Hvers vegna segi ég nei við Icesave 2 (Erlendir sparifjáreigendur)

Tengi hér annan pistill minn af hugleiðingum mínum um það hvers vegna ég ætla að segja nei við Icesave:
Það hefur verið innlegg í umræðuna að það þurfi að bæta erlendum sparifjáreigendum það tjón sem að þeir urðu fyrir þegar að Íslensku bankarnir hrundu og því beri okkur að borga Icesave. Það hefur verið þekkt lengi að einungis ákveðin upphæð er tryggð af innlánum okkar komi til hruns að vísu setti Íslenska ríkið lög sem að bættu sparifjáreigendum sem áttu reikninga í bönkunum hér allt sitt engu skipti hverrar þjóðar þeir voru þeir fengu það bætt.
Þetta er aðgerð sem að ég er í raun mótfallinn þessir aðilar hefðu átt að bera sitt tjón alveg á sama máta og lántakendur þurfa að axla sínar byrðar.

Hvers vegna lögðu einstaklingar inn á þessa reikninga jú ávöxtunin var betri en á öðrum reikningum það góð í raun að það eitt hefði átt að gera fólk tortryggið. Það er góð regla að sé eitthvað of gott til að vera satt þá er það ekki satt. Þessir einstaklingar voru því á höttunum eftir góðri ávöxtun fyrir sig og sína.
Hvað ætlaði svo fólkið að gera við þessa peninga ætlaði það að eyða þeim hér á landi mér og mínum til hagsbóta það tel ég ekki. Það ætlaði einfaldlega að njóta þeirra í sínu heimaumhverfi. Að mínu mati er því þetta fólk að hluta til fórnarlömb eigin ógætinna ákvarðanna í þeirri viðleitni að hámarka fé sitt.

Þau rök að fólk hafi verið í þeirri trú að Landsbanki væri National bank of Iceland halda ekki ég hef fengið ótölulegan fjölda bréfa frá Nígerískum bankastofnunum með alskyns National í nöfnum sínum og loforðum um gríðarstóra falda gullpotta en ég hef ekki látið glepjast. Vegna þess að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það það ekki.

Fólk þarf að axla ábyrgð á eigin gerðum. Það má hins vegar til sannsvegar færa að lágmarks trygging á að ríkja en þá á að fara að lögum og hún að vera forgangskrafa í þrotabúið. Ég get ekki á nokkurn máta sætt mig við að einstaklingur úti í löndum sem ætlaði að ná mestu mögulegu ávöxtun á fé sitt geti síðan þegar spilaborgin, sem að hann átti í raun að vantreysta og athuga betur, þegar sú spilaborg hrynu. Þá getisami einstaklingur einfaldlega sent börnum mínum og barnabörnum reikninginn af því sem að ég tel óábyrgri hegðun sinni með eigin sparifé.
Þessi einstaklingur ætlaði hvorki að nýta þetta fé afkomendum mínum til góða eða greiða af því skatta og gjöld hér á Fróni. Ég sé ekki hvar ábyrgð Íslenska ríkisins sem að í raun hafði sett upp það regluverk sem krafist var liggur, ég sé ekki hvar sú auka ábyrgð kemur til.


Því segi ég Nei við Icesave en fara á að lögum með lágmarkstryggingu og uppgjör þrotabúa.



mbl.is Sibert undrast hörð viðbrögð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband