Bjarni á móti þjóðaratkvæðagreiðslu

Svona hljómaði frétta yfirlit eins fjölmiðils í hádeginu það varð að bíða eftir fréttinni sjálfri til að fá sannleikann fram svona er um stærstu fjölmiðla landsins í augnablikinu það er ekki að sjá að þeir hafi þann sóma í ranni sínu að styrkja málstað þeirrar þjóðar sem greiðir öðrum lögbundin afnotagjöld og þarf að greiða kostnaðinn að skuldaeftirgjöf hins. Það er greinilega engin virðing fyrir þjóðinni á þeim bæjunum aðeins undirgefni fyrir eigendum og valdi.

Danir og önnur Norðurlönd vilja lána okkur ef við segjum já við Icesave í minni æsku var það kallað mútur eða kúgun. Hver er sómi þessara manna í dag eða þá sómi Íslenskra stjórnmálamanna að beygja sig í móðurættina gagnvart þessu. Þetta sýnir að stjórnmál eru félagsskapur af svipuðum meiði og Casa Nostra að mínu mati.

Er það tilviljun eða er það svoleiðis að lýðræði í heiminum virðist vera á miklu undanhaldi nú þegar flestum ríkjum er stjórnað að sócialdemokratískum ríkisstjórnum.
Er það nú að sannast í Evrópu sem að Rússar komust að í kringum 1990 að vinstri stefnan virkar ekki þjóðfélögum og þegnum þeirra til framdráttar að hún er í raun andlýðræðisleg í öllum sínum ljóma. Það má jú kjósa en niðurstaðan þarf að vera elítu einveldinu þóknanleg og alt tilvinnanlegt til að ná réttri kosningu fram mútur hótanir og aðrar ógeðfeldar aðferðir.

Megi hinar öldnu Skandinavísku vinarþjóðir skammast sín og megi þegnar þeirra sem fyrst sjá í hverja vegferð þeir eru komnir undir þeim stjórnum sem þar ríkja. Það er Ísland í dag en bak þeirra sjálfra á morgun.


Fyrir okkur hina yfirgefnu hér í Norðurhöfum er þó einn kostur eftir og það er að framselja fullveldi okkar til Færeyja ég vildi heldur beygja mig undir þeirra vald heldur en andlýðræðislegt vald sameinaðar Evrópu.

Þá sem að heyrðu það sem haft var eftir Þorsteini Pálsyni á Bylgjunni bíð ég að íhuga að þar fer einn aðalsamningamaður Íslands í samningum við ESB eftir þær tilvitnanir er mér til efa að hagstæður samningur fyrir þjóðina náist en eflaust næst góður samningur fyrir stjórnmálaelítuna. Ég tek þó fram að þetta var sagt í fjölmiðli og þeir geta mistúlkað orð og gerðir.

Einn er þó sá stjórnarliði sem stöðugt stendur meira og meira upp úr fjöldanum óháð pólitík, stefnu og staðföst, með eindæmum rökföst og eins mikið og ég sveiaði við skipun hennar í embætti viðurkenni ég fúslega að ég tek hatt minn ofan fyrir henni dýpra og dýpra í hvert sinn sem hún mælir þar fer saman yfirvegun og réttlæti í flestu. Enda er hér á ferðinni hin Íslenska gyðja réttlætis sjálf Dómsmálafrúin um félaga hennar í buisnessmálaráðuneytinu er hins vegar ekki hægt að segja sömu sögu. Hann er sokkin í mýrina vel upp fyrir mitti. Megi komandi stjórnir bera gæfu til að nýta sér krafta Rögnu um langa framtíð.

Ég mun því að ofansögðu enn fylgja 6 af hverjum 10 landsmönnum og segja nei við Icesave.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Eg se ekki að Bjarni se með neinar tillögur um læausn á málinu,bara málþóf.

Árni Björn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er ekki að fjalla um lausnir Bjarna heldur þá staðreynd að fjölmiðlar lita fréttir all mikið nú um stundir tókstu til dæmis eftir muninum á framsetningu þeirrar könnunar sem sýndi meiri hluta við já og þeirrar sem nú syndi meiri hluta við nei. Það er mjög vont ef að við getum ekki treyst því að sjálfur ríkisfjölmiðillinn sé hlutlaus um hin þarf ekki að fjölyrða hann gengur erinda eiganda sinna enda svo sem ekkert við það að athuga. Menn verða bara að gera sér það ljost.

EN nú er ég farinn á Austurvöll

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.1.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband