Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
12.7.2009 | 20:54
Fyrir flokkinn eða samviskuna.
Það var fróðlegt að sjá frétt Sjónvarpinu í kvöld um stuðning við ESB tillögu ríkisstjórnarinnar einn flokkur Samfylkingin er með 100% fylgi við hana. Það verkur athygli mína í öllum öðrum flokkum eru einhverjir á öndverðum meiði við flokkinn. Því ætti samkvæmt öllum reglum í rannsóknum að vera eitthvað hlutfall í Samfylkingunni sem er efins en svo virðist ekki vera.
Mér spurn hvort ástæðan er flokkshollusta Samfylkingarmanna eða fjallgrimm vissa fyrir því að þetta sé landinu og þjóðinni sem að þessir þingmenn sóru hollustueið , fyrir bestu. Já þeim er hollt að muna að þeir sóru okkur þjóðinni hollustu eið og að hlýða einungis sinni eigin samvisku.
Þetta segir mér þá að samviska allra Samfylkingamanna hlýtur þá að vera eins því ekki efast ég um að þeir greiða atkvæði samkvæmt bestu vitund og eigin samfæringu en ekki samkvæmt flokks skipun.
Eitt skildu þó þessir ágætu menn og konur muna og það eru þau loforð sem eð þau hafa gefið þar á meðal að krónan muni strax styrkjast við að senda inn umsókn og vöruverð lækka það þýðir að strax næsta fimmtudag mun krónan vera komin á góðan skrið aftur ekki satt og í beinu framhaldi mun vara lækka.
Það er sennilega freistandi að nota takmarkaðan varasjóð Seðlabankans til að styrkja hana svolítið til að þetta reynist satt því að það verður fylgst með þessu og öðru sem lofað hefur verið að þessi þrauta ganga, til Heljar að mínu mati, muni skila okkur.
Eitt er þó gleðilegt í öllu þessu og það er að hvernig sem allt fer þá munum við sem andvígir erum inngöngu og ESB sennilega njóta góðs af báðum leiðum. Vegna þess að verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort eigi að hefja aðildarviðræður þá er farin leið sem að hægt er að sætta sig við og verði það ofan á að fara fram með því offorsi sem að nú er gert verður að halda nýjar kosningar þegar samningur liggur fyrir og þá gefst tækifæri á að fella samninginn og refsa þeim sem að stóðu að framkvæmdinni.
Það er því mín skoðun að þeir alþingismenn sem eru ekki alveg sáttir við samvisku sína í þessu máli ættu að íhuga það áður en þeir ýta á takkann að með því að samþykkja gætu þeir verið að stytta veru sína í hinni virtu byggingu allnokkuð. Ég er meira að segja kominn á þá skoðun að það eigi að drífa þetta af svo að hægt sé að koma með samning sem að þýðir nýjar kosningar það er nefnilega fullt af löndum mínum sem að langar að leiðrétta þau mistök sem að þeir gerðu í kjörklefanum síðast.
12.7.2009 | 14:10
Hvað sagði Davíð
Benti ekki Davíð á það að AGS hefðu verið ósáttir við Breta og Hollendinga hvernig þeir beittu sjóðnum fyrir sig er hér ekki komið það sem Davíð átti við. Alla vega er hér mál sem þarf að skoða betur og eftir því sem tímin líður þá verð ég andvígari því með hverjum deginum að við skrifum undir þessa samninga eða göngum í ESB. Iceslave málið á að fara fyrir hlutlausan dómstól og ESB aðilidarviðræður á að kjósa um svo einfalt er það.
![]() |
Starfsmenn AGS mótmæltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2009 | 01:24
Landvarnarflokk strax.
Það er að verða dagljóst að það verður að stofna hér flokk sem að hefur á stefnuskrá sinni án undanbragða að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Samtök Fullveldissinna gætu verið vísir að svona flokki. Ég hallast að því að hér sé orðið þörf á þjóðarflokki á hægri vængnum flokki sem að ekki skammast sín fyrir að standa vörð um frelsi landsins og einstaklingana sem að hér búa.
Það er orðið þungbært að að hlusta á þennan endalausa niðurrifsáróður sem er farin að hafa áhrif á landsmenn. Landsmenn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vera Íslendingar og ef útlendingar fyrirlíta okkur fyrir þá atburði sem að hér hafa orðið segir það meira um þá heldur enn okkur.
Að hlusta á Alþingi sem að telur sig ekkert hafa þarfara við tímann að gera meðan allt er hér á heljarþröm heldur en að karpa um aðild að ESB er eins og að vera fluga á vegg hjá gjaldþrota einstakling sem að væri fullviss um að það myndi bjarga öllu að ganga í Golfklúbb Kolbeinseyjar vegna þess að þá fengjust meiri lán hjá bönkum og sparisjóðum hann væri aftur orðin inn í samfélaginu með golfklúbs skírteini upp á vasann.
Það er ekkert sem að bjargar okkur hér nema við sjálfir og að vera þeir sem að við höfum alltaf verið áður en að nokkrir hámenntaðir peningamenn spiluðu rassinn úr buxunum og leikfélagar þeirra reyna nú að kenna þjóðinni um. Við þurfum iðnað við þurfum framleiðslu við þurfum gjaldeyri en við þurfum ekki ölmusu og styrki frá Evrópubandalaginu í skiptum fyrir auðlyndir þjóðarinnar. Þess vegna þarf hér flokk sem að velur sjálfstæðið það er greinilegt að engum núverandi flokka er treystandi til þess.
Eitt enn algjörlega óskylt þessu það varðar ráðgjöf Hafró hvernig stendur á því að kvóti er minnkaður í fisktegundum þar sem að ekki hefur einu sinni veiðst nema 25 til 30% af kvóta síðasta árs. Ég er að vitna í fréttir kvöldsins ef rækja er tekin til dæmis það er úthafsrækja þá voru ef ég man rétt 70% af kvóta síðasta árs óveidd það ætti að þíða að stofninn hafi náð að stækka en samt er kvóti minni á þessu ári en því síðasta þannig að stofninn hefur minnkað samkvæmt þessari úthlutun þó að ekki hafi verið veidd nema 30% ca. Það er eitthvað sem að ég skil ekki í þessu .
![]() |
Hjáseta kann að ráða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 17:07
Treysta ekki þjóðinni
Það er greinilegt að Stjórnvöld treysta ekki þjóðinni til að kjósa rétt það er að kjósa eins og Samfylkingin vill. Þess vegna má als ekki leyfa þjóðinni að segja álit sitt. ´Það kostar svo mikið að kjósa segir elítan en ef að þjóðin fellir aðildina er þá ekki rétt að aðildar sinnar borgi kostnaðinn af gagnslausum samginum. Ég sé ekki að það sé svo flókið mál að kjósa um hvort að það eigi að fara í aðildarviðræður eða ekki sé svarið nei þá sparast fjölmargar krónur og við sem viljum kosningar um þetta værum jafnvel til í að borga hann það er ef svarið er já. Sé það nei þá er rétt að aðildarsinnar borgi ekki satt?
En hvenær kemur það í ljós hver er ástæðan fyrir þessum ofurhuga aðila á inngöngu ég vona að sagan leiði það í ljós. Það er morgunljóst að mínu mati að þarna ræður eitthvað annað för en tóm ást á landi og þjóð. Það er halfgerð lykt af þessu máli öllu finnst mér og mínu nefi.
![]() |
Sigmundur Davíð: Trúverðugleikann vantar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 00:22
Lýst er eftir.
Ég held að ég sé ekki eini Íslendingurinn sem er hálflamaður af þeim atburðum sem að hér hafa orðið. Ég held líka að fleiri en ég séu alveg búin að fá upp í kok af því að hlusta á umræður og fréttir.
Hugsið málið hvað hafa margir sagt ykkur að þeir séu einfaldlega hættir að hlusta á fréttir þær séu ekkert annað en samsuða af áróðri og beljanda í þágu stjórnvalda og ákveðinna hagsmuna hópa. Minna fer fyrir talsmönnum hins þögla meirihluta þjóðarinnar sem að yfirleitt lætur allt yfir sig ganga.
Svo er í dag komið með þjóðinni hún reikar um eins og hópur sem hefur lent í stórslysi og er haldin áfallaröskun. Það er engin sem að leiðir hana og þeir sem að hafa tekið það að sér eru líkastir aukaleikurum í Lost sem flækjast fram og aftur í frumskógi á eyju og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvert þeir eru að fara og maður hefur sömu tilfinningu fyrir þáttunum eins og fyrir lýðveldinu að þetta hljóti að enda með hörmungum.
Það vantar ekki að stór hópur fólks telur lausnina þá að gefa alt frá sér og kasta sér í faðm Evrópu sambandsins hingað muni flæða ómælt magn af peningum í formi styrkja og alt muni verða í blóma strax við inngöngu jafnvel krónan muni rétta úr kútnum eins vínlaus alki sem að finnur lykt af brennivíni. Mér var þó kennt að aldrei verður eitthvað til úr engu og æ sé gjöf til gjalda þannig að ég slæ mikla og stóra varnagla við hinum samevrópska draumi enda geta góðir votir draumar breyst i martröð áður en vaknað er.
Hvað er inntakið í umræðunni. það er, hættum þessu basli göngum í Evrópusambandið verðum hluti af stærri heild sem að mun sjá fyrir okkur alveg eins og Noregs konungur lofaði þegar við gengumst honum á hönd. Hvernig fór það það tók okkur aldir að ná okkur upp úr því þjóðin kúldraðist í torfkofum og dróst aftur úr öðrum þjóðum á öllum sviðum. Hvað skeði síðan þegar að þjóðin fékk frelsi sitt aftur Það tók hálfa öld að komast meðal ríkustu þjóða í heimi. Þetta segir mér það að fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði í ákvarðanatöku er hið eina sanna fjöregg okkar brjótum við það þá liggur leiðin niður á við aftur og helsta dægrastytting okkar sem verðum ekki verðlaunuð með stól og glugga með útsýni yfir Brussel verður að segja hvort öðru sögur af fornri frægð meðan við bíðum matarmiðanna frá Evrópusambandinu.
Það má þó sjá björtu hliðarnar í því kannski hefst hér söguritun á ný og rithöfundar sem mest hefur borið á nú um stundir verða jafngildir Snorra Sturlusyni og hinar Íslensku árþúsunda sögur vekja hrifningu meðal fræðimanna eftir svona ca 1000 ár.
Versta er að í dag eru bækur á minniskubbum eða pappír en ekki skinni og ekki hægt að éta þær eins og hægt var að gera við handritinn forðum daga þanig að söguritunin mun ekki brauðfæða þjóðina í þetta sinn.
Ekki er heldur til bjargráða lengur að éta skóna sína því Nokía stígvélin, sem að framleidd eru af einni af vinaþjóðum okkar, sem reynst hefur okkur svo vel og sýnt mikið sjálfstæð í ákvarðana töku um að hjálpa okkur eins og aðrar vina þjóðir okkar að Færeyingum undanskildum, eru óæt það er stígvélin. Satt best að segja voru allar hinar svokölluðu vinaþjóðir, líkastar þeim huglausa hópi sem ekki þorir að rétta þeim sem órétti er beittur hjálp, vegna hugleysis.
Menn skulu ekki álykta sem svo að ég telji að við höfum ekkert rangt gert við gerðum það og þurfum að bæta fyrir brot okkar en það breytir því ekki að reynslunni ríkari mun ég aldrei kalla hinar svokölluðu vina þjóðir því nafni aftur.
Það slær mig að í öllum þessum málflutningi síðan hrunið varð hef ég engan ráðamann heyrt tala máli þjóðarinnar þannig að ég hafi tekið eftir. Það er engin að tala kjark í þjóðina heldur er skipulega unnið að því að draga sjálfsmynd hennar niður og breyta henni í meðfærilega hjörð sem hægt er að reka í einum hópi í arma Evrópu valdsins. Það er enginn sem stendur uppi dag eftir dag og ver þjóðina heldur er talað niður til hennar við erum samansafn af aumingjum sem að tóku bílalán keyptum flatskjái fórum til útlanda já og datt í hug að koma okkur þaki yfir höfuðið. Og þetta hefur mátt lesa í greinum eftir málsmetandi menn og heyra í viðtölum, mér hefur misboðið þetta og er er ekki einn um það.
Þjóðin minnir mig í dag einna helst á það sem að fræðingar segja um brotnar fjölskyldur vegna það er að yfirleitt séu allir fjölskyldumeðlimir í rúst nema gerandinn sem að fær meðferð og lækningu en hinir sitja brotnir og bældir eftir og kenna sér um allt sem miður fór.
Þess vegna tel ég að nú sem aldrei fyrr sé lífsnauðsyn að upprísi afl sem að hefur það að sinni stefnu að tala kjark í þjóðina láta hana vita að þetta sé ekki allt henni að kenna afl sem að þorir að elta hina seku þorir að standa vörð um þau gömlu gildi sem að afar, ömmur, mæður og feður okkar kenndu okkur og þorir að standa vörð um Ísland um málið okkar söguna okkar kvæðin og annað sem að þeim var kært og um sjálfstæði okkar.
Þó að hér hafi orðið mistök þá skulum við hafa það í huga að það er ekki verk þjóðarinnar heldur þeirra sem léku sér með fjöreggið og misstu það síðan eins og skessurnar í sögunni. Þjóðin á því ekki að sitja hnípin og taka á sig skömmina og sökina heldur horfa upprétt fram á vegin og standa á rétti sínum gagnvart mótaðilum sínum.
Það er látið eins og hér fari allt á vonarvöl ef við styggjum Breska ljónið hvar væri landhelgin núna ef að menn hefðu látið þannig atriði ráða för þegar sett var bann á vörur okkar jú landhelgin væri enn 4 mílur og Evrópusambands togarar skröltu hér með davíðurnar í kálgörðunum.
Ráðamenn létu þessar hótanir ekki aftra sér þá og við eigum heldur ekki að gera það í dag en okkur vantar svo mikið ráðamenn sem að eru til í að leggja alt sitt í sölurnar fyrir þjóð sína og fósturjörð ráðamenn með bein í nefinu. (Vegna jafnréttissjónarmiða nota ég ekki orðið ráðamenn með hreðjar)
Ég lýsi eftir svoleiðis fólki
9.7.2009 | 17:56
Íslenski kerruklárinn (þjóðin)
Á uppvaxtar árum mínum var hestur einn til brúkunar á heimilinu spikfeitur og lúin og kallaður Bollu jarpur. Hann hafði haft það að starfi sínu um ævina að draga vagna sláttuvélar og önnur tæki og naut nú elliáranna. Við fengum að skrölta á honum til að reka beljurnar og annað smálegt enda var hann gæfur og hrekklaus og bakið á honum var svo breitt að maður gat sofið þversum á því. Mikið langlundargeð hafði þessi skepna sem að rölti dag eftir dag með byrðarnar á bakinu þá leið sem að við þurftum að fara. Þangað til einn daginn að hann fékk nóg og stoppaði hann hreyfðist ekki þó að fótastokkurinn væri barin ótt og títt og sama hvað gert var hann haggaðist ekki stóð bara við girðinguna og horfði út í loftið. Það var meira að segja prufað að ýta á afturendann á honum með ámoksturstækjum á traktor en nei hann hafði fengið nóg og mig minnir að eftir þetta hafi beljur á heimili mínu verið reknar á tveim jafnfljótum og Bollujarpur hafi ekki tekið frekar þátt í því.
Ég held að þjóðin sé að komast á sama stig það er einn daginn fær hún nóg og þá verður ekki aftur snúið hvort að það verður 10 Kr hækkun á mjólk eða bara rigningardagur sem að kveikir neistann veit ég ekki en hitt tel ég mig vita að örstutt er í það að þjóð mín og forustumenn hennar eiga enga samleið og þjóðin gerist stöð og láti ekki teyma sig lengur. Þá er hætt við að forustan verði að klára verkin á tveimur jafnfljótum eða að hverfa frá starfinu.
Ég skil vel að bændur þurfi að fá upp í kostnaðar hækkanir en það þurfa launamenn líka það er ekki endalaust hægt að seilast i sama veskið til að sækja pening.
![]() |
Mjólkin hækkar um 10 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 18:11
ESB tilskipun?
![]() |
Makrílveiðar stöðvaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 17:37
Auðvitað segir hann satt?
![]() |
Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 12:01
Seinheppin olíufélög.
Oft virðist mér eins og að þegar Íslensku olíufélögin hækki sína vöru þá fylgi því verðfall á heimsmarkaði stuttu seinna skildum við Íslendingar hafa svona mikil áhrif á heimsmarkaðinn eða er þessi tilfinning mín tilkomin vegna þess að
Í fyrsta lagi þá hækka olíufélög hér dropann þegar að olía lækkar á markaði
Í öðru lagi þá hækka olíufélög hér dropann þegar olían hækkar á markaði.
í þriðja lagi þá hækka olíufélögin hér dropann ótt og títt þess á milli en lækka hann mun sjaldnar.
En olíufélögum til varnar virðast líka oft fylgja fréttum um olíu lækkun á markaði þá á einhvern undarlegan hátt fylgir krónan daginn eftir kannski er búið að tengja hana við olíu.
Þetta er þó tilfinning mín frekar en fjallgrimm staðreynd.
![]() |
Hráolían lækkar enn í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 11:52
Endurskoðendur?
![]() |
Sjóvá skuldaði í bótasjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |