Allir að fjölmenna og greiða atkvæði

Greiðum atkvæði utankjörfundar til að sýna hug okkar til þess að það virðist sem að nást sé samkomulag milliflokka um að neita okkur um að greiða atkvæði.

Ef svo verður sýnir það best hve djúp gjá er orðin milli þings og þjóðar ef að einu málin sem að þeir geta komið sér saman um eru mál sem að snúast um að kúga landslýð og svipta hann lýðræðislegum réttindum


mbl.is 409 hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gjá milli þings og þjóðar er bara áróðursorðbragð forsetans sem "rændi" völdum. Ólafur Ragnar er vondur maður í þetta embætti að ekki sé meira sagt.

Ég verð að segja að mér finnst að menn taki illa undir þetta tækifæri til að kjósa. Líklega verða útgönguspár ekkert glæsilegar á kjördag heldur.

Flestum finnst kannski að þingið eigi að gera útum svona mál. Það var amk það sem ég hélt í einfeldni minni.

Auðvitað skammast þingheimur sín ofan í rass fyrir að geta ekki gengið frá þessu og munu ganga langt í að komast hjá þjóðaratkvæði.

Þó ég telji þetta mál illa fallið til þjóðaratkvæðagreiðslu er ég sammála þér í því að hún á að fara fram.

Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband