Að botna í einhverju

"Frú forseti, þú verður að afsaka, en ég botna ekkert í þessum málflutningi.“

Ég skil þessi orð háttvirt þingmanns mjög vel því að ég sjálfur hef aldrei botnað nokkurn skapað hlut í henni. En svona er það sumt bara skilur maður ekki þrátt fyrir einbeittan vilja.

En má ekki spyrja hvort að háttvirtur þingmaður skilji þjóð þá sem hún þiggur umboð sitt frá?

En ég skil að mér er ekki heimilt að skuldsetja afkomendur mína og setja framtíðar afkomu þeirra í voða vegna skuldar sem óvissa ríkir um svo mikið skil ég. Ég skil líka að maður öðlast ekki virðingu með því að samþykkja alt sem rétt er að manni og virðing er innunninn á löngum tíma en felst ekki í ómarktækum popppúlisma augnabliksins.

Þess vegna segi ég Nei við Icesave.


mbl.is „Ég botna ekkert í þessum málflutningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórunn skilur bara ísbyrni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:15

2 identicon

Samspillingin í hnotskurn,skilur ekki neitt.

magnús steinar (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:40

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ísbjarnardrotningin skilur ekki mikið.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 12:55

4 identicon

Ég hef reyndar alltaf staðið í þeirri trú að ekki væri sérlega langt til botns hjá SF

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: corvus corax

Það er örstutt í botninn hjá samfó og Vinstri glærum ...og þar er bara botnleðja!

corvus corax, 8.1.2010 kl. 13:41

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarf ekki að gera kröfu um einhverja lágmarks greindarvísitölu fyrir fólk sem er í framboði til Alþingis?????

Jóhann Elíasson, 8.1.2010 kl. 14:57

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka kommentin ég sé að það eru fleiri en ég sem ekki skilja háttvirta þingkonu 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.1.2010 kl. 17:13

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Var á alþingi þann 30.12.2009 frá því að umræður hófust þangað til að kosið var ekki var mér skemmt og á stundum fannst mér að um krakka væri að ræða sem rífast  í sandkassa. Það þarf að stokka upp í stjórnkerfinu þetta virkar ekki svona gegn sýrt og spillt.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband