönnum finnst svo erfitt að skilja. Það er eiginlega farið að fjúka í mig eða þurfi bara einhver að fara út að versla. Nær að nota þennan ferðapening í mæðrastyrksnefnd.

Kvalin er þjóð af þrautabaug
Þursarnir yfir glotta
Vöktu úr svefni æ save draug
álfur og silfurskotta

Rök og ráð er ei hlustað á
Landvættir rámar emja
Þjóðinni finnst það af og frá
af þvermóðsku enn skal semja

Föðurleg sitja á háum stall
þjóðinni strjúk´a um kollinn
Vinirnir stunduðu gróðabrall
en  þjóðin skal borga sollinn:


mbl.is Samninganefnd Íslands utan á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða filflagangur er nú á ferðinni.

Icesave málið hefur kennt mér að þar sem er lykt þar er kúkur svo nú er spurninginn hverju á að læða inn undir dyragættina hjá okkur. Í gamalli kennslubók í reikningi sagði. Ari litli á 5 epli sem kosta 1 krónu hvað fær hann margar krónur ef hann selur öll eplin svarið var 5 krónur þó að hann seldi þau eitt í einu eða öll á einu bretti.  Svo hlýtur einnig að vera um eignir Landbankans þær eru einhver stærð sem að ekki bjargar Iceasave klúðrinu hvernig sem þær eru seldar. það er þó ekki aðalmálið heldur er aðalmálið það að.

Þjóðin vill fá að greiða atkvæði um málið

Hvað er svo flókið við þessa einföldu staðreynd að engin ollar ágætu ráðamanna virðist skilja hana.

En þarf kannski að breyta gjaldþrotalögunum svo að þau henti einhverjum enn betur og þetta sé gott tilefni til þess. Hmmmmmmmmmm sorry an traust mitt á stjornvöldum og fjámálageira er algjörlega horfið.

 


mbl.is Gjaldþrotalögum breytt fyrir Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og Séra Jón enn á ný

Grímsa finnst Það í góðu lagi að Indriði skrifi það er minna í góðu lagi ef aðrir sem að eru annarrar skoðunar skrifa og það er afleitt er að Rúv gegnir skyldu sinni.

Þetta skiptir engu máli það á ekkert að vera að semja það er að koma að atkvæðagreiðslu og þá sendir þjóðin sín skilaboð til umheimsins og verði ekki farið eftir þeim þá tekur þjóðin auðvitað yfir hennar er jú valdið.

Síðan er það ekki fréttaflutningur sem er skaðlegur upplýsingar eru af hinu góða en kannski er það skaðlegt að þeir sem eru að gæta hagsmuna ríkisins virðast leka eins og sigti. Er það vegna þess að þeir hafi hagsmuni af því að leka (fjárhagslega eða aðra) eða ofbýður þeim svo framganga sinna eigin manna að þeim finnst það skylda sín gagnvart þjóðinni að koma upplýsingum til almennings nokkurs konar Íslenskur Watergate leki.

Hvort skildi það vera.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að fjölmenna og greiða atkvæði

Greiðum atkvæði utankjörfundar til að sýna hug okkar til þess að það virðist sem að nást sé samkomulag milliflokka um að neita okkur um að greiða atkvæði.

Ef svo verður sýnir það best hve djúp gjá er orðin milli þings og þjóðar ef að einu málin sem að þeir geta komið sér saman um eru mál sem að snúast um að kúga landslýð og svipta hann lýðræðislegum réttindum


mbl.is 409 hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband