Hvers vegna segi ég nei við Icesafe.

Ég er það seinheppin að vera orðin það gamall að ég get ekki greitt atkvæði með fótunum til að sýna núverandi stjórnvöldum álit mitt á stefnu þeirra og skoðun mína á hinum umdeildu Icesafe málum. Eða kannski er ég bara svona þrjóskur að ég ætla að þreyja þorrann.
En til gamans ætla ég að setja hér á bloggið mitt röð af hugleiðingum um hvers vegna ég ætla að segja nei við þessum lögum og krefst þess að ekki veri fallið frá því að kjósa um þau. Gaman væri að þeir sem að nenna að fylgjast með myndu setja á athugasemdir rök með því að segja nei eða já. Ég ætla að taka fyrir eitt atriði í hvert skipti kannski daglega kannski annan hvern dag.

Hvað er Icesave eftir því sem að mér skilst þá er það eða var algjör margverðlaunuð snilld Íslenskra útrásarvíkinga rómuð í hástert af ýmsum sem að nú vilja ekkert kannast við málið frekar en Pétur Postuli kannaðist ekki við Jesu þegar að hann var inntur eftir því um páskahelgina.
Hann sá þó villu síns vegar og varð einn ötulasti trúboði kristinnar trúar en hinir Íslensku klettar hafa flestir molnað og feykjast nú með vindinum hver um annan þveran. Snilldin var fólgin í því að fá íbúa erlendis til að leggja fé inn á reikninga útibúana sem að eigendur bankanna gátu síðan sett inn í þeytivindu fjármálastofnanna sinna og látið það fjúka þaðan út eins og óhertan skilkall á skilvindu og þeytast eitthvað út í loftið þar sem að það var gripið á fyrir fram ákveðin hátt.

Hannaði ég þetta kerfi naut ég góðs af því, nutu börnin mín góðs af því, mamma mín, barna börnin mín, systkini eða hinir almennu þegnar þessa lands, bræður mínir og systur. Nei svo var ekki. 
Sumir gæti freistast til að segja að einhverjir hafi notið góðs af því í formi ódýrs lánsfé en er það lánsfé ódýrt í dag með vöxtum og verð bótum sem þurrkað hafa upp margra ára sparnað hjá fjölda fólks. Tekið skal fram að ég er ekki tala um fólk sem að fær afskrifaðar upphæðir sem jafngilda margra ára framleiðslu hjá fyrirtækjum eða fólk sem að gerði munnlega samninga við sjálft sig um að það yrði ekki rukkað fyrir afborgunum. Að ofansögðu dreg ég þá ályktun að ég og mínir hafi hvergi komið að málinu og því komi mér það bara ekki við.

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég vil kjósa og segja nei við Icesave


mbl.is Sáttur en raunsær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Rétt hjá þér, hvers vegna eigum við að borga fyrir aðra?

Ómar Gíslason, 16.2.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þetta var einka fyrirtæki þarafleiðandi einkaskuld sem greiðist úr innistæðutryggingasjóði sem er sjálfbær stofnun án ríkisábyrgðar. Það þýðir litið aðkoma svona eftirá og heimta þetta af fólki sem hafði bara ekkert með þetta að gera. Allt þetta samninga rugl er óskiljanlegt í alla staði.

Elís Már Kjartansson, 17.2.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband